Mánasteinn frá Álfhólum
Fæddur 2006
Móvindóttur
Faðir: Tígur frá Álfhólum
Móðir: Móeiður frá Álfhólum
Mánasteinn er efnilegur unghestur. Hann var gerður reiðfær haustið 2009 og var nánast sjálftaminn. Síðan kom upp helti vegna slyss sem hann varð fyrir um sumarið og því var farið varlega í frekari tamingu það sem eftir var vetrar. Hann er viljugur með trausta lund og ákveðinn. Hann er opinn, skrefmikill klárhestur og afkvæmin fara yfirleitt á tölti fyrstu vikurnar og bera fæturnar vel. Mánasteinn virðist óspar á að gefa litinn frá sér, því af þeim 9 folöldum sem fæðst hafa undan honum frá upphafi eru 7 vindótt (skrifað 4.6.2010).
Það er alveg hægt að gleyma sér við að horfa á Móeiði móður hans spranga um hagana, og ekki laust við að afkvæmum Mánasteins kippi í kynið.
Frakkur Mánasteinsson hefur feykna rúmt og spyrnumikið brokk, en hann brunaði á tölti og skeiði fyrsta mánuðinn.

NN undan Gýgur frá Ásunnarstöðum er einnig léttstígur og pattaralegur.
Systir Mánasteins, Móey Eldjárnsdóttir er klárhryssa sem fékk 7.90 í aðaleinkun 4 vetra.
Hér er heilsað með stæl.

Flettingar í dag: 6756
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 3452
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2113526
Samtals gestir: 110949
Tölur uppfærðar: 23.4.2025 16:38:44
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]