Heikir frá Álfhólum

 
1. verðlauna stóðhestur.
Jarpur, fæddur 1996.

Faðir: Ögri frá Hvolsvelli
Móðir: Reykja frá Álfhólum

Héraðssýning á Sörlastöðum 2002:

Bygging: 8.13
Hæfileikar: 8.27
Aðaleinkunn: 8.21                           


Seldur til Swiss í Janúar 2009.
 Nýr eigandi er Jeannine Burgdorfer.

Sköpulag <>
Höfuð 8.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8.5
Prúðleiki 9
Sköpulag 8.13


Kostir <>
Tölt 8
Brokk 8.5
Skeið 8.5
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 7.5
Hæfileikar 8.27
Hægt tölt 7.5
Hægt stökk 8








 


Afkvæmi Heikis (sýnishorn):

Gyðja frá Áflhólum A.e. 7,88



Silfurrán frá Álfhólum



Auðlind frá Álfhólum






Heikir mjög góður alhliða 1. verðlauna stóðhestur. Hann er með frábærar gangtegundir og hefur staðið sig afar vel á keppnisbrautinni undanfarin ár. Hann hefur nokkkrum sinnum farið yfir 8,50 í A-flokki og verið í meistarflokki fimmgang og skorað í kringum 7. Einnig hefur verið keppt á Heikir í tölti með ágætisárangri.

Heikir er ákaflega vel þjálfaður hestur. Hann kann flestar fimiæfingar og hlustar vel á ábendingar knapans. Hann er taumléttur en kraftmikill á gangi. Það er eins og hann leggi sig allan fram við að uppfylla óskir knapans. Hann gefur í þegar honum er sagt og kann að slaka á og feta rólegur þegar honum er slakað. Heikir var nemandahestur Hrefnu Maríu á Reiðkennaradeild Hólaskóla 2007 og stóð sig afar vel þar.  

Heikir býr yfir miklu rými á gangtegundum. Töltið taktgott með góðum fótahreyfingum, brokkið frábært með miklu svifi, fótaburði og miklu rými, stökkið hátt og hægt stökk úrvals. Síðast en ekki síst þá er Heikir flugvakur og skeiðar með miklum fótahreyfingum.

Heikir er mikill höfðingi og er hann ákaflega ljúfur og indæll í allri umgengni og innan um önnur hross. Hann er búin að vera prinsinn í fjölskyldunni frá upphafi og í miklu uppáhaldi.
 
Heikir hefur aðeins verið notaður í ræktun. Fyrstu afkvæmin hafa komið ágætlega út. Þau eru öll mjög góð hross og teljum við Heikir mjög álitlegan til undaneldis. 

Heikir er semsagt frábær gæðingur sem hentar í flest öll verkefni hvort sem það er á keppnisbrautinni, kynbóta eða til ánægjuútreiða.
 

Sjá Video af Heikir klikkið HÉR

Einnig annað Video HÉR

Læknisskoðaður og myndaður spatt laus. 20. okt 2008.

Flettingar í dag: 725
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 940
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 638615
Samtals gestir: 28976
Tölur uppfærðar: 1.6.2023 14:49:16

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]