Afkomendur Nátthrafns

Hornfirska ræktunin á Álfhólum byggir að meginparti á sömu ættlínunni. Stór hluti stóðmeranna í Álfhólum eru meðal annars komnar undan og útaf gæðingnum Nátthrafni frá Álfhólum.

Nátthrafn var fæddur árið 1979 undan Náttfara og Eldingu frá Álfhólum. Alsystir hans,Tinna frá Álfhólum, á einnig sína afkomendur í stóðinu en dætur hennar eru meðal annars þær Gæfa og Tindra. Gæfa er fallin en dætur hennar, Blíða og Ylfa, reyndust vel. Blíða var því miður seld ung úr landi en hún á tvær dætur í stóðinu, þær Gásku og Ögrún. Tindra hefur verið brúkuð til reiðar á Álfhólum og hefur ekki átt folald en er nú fylfull í fyrsta sinn. 

Önnur afkvæmi Náttfara, auk Nátthrafns og Tinnu, er meðal annars Reykja frá Álfhólum sem er móðir stóðhestsins Heikis frá Álfhólum.     

Nátthrafn eignaðist alls 13 afkvæmi, þar af 1. verðlauna stóðhestinn Tígur frá Álfhólum. Dætur og synir Tígurs eru áberandi í Álfhólum en Nátthrafnsdætur hafa ekki síður borið ríkulegan ávöxt. Nátthrafn eignaðist alls sjö dætur og þar af eru fjórar þeirra enn í Álfhólastóðinu, þær Móna, Kolfaxa, Nótt, Kvika og að auki heldur Ísold, dóttir Þoku Nátthrafsdóttur, uppi heiðri móður sinnar í stóðinu. Allar eru þessar Nátthrafsdætur ótamdar og ósýndar en þær hafa gefið góð afkvæmi með hreinar gangtegundir, fótaburð og framgöngu. Móna hefur skilað mestu og fer þar fremst í flokki dóttur hennar Móeiður


Tígur frá Álfhólum á 22. aldursári.
Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 19689
Gestir í gær: 330
Samtals flettingar: 1214182
Samtals gestir: 79423
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 02:30:21

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]