Móna frá Álfhólum
Móvindótt, fædd 1986. Faðir: Nátthrafn frá Álfhólum Ff: Náttfari frá Álfhólum Móðir: Silfra frá Álfhólum Mf. Kraki frá Hesti |
Móna er algjör uppáhaldshryssa hjá mér af gamla Álfhólastofninum. Hún er undan Nátthrafni frá Álfhólum, er sem sagt hálfsystir Tígur frá Álfhólum og undan hryssunni Silfru frá Álfhólum. Móna var aldrei tamin og fyrst bönduð 11 vetra gömul þegar hún var flutt undir Kjark frá Egilsstaðabæ og Móeiður búin til. Hún er engu að síður afskaplega ljúf og eftirlát þegar múllinn er komin á hana og fylgir manni hvert sem er.
Móna var hætt komin 2005 eftir afar erfiða köstun sem tók tæpan sólarhring. Óvíst var hvort hún héldi lífi eða myndi nokkurntíman eiga folald framar. Því kalla ég Mánaglóð kraftaverkafolaldið því hún kom tveim árum síðar þegar ég var eiginlega búin að afskrifa Mónu í ræktuninni.
Það sem einkennir afkvæmi Mónu er fyrst og fremst mjög góðar grunngangtegundir s.s. brokk og stökk eru flest með góða fótlyftu og því hafa mörg þeirra reynst vel sem sporthestar.
Móeiður er líklega þekktasta afkvæmið hennar en hún er með 9,5 fyrir tölt og fékk einu sinni 9,5 fyrir stökk á annari sýningu. Alhliða hross þekkjast ekki undan Mónu þrátt fyrir að hafa oftast verið haldið undir alhliða hesta. Athyglisvert er hvað Móna þoldi skyldleikaræktun við bróður sinn Tígur vel og tvö af hennar betri hrossum eru undan þeim tveim.
Hér neðst á síðunni læt ég fylgja til gamans ættartré Mónu úr Worldfeng fyrir þá sem spá mikið í ættir. Móna er ein af fáum eftirlifandi hrossum sem hafa stórhöfðingjann Nökkva 260 sem langafa en honum bregður hvorki meira né minna en 8 sinnum fyrir í ættartré Mónu. Að auki eru þarna bæði Hrafn og Vörður frá Árnanesi. Ég gæti best trúað að það væri mjög erfitt að finna jafn skyldleikaræktað hross af hornfirskum stofni nema þá einhvers staðar í Hornafirði, kannski.
Það er frábært að hafa eignast hryssu eins og Mónu til að geta ræktað áfram vindótt, góð og eftirtektarverð hross. Móna er arfhrein á dökkan lit og getur þ.a.l ekki eignast rauð afkvæmi og þess vegna meiri líkur á vindóttum afkvæmum en ella. Slíkt hið sama gildir um dætur hennar Móeiði og Mær sem eru komnar í ræktunina hér.
Þó að æviskeið Mónu sé farið að styttast verulega í annan endan þá þarf ég ekki að örvænta og hennar þáttur í ræktuininni á Álfhólum kannski bara rétt að byrja. Móeiður dóttir hennar er þegar búin að skila sínu fyrsta afkvæmi í ágætan klárhryssudóm og Mær skilar álitlegum tryppum. Mánaglóð lítur vel út og ef hún verður jafn góð og hún er efnileg þá fer hún líka beint í ræktun.
Afkvæmi Mónu:
Móna er geld (2011).
NN frá Álfhólum fæddur 2010 Jarpvindóttur hestur F. Fróði frá Staðartungu (8.59) |
|
|
Móaló frá Álfhólum fædd 2009 Brún Faðir. Dimmir frá Álfhólum (8.17) |
Máttarbaugur frá Álfhólum, fæddur 2008 Móvindóttur Faðir: Baugur frá Víðinesi (8.48) |
|
Mánaglóð frá Álfhólum, fædd 2007 Móálótt/vindótt bluedun/silverdapple Faðir: Bragi frá Kópavogi (8.31) Litfögur snaggaraleg hryssa sem byrjar vel, viljug og samvinnuþýð klárhryssa með flottan fótaburð. Á myndinni fyrir neðan má sá betur þennan sérstaka móálótta/vindótta lit. |
|
|
Myrkva frá Álfhólum, fædd 2004 Brún. Eigandi: Malbikshestar Faðir: Gustur frá Lækjabakka (8.16) Myrkva er klárhryssa sýnd með 7.79 í aðaleinkunn. Þar af er hún með 8,5 fyrir tölt, brokk, fet, fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk. |
Máni frá Álfhólum, fæddur 2003 Móvindóttur. Seldur til Austurrríkis Faðir: Kjarkur frá Egilsstaðabæ (8.28) |
|
Mári frá Álfhólum, fæddur 2002 Brúnn. Seldur til Damnerkur Faðir: Geisli frá Sælukoti (8.28) |
|
Mær frá Álfhólum, fædd 2001 Jarpvindótt. Faðir: Pegasus frá Skyggni (8.32) Sjá nánar um Mær hér. |
|
|
Mózart frá Álfhólum, fæddur 1999 Jarpvindóttur. Faðir: Tívar frá Kjartansstöðum (8.14) Massa fjórgangshestur með góðan grunn. Nemandhestur Söru Ástþórsdóttur á reiðkennaradeild Hólaskóla, síðar keppnnishestur Söru Rut Heimisdóttur. Komust í milliriðla á LM 2008. Núna í eigu Þórunnar Þöll Einarsdóttur. Voru í A-úrslitum á Íslandsmóti 2010 í 4gang unglinga. |
Móeiður frá Álfhólum, fædd 1998 Móvindótt. Faðir: Kjarkur frá Egilsstaðabæ (8.28) Móðeiður var sýnd 5 vetra í kynbótadóm árið 2003 með 8.22 í aðaleinkunn. Sjá nánar um Móeiði hér. |
|
|
Móbrá frá Álfhólum, fædd 1997 Móvindótt Seld til Noregs. Faðir: Straumur frá Vogum (7.88) Ff: Orri frá Þúfu |
|
Mara frá Álfhólum, fædd 1996 Móvindótt Eigandi: Jón Finnur Hansson Faðir: Ögri frá Hvolsvelli (8.09) |
|
Hrafnfaxi frá Álfhólum, fæddur 1994 Svartur Seldur til Sviss Faðir: Völundur frá Búlandi (8.04) |
Hrafntinna frá Álfhólum, fædd 1993 Brún. Faðir: Tígur frá Álfhólum (8.13) Hrafntinna var seld til Austurríkis og gerði góða hluti sem fjórgangskeppnishryssa á meginlandinu, hefur m.a. keppt fyrir hönd Austurríkis á Heimsmeistaramótum. Hún er nú í eigu Kristel Spanjers í Hollandi. Sýnd í kynbótadóm á Íslandi með 7.82 í aðaleinkunn. |
|
Hrafnar frá Álfhólum, fæddur 1991 Brúnn. Faðir: Tígur frá Álfhólum (8.13) Hrafnar hefur verið farsæll keppnishestur hjá fjölskyldunni. Hann var höfðinginn í hrossahópnum og einfaldlega lang bestur! Hann var sýndur í kynbótadóm og hlaut aðaleinkunina 8.01. Hrafnar og Hrefna María voru lengi par og kepptu á landsmóti 1998 þar sem þau komust í milliríðla, voru í B-Úrslitum á LM 2000 í RVK og urðu Reykjavíkurmeistarar í unlingaflokki 1999 í fjórgangi. Hrafnar var bráðkvaddur veturinn 2008 og er hans sárt saknað af öllum. |
Ættartré Mónu:
IS1960177160 | ||||||||
Hrafn frá Árnanesi | ||||||||
IS1968135640 | ||||||||
Náttfari frá Ytri-Skeljabrekku | ||||||||
IS19ZZ235059 | ||||||||
Irpa frá Mið-Fossum | ||||||||
IS1973184666 | ||||||||
Náttfari frá Álfhólum | ||||||||
IS1951184666 | ||||||||
Nasi frá Álfhólum | ||||||||
IS1959284666 | ||||||||
Nös frá Álfhólum | ||||||||
IS1946284666 | ||||||||
Kára-Jörp frá Álfhólum | ||||||||
IS1979184667 | ||||||||
Nátthrafn frá Álfhólum | ||||||||
IS1941177415 | ||||||||
Nökkvi frá Hólmi | ||||||||
IS1956184666 | ||||||||
Pétur frá Álfhólum | ||||||||
IS1942284666 | ||||||||
Faxprúða-Jörp frá Álfhólum | ||||||||
IS1969284666 | ||||||||
Elding frá Álfhólum | ||||||||
IS1941177415 | ||||||||
Nökkvi frá Hólmi | ||||||||
IS1957284666 | ||||||||
Stikla frá Álfhólum | ||||||||
IS1948284666 | ||||||||
Hindisv.-Brúnka frá Álfhólum | ||||||||
IS1958177150 | ||||||||
Sörli frá Árnanesi | ||||||||
IS1961177160 | ||||||||
Vörður frá Árnanesi | ||||||||
IS1950277155 | ||||||||
Stjarna frá Árnanesi | ||||||||
IS1967135588 | ||||||||
Kraki frá Hesti | ||||||||
IS1941177415 | ||||||||
Nökkvi frá Hólmi | ||||||||
IS1959235588 | ||||||||
Prinsessa frá Hesti | ||||||||
IS19AA225072 | ||||||||
Lóló frá Kiðafelli | ||||||||
IS1972284671 | ||||||||
Silfra frá Álfhólum | ||||||||
IS1937177180 | ||||||||
Skuggi frá Bjarnanesi 1 | ||||||||
IS1941177415 | ||||||||
Nökkvi frá Hólmi | ||||||||
IS19ZZ277003 | ||||||||
Rauðka frá Hólmi | ||||||||
IS1955284666 | ||||||||
Héla frá Álfhólum | ||||||||
IS1935184666 | ||||||||
Vakri-Jarpur frá Álfhólum | ||||||||
IS1946284666 | ||||||||
Kára-Jörp frá Álfhólum | ||||||||
IS19AA284364 | ||||||||
Jörp frá Álfhólum |
Flettingar í dag: 358
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 15534
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1351055
Samtals gestir: 89343
Tölur uppfærðar: 11.9.2024 05:15:24
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]