Íkon frá Hákoti
Svartstjörnóttur. Fæddur 2002 Black w. star. Born 2002 F. Töfri frá Kjartansstöðum (8,45) M. Bella frá Kirkjubæ (8,02 Landsmótswinner 1998) Eigandi: Rósa Valdimarsdóttir Héraðssýning á Sörlastöðum 2008: Bygging: 7.80 Hæfileikar: 8.10 Aðaleinkunn: 7.98 | |
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.98 |
Íkon er mjög vel ættaður stóðhestur í eigu Rósu Valdimarsdóttur (móðir Hrefnu og móðirsystir Söru) og jafnframt hennar reiðhestur og keppnishestur. Það sem prýðir þennan hest fyrir utan ættina er einstakt geðslag og botnlaust rými á takthreinu tölti. Til gamans má geta að Íkon er ósigraður Vetrarleikahestur Fáks! ;)
John Kristinn tengdasonur Rósu hefur staðið sig einnig vel í töltkeppni á Íkoni. Hann hefur skorað í töltkeppni 6,73 og í úrslitum 7,72.
Hann sver sig vel í ætt föður síns Töfra frá Kjartansstöðum með mikla úrgeislun og hæfileika. Hálfbræður hans hafa líka verið að koma skemmtilega út Krákur, Kramsi, Kiljan og Óskar. Með Íkoni er hægt að ná í sömu blóðlínu fyrir miklu minna verð. Hann hefur mikla reiðhests eiginleika og sennilega eftir að gefa mikla töltara, geðgóða keppnishesta og reiðhesta.
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 8,39
Hæfileikar: 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 7,0 = 8,50
Aðaleinkunn: 8,46
Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Hrefna María Ómarsdóttir
Móðir Íkons er 1. verðlauna hryssan Bella frá Kirkjubæ. Hún stóð efst í 4. vetra flokki LM 1998. Hún hefur reynst vel sem ræktunarhryssa og gefið 3 fyrstu verðlauna afkvæmi. Albróðir Íkons, Sjón, hlaut 8,17 í aðaleinkunn.
Íkon frá Hákoti
Aðaleinkunn: 7,98 | |
Sköpulag: 7,80 | Kostir: 8,10 |
Höfuð: 7,0 Háls/herðar/bógar: 7,5 Bak og lend: 9,0 Samræmi: 8,0 Fótagerð: 7,5 Réttleiki: 7,0 Hófar: 8,5 Prúðleiki: 8,0 | Tölt: 9,0 Rúmt Taktgott Há fótlyfta Brokk: 8,0 Skeið: 5,0 Stökk: 8,5 Vilji og geðslag: 9,0 Fegurð í reið: 8,5 Fet: 7,0 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]