Dimma frá Miðfelli
Jörp, fædd 1992. Faðir: Hrafn frá Hrafnhólum (8.06) Móðir: Brana frá Miðfell (7.59) Héraðssýning á Gaddstaðaflötum 2002: Bygging: 7.46 Hæfileikar: 8.18 Aðaleinkunn: 7.90 | |
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.9 |
Ævintýrið um Dimmu.
Dimmu frá Miðfelli kynntist ég á fimmta vetur þegar ég gerði hana reiðfæra þá um vorið fyrir þáverandi eiganda. Ég gleymi aldrei fyrstu skiptunum sem ég reið henni, því sjaldan eða aldrei hafði ég kynnst öðrum eins krafti hjá ótömdu trippi, samt svo meðfærileg, fótaburðurinn strax gífurlega mikill og hún vakti athygli hvar sem hún fór. Alltaf var hún fús að vinna með mér og bauð uppá mikið, en ég hugsaði alltaf um að varðveita og hafa vit fyrir henni því ég hafði grun um að ef ég myndi seilast of langt, þá kæmi það í bakið á mér seinna meir. Okkar kynni urðu ekki lengri en einn og hálfur mánuður en ég hafði alltaf sterkar taugar til hennar og fylgdist með henni úr fjarlægð. Það gekk ekki sem skildi með hana og á endanum fór hún í folaldseign. Mörgum árum seinna hitti ég eigandann á förnum vegi fyrir algera tilviljun og hann tjáði mér það að hann væri búinn að losa sig við flest hrossin og þ.a.m. Dimmu, hún væri á leiðinni til Þýskalands!!! Ég fann bara hvernig kalt vatn rann milli skinns og hörunds og sagðist bara ekki trúa þessu, hann hefði bara alls ekki ætlað að selja hana og hvers vegna í and****** hann hefði ekki látið mig vita fyrst því hann vissi um áhuga minn á henni. Maðurinn varð kindarlegur og sagði svo, hún væri ekki farin og það væri kannski sjens að rifta kaupunum sem var gert!
Dimma mín varð sem sagt mín og þar sem hún var geld byrjaði ég strax að þjálfa hana. Fljótlega kom í ljós að það var gömul tognun í kvíslböndum á annari framlöpp svo þjálfunin þann vetur varð frekar brokkgeng. Um sumarið fór hún í girðingu til Tígurs gamla og ég var búin að gefa uppá bátinn að ég myndi nokkurn tíma ná að sýna neitt af þeim hæfileikum sem hún byggi yfir. Tveim vikum fyrir síðsumarssýningu náði ég í hana spikfeita úr haganum og fór að trimma hana létt í þeirri veiku von að ég gæti rennt henni í gegn, passaði mig á því að taka ekkert til hennar svo löppin myndi halda út sýninguna. Sem hún gerði!! Dimma náði 8.18 fyrir hæfileika nær óþjálfuð, og þ.a 9 fyrir hægt tölt og fegurð í reið. Ég var að vísu ekki eins hamingjusöm með byggingadóminn á henni því hún var lækkuð úr 7.70 niður í 7.46 og náði þar með ekki 1st. verðlaununum sem ég stefndi að eins og hún hefði gerð hefði hún haldið gamla dómnum sem hún hafði fengið áður!
En burt séð frá öllum tölum, þá lifir Dimma hamingjusömu stóðmerarlífi og skilar mér álitlegum trippum og ég veit að sumum fannst ég borga full mikið fyrir hana á sínum tíma en ég myndi ekki sjá eftir því þó svo ég hefði borgað þrefalt það verð sem ég keypti hana á.
Afkvæmi Dimmu.
Dimma gefur hágeng og eftirtektarverð hross, öll afkvæmi hennar sem eru tamin hafa komið fyrir dóm og fengið frá 7,75 -8,17 í aðaleinkunn. Öll hafa 8,5 eða 9 fyrir tölt og 8,5 fyrir fegurð í reið. Þau tvö sem ég hef tamið sjálf, Dimmir og Díva voru einstaklega auðtamin og þjál allt frá byrjun, en með vaxandi vilja sem kom jafnt og þétt. Virkilega traust hross og taugasterk með frábæra beisliseiginleika.
Það sem gerir Dimmu einkar eftirsóknarverða í mínum augum er ættin sem stendur að henni, en það var lengi draumur að eignast góða meri útaf Flosa frá Brunnum sem er afi hennar og bæði hún og sum afkvæma hennar svipar mjög til, og faðir hennar var eftirtektarverður 1st verðlauna Hrafnsonur, Hrafn frá Hrafnhólum sem féll fyrir aldur fram og Dimma er úr síðasta árgangi hans.
Dimmu var haldið undir Arð frá Brautarholti sumarið 2011.
Nn frá Álfhólum, fæddur 2011 Brúnn Faðir: Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum | |
Nn frá Álfhólum, fæddur 2009 jarpur Faðir: Tígur frá Álfhólum | |
![]() Drífandi í byrjun tamningar. | Drífandi frá Álfhólum, fæddur 2008 Brúnn Faðir: Dugur frá Þúfu Ff: Sveinn-Hervar frá Þúfu Efnilegur fjórgangari með góðan grunn og mikinn fótaburð. Graðhestur. |
Dimmuborg frá Álfhólum, fædd 2007 Dökkjörp Faðir: Bragi frá Kópavogi Ff: Geysir frá Gerðum Dimmuborg er spennandi tryppi, lofthá og myndarleg með háar hreyfingar. Fór úr mjaðmalið í desember 2009 og óvíst um afdrif hennar enn. Dimmuborg er í folaldseign á Álfhólum. | |
Dáðadrengur frá Álfhólum, fæddur 2006 Jarpur Faðir: Víkingur frá Voðmúlastöðum Var graður fyrstu árin og á 3 afkvæmi. Frábær reiðhestur, taumléttur og geðgóður. Alhliða hestur með mjög gott fet og hægt stökk, álitlegt fimmgangsefni. Til Sölu/ For Sale | |
![]() Dagrún tæplega 2ja mán tamin í byrjun janúar á fjórða vetur. | Dagrún frá Álfhólum, fædd 2005 Bleikálótt Faðir: Álfasteinn frá Selfossi Dagrún er spennandi hryssa sem var tamin í nokkra mánuði í síðasta vetur og byrjaði mjög vel. Hún lenti í slysi veturgömul og það rifnaði vöðvi framan við bóg en svo uppgvötaðist það líka í tamingunni að hún var rifbeinsbrotin að auki og það lítur ekki vel út frekari tamningu. Dagrún er í folaldseign á Álfhólum. |
![]() Díva LM 2011 | Díva frá Álfhólum, fædd 2004 Jörp Eigandi: Húsafellshestar og Álfhólabúið Faðir: Arður frá Brautarholti Héraðsýning á Sörlastöðum 2008: Bygging:8.02 Hæfileikar: 8.54 Aðaleinkunn: 8.33 Sjá nánar um Dívu hér. |
![]() Dimmir 5 vetra | Dimmir frá Álfhólum, fæddur 2003 Jarpur Faðir: Tígur frá Álfhólum Héraðssýning á Sörlastöðum 2008: Bygging: 7.86 Hæfileikar: 8.57 Aðaleinkunn: 8.29 Sjá nánar um Dimmi hér. |
Dimmbrá frá Tjaldhólum, fædd 2000 Jörp Faðir: Logi frá Skarði Seld til Danmerkur Bygging: 7.70 Hæfileikar: 7.82 Aðaleinkunn: 7.77 | |
Diljá frá Ármóti, fædd 2001 Brún Faðir: Gauti frá Reykjavík Kynbótasýning í Þýskalandi 2009: Bygging: 7.98 Hæfileikar: 8.30 Aðaleinkunn: 8.17 | |
Fantasía (Dimmalimm) frá Miðfelli, fædd 1996 Jörp Eigandi: Jóhann Baldursson Faðir: Svartur frá Miðfelli Ff: Angi frá Laugarvatni Héraðssýning á Gaddstaðafklötum 2003: Bygging: 7.89 Hæfileikar: 8.21 Aðaleinkunn: 8.08 |
Flettingar í dag: 7015
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 3452
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2113785
Samtals gestir: 110949
Tölur uppfærðar: 23.4.2025 16:59:59
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]