Hestar til sölu
Á Álfhólum eru ávallt til mikið úrval af hestum á öllum aldri, allt frá ótömdum ungrossum til keppnishesta og kynbótahrossa sem vert er að skoða. Aðeins hluti af hrossunum sem eru til sölu eru hér á sölusíðunni þannig ef þú ert að leita af ákveðnu hrossi er þér velkomið að hafa samband.
Ekki hika við að hafa samand við okkur og fá nánari upplýsingar í gegnum e-mail
[email protected] eða í síma 00354-8988048.
Folöld og unghross Hryssur Geldingar og Stóðhestar
Seldir hestar
Verð:
Það er nú einu sinni þannig að hestar geta breyst mikið á þjálfunarferlinu og yfirleitt til batnaðar, þannig að það er nær ómögulegt að negla niður verð á ákveðnum tímapunkti. Til að fólk fái einhverja hugmynd á hvaða verðbili tiltekinn hestur er, ákvað ég að skipta verðinu niður í nokkra flokka.
Söluhestum er skipt niður í verðflokka sem eru eftirfarandi:
Verðflokkur A: upp að 300 þúsund
Verðflokkur B: 300 - 600 þúsund
Verðflokkur C: 600 - milljón
Verðflokkur D: 1 - 1,5 milljón
Verðflokkur E: 1,5 - 3 milljónir
Verðflokkur F: 3 milljónir og yfir
Þjónusta og aðstoð:
Við leggjum okkur fram við að þjónusta væntanlega kaupendur vel og á Álfhólum er góð inniaðstaða til að prófa og glöggva sig á þeim hrossum sem eru til sölu. Einnig er í boði að fá einkatíma hjá starfandi reiðkennara og áhersla lögð á að fólk læri vel inná hestinn áður en sleppt er af þeim hendinni.
Flutningur frá Íslandi:
Við sjáum einnig um að koma seldum hrossum til áreiðanlegans útflutningsaðila svo að þau komist á leiðarenda heil á húfi.
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]