Um okkur


Sara Ástþórsdóttir

 

Sara Ástþórsdóttir dóttir Sigríðar Valdimarsdóttur bónda í Álfhólum, fædd og uppalin á Álfhólum og hefur haft yfirumsjón með hrossaræktinni á Álfhólum síðustu 10-15 ár.

Sara er stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurlands. Eftir stúdentinn lá leiðin norður á Hóla. Sara er útskrifaður Búfræðingur og tamningamaður frá Hólaskóla 1996. Settist á skóla bekk aftur veturinn 2007 og útskrifaðist sem Reiðkennari C og Þjálfari frá Hólaskóla vorið 2007.

Sara hefur mikla reynslu af tamingum og þjálfun. Hún hefur nú í árabil séð alfarið um tamningu og þjálfun Álfhólahrossana ásamt því að sýna þau á kynbótabrautinni. 

Sara hefur einnig starfað við kennslu með tamningum.

Sara er FT félagi og Gæðingadómari.


"Við Hrefna María útskrifuðumst saman af reiðkennarabraut Hólaskóla vorið 2007 sem Reiðkennarar og Þjálfarar. Ég tók fyrsta árið þar 1994-1995 og útskrifaðist sem tamningamaður og búfræðingur og hef unnið eingöngu við hesta síðan.
 
Ég er mjög ánægð með að hafa drifið mig aftur, því að á þessum 12 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar í þróun reiðmennskunar hér á Íslandi.  Það er skemmtileg og skrítin tilhugsun að uppgvöta það þegar maður lærir meira, hvað það er mikið sem hægt er að læra í sambandi við hesta og reiðmennsku og hvað maður veit lítið, þó svo maður hafi verið í hestum alla ævi!  Það er frábært að geta skilgreint og miðlað þekkingu sinni betur, ekki síst bara til fólksins sem vinnur fyrir mann hverju sinni. Og ekki síður hafa augu manns opnast fyrir ýmsu í fari hestsins sem maður hafði ekki endilega verið að spá í áður, og er að nýtast manni mjög vel í tamningu og þjálfun hesta," segir Sara um námið á Hólum.

Fjölskyldan áhugasöm
Rósa Valdimarsdóttir (systir Sigríðar) og hennar börn, Valdimar, Hrefna María og Fannar hafa verið áhugasöm í hestamennskunni og hafa einnig verið að rækta hross á Álfhólum.

Hrefna María Ómarsdóttir


Hrefna María er dóttir Rósu systur Sigríðar sem er móðir Söru. Sem gerir Hrefnu og Söru að systradætrum.

Hrefna María er fædd árið 1983 og býr og er uppalinn  í Reykjvík. Hún hefur hins vegar alla tíð verið með annann fótinn á Álfhólum alveg frá bernsku.

Hrefna er útskrifuð frá Verzlunarskóla Íslands. Eftir framhaldskólann lá leiðin norðu á Hóla. Eftir þriggja ára nám útskrifaðist hún vorið 2007 af Reiðkennarabraut sem Reiðkennari C, þjálfari, tamningamaður og hestafræðingur. 

Hrefna hefur stundað hestamennsku frá brensku. Hún hefur staðið sig vel á keppnisvellinum og reynt aðeins fyrir sér á kynbótabrautinni með ágætis árangri.

Hrefna situr í stjón FT og er íþróttadómari, gæðingadómari og knapamerkjadómari.   

  

Flettingar í dag: 358
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 15534
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1351055
Samtals gestir: 89343
Tölur uppfærðar: 11.9.2024 05:15:24

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]