Sverta frá Álfhólum

Svört, fædd 1991.

Faðir: Tígur frá Álfhólum
Móðir: Mugga frá Álfhólum

Sverta var gerð reiðfær og hafði mjög svifmikið og flott brokk, aðeins farin að stíga tölt þegar hún slasaðist og meiðslin urðu þrálát þannig að ekkert varð að frekari tamingu. Sem betur fer kannski, því hugsanlega hefði hún farið í sölu seinna meir. Sverta er kolbikasvört og falleg meri sem gefur yfirleitt auðtamin og góð hross, oftast með mjög góðar grunngangtegundir og fótaburð. Hún er auk þess ein af hryssunum sem eftir eru af gamla stofninum í Álfhólum.


Svertu var haldið aftur í sumar undir Keilissoninn og 1. verðlauna hestinn Mátt frá Leirubakka (2011).

Afkvæmi Svertu:Zoldán frá Álfhólum fæddur 2010
Brúnn

F. Máttur frá Leirubakka

Reyst og fallegt folald, rúmur í hreyfingum og hágengur. Einstaklega skapgóður og geðslegt folald. 

Eigendur: Sara Ástþórsdóttir.
 
Arabía frá Álfhólum fædd 2009
Brúntvístjórnótt

F. Leiknir frá Vakurstöðum

Einstaklega fallegt folald. Standreist og hágengt.

Eigendur: Sara Ástþórsdóttir og Hrefna María Ómarsdóttir.

Nn frá Álfhólum fæddur 2008
Brúnn

Faðir: Kjerúlf frá Kollaleiru

Spennandi hestefni með mikið brokk og fótaburð.  Zjarmur frá Álfhólum, fæddur 2007
Brúnskjóttur
Eigandi: Hrefna María Ómarsdóttir

Faðir: Ás frá Ármóti

Ógeltur sprækur alhliðagengur foli. Í tamningu núna og kemur skemmtilega til. 


Zambó frá Álfhólum, fæddur 2006
Brúnn
Eig. John Kristinn Sigurjónsson

Faðir: Leiknir frá Vakursstöðum

Ógleltur framfallegur foli. Efni í topp fjórgangara.


Indía sumarið 2010 5 vetra.

Indía sumarið 2009 þá 4vetra. Indía frá Álfhólum, fædd 2005
Brún
Eigandi: Hrefna María Ómarsdóttir

Faðir: Leiknir frá Vakursstöðum

Reffileg alhliðageng, faxprúð og hágeng.
Hlaut 8,03 fyrir byggingu. 


Zara frá Álfhólum, fædd 2004
Svört

Faðir: Eldvaki frá Álfhólum

Upprennandi keppnishryssa í eigu Mariu Greve á Íslandi.Trúr frá Álfhólum, fæddur 2003
Rauðstjórnóttur
Seldur innanlands

Faðir: Eldvaki frá Álfhólum

Seldur ótaminn en nýr eigandi afar ánægður með geðslag og gangupplag.
Zonja frá Álfhólum, fædd 2002
Svört

Faðir: Húni frá Hrafnhólum

Geðgóð hágeng klárhryssa. Slasaðist 4v, fór í aðgerð og tafðist tamning þess vegna.

Seld til Hollands.

         
Díana 2j mán tamin.

Díana frá Álfhólum, fædd 2001
Dökkjörp
Seld til Svíþjóðar.

Faðir: Pegasus frá Skyggni
 

Díönu var ég svo vitlaus að láta frá mér ótamda. Myndarleg alhliða hryssa með mikinn fótaburð. Seld til Svíþjóðar ósýnd.


 
Trú frá Álfhólum, fædd 2000
Rauð.
Seld.

Faðir: Eldvaki frá Álfhólum

Sýnd í kynbótadóm með 7.81 í aðaleinkunn.

Trú er skrefmikil klárhryssa hefur verið í keppni á höfuðborgarsvæðinu með ágætum árangri.  Hún býr yfir góðum grunngangtegundum, fékk m.a 9 fyrir stökk.
         

Djákni frá Álfhólum, fæddur 1999 
Seldur.
F: Eldvaki frá Álfhólum
 

Djákni er myndarreiðhestur. Djákni fór í gegnum fyrsta árið á Hólum fyrir nokkrum árum.
 
Zorro LM 2002Zorro and his new owner Guðlaug, sumer 2009.
Zorró frá Álfhólum, fæddur 1996
Svartur.
Seldur innanlands.

Faðir: Ögri frá Hvolsvelli
 

Zorró er fyrsta og kunnasta afkvæmi Svertu. Zorró var keppnishestur Hrefnu Maríu í nokkur ár og er að gera góða hluti með nýjan eiganda. 

Vakti athygli fyrir fallega uppsetningu á hægu tölti og vígalegt brokk.
Flettingar í dag: 1841
Gestir í dag: 186
Flettingar í gær: 2895
Gestir í gær: 453
Samtals flettingar: 1179796
Samtals gestir: 78172
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 14:21:55

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]