Díva frá Álfhólum

Jörp, fædd 2004
Eigandi: Húsafellshestar og Álfhólabúið

Faðir: Arður frá Brautarholti (8.34)
Móðir:
Dimma frá Miðfelli (7.90) 

Héraðsýning á Gaddstaðaflötum 2011: 
Bygging: 8.02
Hæfileikar: 8.54
Aðaleinkunn: 8.33


Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 7.5
Réttleiki 8.5
Hófar 8.5
Prúðleiki 7
Sköpulag 8.02
Kostir
Tölt 10
Brokk 8.5
Skeið 5
Stökk 9
Vilji og geðslag 10
Fegurð í reið 9
Fet 7
Hæfileikar 8.54
Hægt tölt 9
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8.33

Díva er frábær töltkeppnishryssa sem byrjaði ferilinn á fimmta vetur og hefur verið í úrslitum á öllum mótum sem hún hefur tekið þátt í nema einu. Hún var að skora feykilega hátt í töltkeppni aðeins 5 vetra gömul sumarið 2009  fór hæst í forkeppni 7.37 og vann sigur á fyrsta mótinu sem hún tók þátt í 2010, á stórmótinu Svellkaldar konur með frábæra einkunn í úrslitum 8.22.  

Hún var í svaka formi veturinn 2010 og sumarið leit vel út, en þá kom hin leiða hestapest og eftir tveggja mánaða hvíld, að hluta til útaf pestinni og einnig af því að hún slasaðist á afturfæti, var mikið verk að skrúfa hana í gang aftur og hún varð kannski ekki nema reykurinn af því sem hún hefði getað orðið keppnissumarið 2010. Hún endaði fjórða á Stórmóti Suðurlands, í sjöunda á Íslandsmótinu, tapaði B-úrlitunum naumlega, og endaði svo önnur á Metamóti Andvara.  

Nýju vægisbreytingarnar í kynbótadómum urðu Dívu ekki í hag, og þrátt fyrir að fá tvær níu fimmur á síðsumarssýningunni 2010 endaði hún í 8.20 fyrir hæfileika og í sömu aðaleinkunn og árið áður út.

Díva hefur verið á ágætu flugi veturinn 2011 og þjálfun hefur gengið vel og slysalaust þegar þetta er skrifað, svo það verður gaman að takast á við komandi keppnistímabil.

Að eignast afrekshross eins og Dívu, eru alger forréttindi og hún einstakur persónuleiki.  Sérlega lundgóð, traust og undantekningalítið hægt að treysta á að hún skili sínu.   Video af Dívu 5 vetra gamalli í töltkeppni.


 
Álfhólar 2008

Afkvæmi Dívu:

Dívu var haldið undir Þrumfleyg frá Álfhólum (8.27) sumarið 2011. Fylið var flutt í fósturmömmu.

Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 3161
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 879202
Samtals gestir: 55654
Tölur uppfærðar: 30.11.2023 14:05:45

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]