30.12.2015 14:36
Gleðilegt ár!
09.04.2015 12:45
"Game over?"
07.07.2014 21:38
Gott silfur gulli betra
Vígalegir á brokkinu!
Þrumufleygur sýndi strax klærnar í forkeppninni, en sýningin var ekki alveg hnökralaus og hann endaði í sjötta sæti þar.
Í milliriðlunum átti hann hins vegar þrælfína sýningu og sigldi örugglega í í A-úrslit með 8.75 í einkunn.
Það er búið að vera virkilega gaman að fylgjast með þessum félögum saman á brautinni og kunnum við Þorvaldi Árna bestu þakkir fyrir frábæran árangur með hestinn og aldrei að vita nema að þeir komi fram aftur síðar.
Það er líka gaman að minnast á það að þessi fótaburður í Þrumufleyg er að sjálfsögðu frá náttúrnnar hendi og þótt hann sé keppandi í "Sílikonrallý" þá er ekkert slíkt undir hans hófum, aðeins 8mm skeifur, léttir kransar til að dempa höggið og 150 gramma hlífar.
En nú taka við sæludagar hjá Þrumufleyg, því honum verður sleppt í hólf hérna í Álfhólum á miðvikudagskvöld og því eru þeir sem eiga pantað undir hann vinsamlega beðnir um að koma hryssum hingað í dag eða morgun ef mögulegt er. Annars hefur ekki verið neitt mál að bæta inná hann hryssum, sérstaklega ef það eru folaldsmerar og það eru ennþá fáein pláss laus undir hann.
16.06.2014 10:56
Stóðhestar 2014
Annar spennandi hestur sem verður í girðingu hjá okkur er áðurnefndur Eldhugi frá Álfhólum, undan Kappa frá Kommu sem hefur verið að skila eftirtektarverðum afkvæmum að undanförnu og Gásku frá Álfhólum sem hefur skilað öllum afkvæmum sínum á tamningaraldri í góðan dóm (nema Eldhuga). Afar efnilegur foli sem virðist lofa góðu sem kynbótahestur ef eitthvað er að marka fyrsta afkvæmi hans. Verð á folatolli með öllu er 70.000 kr. ATH Áætlað er að Eldhuga verði sleppt í hólf 18 Júní og það væri gott þeir sem eiga pantað komi með hryssurnar sem fyrst. Gerum samt ráð fyrir því að hægt sé að setja inn til hans.
Djarfur frá Álfhólum er mjög sjarmerandi 3ja vetra foli sem mikil spenna er fyrir, undan Dimmu frá Miðfelli og Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum, en það gerir hann að hálfbróður Dívu frá Álfhólum og Dimmis. Hann er búinn að vera í húsnotkun í Hafnarfirði en það verður áfram hægt að komast í húsmál til hans í Sandhólaferju næstu vikuna og hann kemur heim rétt fyrir Landsmót.
14.06.2014 00:25
Landsmótsfarar
Mynd: Tekin á Stóðhestasýningunni í Ölfusshöll. Ljósmyndari: Gunnhildur Birna.
Hrefna María og Kolka hennar frá Hákoti tóku einnig þátt í Gæðingakeppni Fáks og stóðu sig með prýði. Voru 5 eftir forkeppni og tryggðu sér Landsmótssæti með því. Þær létu ekki þar við sitja því eftir nokkra umhugsun var stefnan sett á kynbótadóm aftur. Já margir halda Hrefnuna hálf klikkaða að sýna svona hátt dæmda hryssu aftur ... og aftur.... og jú alltaf hækkar djásnið hennar og töluvert í þetta skiptið!!
Þær stöllur áttu frábæra sýningu núna á Hellu í þessari vikur og fóru hvorki í meira en minna í 8,90 fyrir hæfileika og 8,51 fyrir byggingu. Aðaleinkunn upp á 8,74!!! Hrefna tók þá ákvörðun að mæta ekki í yfirlit þar sem hún sýndi seint á fimmtudegi og yfirlit strax á föstudagsmorgni. Þær vinkonur munu mæta á Landsmót ferskar og vonandi að þið munuð finna gustinn af þeim alla leiðina upp í brekku ;) Stórkostleg meri hún Kolka sem virðist takmarkalaus.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.74 |
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.14 |
Fyrst ber að nefna hana frænku okkar Selmu Maríu Jónsdóttur sem fékk hana Indíu frá Álfhólum lánaða hjá henni Hrefnu Maríu og reið henni af mikilli snild í efsta sæti í barnaflokki hjá Hestamannafélaginu Fáki í forkeppni og einkunn upp á 8,40 og úrslita einkunn 8,62. Glæsilegt það.
Indía er 1stu verðlauna hryssa og farsælt keppnishross hjá þeim mæðgum, Hrefnu Maríu og Rósu. Vonandi eiga þær Selma eftir að láta finna vel fyrir sér í Barnaflokknum þetta Landsmótið.
Innilega til hamingju Heiða okkar og hlökkum til að horfa á ykkur og hvetja á LM.
Og okkur finnst nú við eiga aðeins í þessu pari.
Ekki með farmiða...
Planið með það færu 3 vindóttar inná mót hjá stelpunum hennar Söru stóðst ekki alveg, það vantaði herslumuninn hjá Marie sem er búin að vinna á Álfhólum í vetur og Mánaglóð, eða kannski aðeins meiri þjálfun saman en hún hafði bara prófað hana 2svar eða 3svar fyrir mót en hún skrapp heim til Þýskalands í frí í tæpar 2 vikur og kom ekki aftur fyrr en tveimur dögum fyrir úrtöku. Marie er fyrsti varaknapi í ungmennaflokk hjá Geysi svo það er ekki öll nótt úti enn ;)
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.12 |
09.02.2014 22:35
"The horse on fire"
Þessi færsla átti upphaflega að heita "ég held ég gangi heim" því þannig var það sem mér hefur liðið eftir síðustu reiðtúra á þessum fola því eins og gömlu mennirnir sögðu, það á að stíga af baki þegar folinn er bestur. Það er reyndar hlutur sem ég hef alltaf í huga við þjálfun, að hætta leik þegar hæst stendur en það er önnur saga sem verður ekki sögð hér.....
Það má eiginlega segja að það sé komin ný "drottning" í húsið, nema í þetta skiptið er það graðhestur og þetta er 3ja vetra foli undan Kappa frá Kommu og Gásku frá Álfhólum.
En ég á ekki mikið af rauðum ræktunarhryssum svo þetta sleppur kannski alveg, já eins og heyra má er ég alveg farin að undirbúa mig fyrir að nota þennan grip ef heldur áfram með hann sem horfir og á þegar von á einu undan honum og Dimmuborg Braga og Dimmudóttur næsta sumar.
En það er eitt að vera efnilegur og annað að verða góður og það er bara eitthvað sem framtíðin getur sagt til um, og eins og er þá getur maður bara leyft að hlakka til gleðilegra vinnustundanna með þessum fola og sér síðan til hvert það leiðir.
Og heiðurinn af nafninu á hún Gróa vinkona hennar Hrefnu Maríu eftir að ég var búin að vera að brjóta heilann endalaust og ekkert nafn nógu gott á þann eldrauða,... en ELDHUGI skal hann heita ;)
31.01.2014 10:28
Ágætis byrjun
Það er alveg hægt að segja að Landeyjarnar eigi sér tvær hliðar, önnur birtist manni þegar maður horfir niður eftir frá þjóðvegi 1 og mörgum finnst það heldur óspennandi sýn að horfa til suðurs eftir þeim, allt flatt og fátt um kennileiti. Hins vegar snýst teningurinn við þegar komið er niður eftir og fjallasýnin blasir við í góðu veðri eins og var hér á dögunum en það hefur nú viðrað að mestu vel á nýja árinu.
Og svo af því að betra er seint en aldrei, þá óska ég öllum velfarnaðar það sem eftir lifir árs ;)
10.10.2013 22:19
Sprengigígurinn sem hvellsprakk...eða?
01.10.2013 20:37
Leggð´ann
20.07.2013 08:53
Síðbúin vorsýningarfrétt
04.07.2013 23:50
Opps they did it again ...
Stefnan var tekin á að koma fram með hana í A - flokki gæðinga hjá Fáki í vor.
,,Er búin að eiga frábæran vetur með þessu gulli. Hver einasti reiðtúr verið einstakur og oftast endað einhver staðar lengst frá húsi því ég hef ekki tímt að sitja á henni lengur og fengið mér göngutúr heim. Vinir mínir fengið ófá símtöl og ég segi þeim að ég sé í "algjöri losti yfir hryssunni" og þurfi að "frysta mómentið" og hvað eina...Ég varð aðeins klökk eftir úrslitin í A-flokki á laugardaginn þegar ég rölti með hana heim eftir að hún skilaði öllu sínu eins og henni er lagið, full af orku og þjálni á öllum gangtegundum. Við vorum meðal bestu A-flokkshesta landsins og var þetta frumraun hennar á hringvelli, einkunn 8,67 og 4 sæti. Tveir stóðhestar með yfir 8,90 í hæfileikum voru á undan okkur, Gróði og Ágústínus, og svo legend-ið hann Stakkur frá Halldórsstöðum. Eftir okkur voru einnig frábærir hestar.En það lang BESTA var... tilfinning að sitja á þessari hryssu, hún var ólýsanleg, mikið ofboðslega var þetta gaman! Fúsleikinn og sálin hennar er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst og hugsa að ég kynnist bara einu sinni á ævinni í hrossi... eins og ég hef oft sagt í vetur þegar ég kem heim í hús "hross eru bara ekki svona" !!Hef aldrei trúað sérstaklega á að til séu sálufélagar og annað slíkt... en eitthvern vegin finnst mér eins og Kolka mín og ég komumst nálægt því... Og það sé fyrir ástæðu sem þessi hryssa endar í höndunum á mér... gæti verið örlög??Var að reyna útskýra þetta fyrir einni vinkonu minni og þá datt mér í hug kvikmyndin Avatar... "það er bara eins og flétturnar okkar tengist saman"... finnst ég geta séð á henni þegar ég horfi á hana hvernig henni líður inní hesthúsi, veit yfirleitt hvernig hún er áður en ég fer á bak, ég finn hvað hún er að hugsa þegar ég sit á henni og hún finnur strax ef það er rólegur dagur og hvenar orkan á að vera uppi. Tala svo við hana í huganum þegar hún bíður mér of mikla orku og hún skilur mig.Geðslagið og fúsleikinn í þessari svörtu drottningu er það sem fær mitt hjarta til að slá hraðar"
En hvað ætlaru að bæta ?? Hún er svo hátt dæmd!! .. já heyrðist á mörgum stöðum. Tilfinningin hennar Hrefnu sagði henni að hún getur farið í 9 fyrir nánasta allar gangtegundir samtímis á góðum degi.
Hrefna fór með Kolku á kynbótasýningu í loka vikunni á Hellu núna í byrjun júní. Hryssan var fílefld. Glansandi og vel sæl. Vonast var til að hún myndi hækka jafnvel fyrir hófa en úr var að hún hélt sinni byggingareinkunn óbreyttri sem er ekkert slor 8,44 - þar af 9 fyrir háls og samræmi og 9,5 fyrir bak og lend.
Aðaleinkunn 8,66Sköpulag: 8,44 | Kostir: 8,81 |
Höfuð: 8,0 5) Myndarlegt Háls/herðar/bógar: 9,0 1) Reistur 5) Mjúkur 6) Skásettir bógar Bak og lend: 9,5 2) Breitt bak 3) Vöðvafyllt bak 7) Öflug lend 8) Góð baklína Samræmi: 9,0 1) Hlutfallarétt 2) Léttbyggt 4) Fótahátt 5) Sívalvaxið Fótagerð: 7,0 I) Votir fætur Réttleiki: 8,5 Afturfætur: 1) Réttir Hófar: 8,0 3) Efnisþykkir I) Slútandi hælar Prúðleiki: 8,0 | Tölt: 8,5 2) Taktgott 3) Há fótlyfta Brokk: 9,0 1) Rúmt 2) Taktgott 5) Há fótlyfta Skeið: 9,0 1) Ferðmikið 2) Takthreint 3) Öruggt Stökk: 8,5 Vilji og geðslag: 9,5 2) Ásækni 4) Þjálni 5) Vakandi Fegurð í reið: 9,0 1) Mikið fas 3) Góður höfuðb. 4) Mikill fótaburður Fet: 7,5 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 7,5 |
"Gaman að neita að vera í Landsliðinu 2 ár í röð!" sagði Hrefna um daginn hlægjandi eftir að hringt var í hana henni boðið sæti sem kynbótahross, það gerist nú ekki á hverjum degi.
En svona er þetta og aldrei að vita hvað árið 2014 ber í skauti sér. Stefnan er tekin á LM 2014 með Kolkuna. :)))
Mynd tekinn í gær af Kolku - Enjoying life!
Já hún er að hafa það huggulegt þessa dagana, fær að vera ein með nokkrum nýköstuðum úti á túni bak við hús. Ánægð með lífið og tilveruna og fær að borða fylli sína á hverjum degi og ráðsmennskast með hinar hryssurnar eins og henni er einni er lagið. Ekkert vallar skak í bráð hjá henni ... eða hvað? Aldrei að vita hvaða flugu eigandinn fær í hausinn! #simplythebest
27.06.2013 00:41
Hesthúsið tekið í gegn
Ráðist var í að taka hesthúsið í gegn frá A til Ö síðustu daga og þar með talið reiðhöllina líka. Byrjað var að taka upp gólfið og þrífa reiðhöllina.
25.04.2013 12:53
Gleðilegt Sumar !
19.01.2013 23:11
Lítill Álfhólaprins fæddur
Mynd: Hrefna María og Silfurrún í Víðidalnum í vikunni. Silfurrún er til sölu, alþæg og skemmtileg fjórgangsmeri.
07.12.2012 23:32
Meir af fólki en hestum - Álfhólar tilnefndir
07.11.2012 15:23
Vaknað úr dái!
13.07.2012 23:52
Fréttir af Þrumufleygs afkvæmum
Þrumufleygs sonurinn Eyvar frá Álfhólum veturgamall núna vorið 2012.
05.07.2012 13:47
Stóðhestum sleppt í hólf
18.06.2012 00:23
Kolka hæst dæmda hryssa ársins!!
Örmerki: 968000001802023
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Halldóra Hafsteinsdóttir, Markús Ársælsson
Eigandi: Hrefna María Ómarsdóttir, Rósa Valdimarsdóttir
F.: IS2002186435 Íkon frá Hákoti
Ff.: IS1996187336 Töfri frá Kjartansstöðum
Fm.: IS1994286104 Bella frá Kirkjubæ
M.: IS1995286428 Frá frá Hákoti
Mf.: IS1989184551 Þorri frá Þúfu í Landeyjum
Mm.: IS1990286414 Feykja frá Hala
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum
Mál (cm): 141 - 137 - 63 - 142 - 28,5 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 9,0 - V.a.: 8,9
Sköpulag: 8,0 - 9,0 - 9,5 - 9,0 - 7,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 8,44
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 7,5 = 8,85
Aðaleinkunn: 8,69 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Hrefna María Ómarsdóttir
04.06.2012 01:32
3 x 9,5!!! - Góð byrjun á Kynbótasýningum
Örmerki: 352206000055986
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Róbert Veigar Ketel, Sigurður Tryggvi Sigurðsson
F.: IS2000125300 Bragi frá Kópavogi
Ff.: IS1986186020 Geysir frá Gerðum
Fm.: IS1983210001 Álfadís frá Kópavogi
M.: IS1996284669 Þyrnirós frá Álfhólum
Mf.: IS1993184988 Ögri frá Hvolsvelli
Mm.: IS1979284670 Vaka frá Álfhólum
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Selfossi
Mál (cm): 143 - 138 - 64 - 143 - 27,0 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 7,0 = 8,00
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 5,5 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 7,5 = 8,22
Aðaleinkunn: 8,13 Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson
Örmerki: 352206000056416
Litur: 1610 Rauður/dökk/dr. skjótt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Geirland ehf
F.: IS2000125300 Bragi frá Kópavogi
Ff.: IS1986186020 Geysir frá Gerðum
Fm.: IS1983210001 Álfadís frá Kópavogi
M.: IS1995284672 Gáska frá Álfhólum
Mf.: IS1973135980 Gáski frá Hofsstöðum
Mm.: IS1990284669 Blíða frá Álfhólum
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Selfossi
Mál (cm): 145 - 141 - 64 - 147 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,2
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 9,0 - 7,0 - 8,0 - 7,0 = 8,06
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 8,22
Aðaleinkunn: 8,15 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir
Örmerki: 352206000046915
Litur: 8600 Vindóttur/mó einlitt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Sara Ástþórsdóttir
F.: IS1986186025 Tígur frá Álfhólum
Ff.: IS1979184667 Nátthrafn frá Álfhólum
Fm.: IS1979284670 Vaka frá Álfhólum
M.: IS1998284673 Móeiður frá Álfhólum
Mf.: IS1989176289 Kjarkur frá Egilsstaðabæ
Mm.: IS1986284671 Móna frá Álfhólum
Mál (cm): 140 - 128 - 136 - 62 - 143 - 39 - 45 - 41 - 6,3 - 30,0 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,1 - V.a.: 7,6
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 7,5 - 7,5 = 8,00
Hæfileikar:
Aðaleinkunn:
Hægt tölt: Hægt stökk:
Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir
IS2005284670 Indía frá Álfhólum
Örmerki: 352206000061253
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Hrefna María Ómarsdóttir
Eigandi: Hrefna María Ómarsdóttir
F.: IS1999181675 Leiknir frá Vakurstöðum
Ff.: IS1985157020 Safír frá Viðvík
Fm.: IS1988258049 Lyfting frá Ysta-Mói
M.: IS1991284671 Sverta frá Álfhólum
Mf.: IS1986186025 Tígur frá Álfhólum
Mm.: IS1981284667 Mugga frá Álfhólum
Mál (cm): 142 - 138 - 64 - 144 - 28,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,5 - V.a.: 7,8
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 = 8,24
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 6,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,01
Aðaleinkunn: 8,10
Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Hrefna María Ómarsdóttir
11.04.2012 12:55
Meistaradeildin
- Artemisia Bertus lið Hrímnis 48,5
- Jakob Svavar Sigurðsson lið Top Reiter / Ármót 41
- Sigurbjörn Bárðarson Lýsi 36
- John Kristinn Sigurjónsson Lýsi 35
- Sara Ástþórsdóttir Ganghestar / Málning 34
26.03.2012 10:57
Svellkaldar!
13.03.2012 23:34
Ármótstíðindi - Þyrnirós að skila
21.02.2012 11:37
Landsmótsbreytingar
18.01.2012 20:26
Nýir eigendur
Svo fyrir þá sem vilja komast hratt á tölti í framtíðinni er hér ein undan Asa frá Kálfholti, hryssa á sjötta vetur, Lind frá Baldurshaga. Video HÉR tekið eftir 3 vikna vetrarþjálfun en hún var þá búin að vera í fríi frá því í Júlí með tilheyrandi aukakílóum. Var fyrst tamin í fyrravetur og á mikið inni.
Allar upplýsingar [email protected]
27.12.2011 00:13
Gleðileg Jól - Holiday Greetings
19.12.2011 21:47
Meiri snjó, meiri snjó....
18.11.2011 09:00
Fjör, Fas og Fótaburður!
18.10.2011 22:36
Létt yfirlit ársins 2011
01.10.2011 23:22
Hámarks hagnaður hlutabréfa!
Kona sem hefur aldrei tapað á hestakaupum!
Skrifað af Hrefnu Maríu.
24.09.2011 10:58
Kindablogg
06.09.2011 19:16
Liebe Leserinnen und Leser aus Deutschland!
Ab sofort gibt es die Neuigkeiten rund um das Gestüt Álfhólar auch in deutscher Sprache. Beiträge aus 2011 sind jetzt dort online. Viel Spaß mit der neuen Seite!
01.09.2011 09:59
Síðsumarssýningar 2011
Örmerki: 352206000051645
Litur: 1510 Rauður/milli- skjótt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Róbert Veigar Ketel, Sara Ástþórsdóttir, Sigurður Tryggvi Sigurðsson
F.: IS1997158430 Þokki frá Kýrholti
Ff.: IS1984163001 Sólon frá Hóli v/Dalvík
Fm.: IS1986257809 Þörf frá Hólum
M.: IS1995284672 Gáska frá Álfhólum
Mf.: IS1973135980 Gáski frá Hofsstöðum
Mm.: IS1990284669 Blíða frá Álfhólum
Mál (cm): 138 - 136 - 64 - 147 - 27,5 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,1 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,0 - 7,0 - 8,5 - 6,0 = 7,86
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 7,75
Aðaleinkunn: 7,80
Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir
IS2004284670 Myrkva frá Álfhólum
Örmerki: 352206000013304
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Árni Reynir Alfredsson, Saga Steinþórsdóttir
F.: IS1998184587 Gustur frá Lækjarbakka
Ff.: IS1988188239 Gustur frá Grund
Fm.: IS1989265186 Orka frá Búrfelli
M.: IS1986284671 Móna frá Álfhólum
Mf.: IS1979184667 Nátthrafn frá Álfhólum
Mm.: IS1972284671 Silfra frá Álfhólum
Mál (cm): 138 - 135 - 63 - 140 - 27,0 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,1 - V.a.: 7,9
Sköpulag: 7,0 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 7,76
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 = 7,80
Aðaleinkunn: 7,79
Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Saga Steinþórsdóttir
Örmerki: 352206000061253
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Hrefna María Ómarsdóttir
Eigandi: Hrefna María Ómarsdóttir
F.: IS1999181675 Leiknir frá Vakurstöðum
Ff.: IS1985157020 Safír frá Viðvík
Fm.: IS1988258049 Lyfting frá Ysta-Mói
M.: IS1991284671 Sverta frá Álfhólum
Mf.: IS1986186025 Tígur frá Álfhólum
Mm.: IS1981284667 Mugga frá Álfhólum
Mál (cm): 142 - 138 - 65 - 144 - 27,5 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,0 - 8,5 - 8,5 = 8,14
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 6,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 = 7,76
Aðaleinkunn: 7,92
Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson
Örmerki: 352098100006497
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Guðjón Tómasson, Valgerður Sveinsdóttir
Eigandi: Guðjón Tómasson, Valgerður Sveinsdóttir
F.: IS1998137637 Akkur frá Brautarholti
Ff.: IS1990157003 Galsi frá Sauðárkróki
Fm.: IS1988258705 Askja frá Miðsitju
M.: IS1990286021 Sabrína frá Hamrahóli
Mf.: IS1986186021 Helmingur frá Hamrahóli
Mm.: IS1983286406 Kopra frá Hamrahóli
Mál (cm): 139 - 139 - 62 - 143 - 28,5 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,1
Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 7,0 - 6,0 = 7,59
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 = 8,50
Aðaleinkunn: 8,14
Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Hrefna María Ómarsdóttir
21.08.2011 23:13
Íþróttamót Harðar og Dreyra 2011
01.08.2011 23:50
Meistarar!
23.07.2011 14:27
Skagafjarðarskjóna
22.07.2011 23:30
English readers
The English News page has now been updated. News from Landsmót and the Icelandic Sport Championship.
Stay tuned, more to come!
19.07.2011 11:00
Tölt-Tölt-Tölt
13.07.2011 13:22
Kynbótahross á Landsmóti
14.06.2011 00:39
Tíu tvenna og fleiri góð
14.05.2011 21:06
Reykjarvíkurmeistaramót
14.04.2011 23:31
Í þjálfun 2011
09.04.2011 11:36
Allra sterkustu
01.04.2011 00:40
Díva live!
27.03.2011 12:50
"Arðsemi"
25.02.2011 09:02
Febrúarfréttir og Glens
11.01.2011 01:00
Á nýju ári
05.12.2010 11:18
Undantekningin
Í mínum eftirlitsferðum um hrossahópinn í haust er einn rauður sem fangar alltaf athygli manns fyrir vasklega framgöngu. Þetta montrassgat er undan Kappa frá Kommu og Gásku frá Álfhólum.
Ég var nú með mínar efasemdir um að pörunin hefði verið gáfuleg þar sem bæði Gáska og Kappi flokkast undir að vera klárhestar og þrátt fyrir að vera heldur höll undir slíka hestgerð, þá trúi ég ekkert endilega á að það sé sniðugt að halda klárhestum hverjum undir annan. En Gáska er með 9 fyrir tölt og Kappi er kominn með 9.5 og mér sýnist miðað við það sem ég hef séð í þeim rauða að þar vanti ekki töltið þannig að ég er bara sátt með útkomuna. Kannski það sé bara málið, að hnykkja á góðum klárhryssum með því að halda undir enn betri klárhest, hummm........
Og lofthæð hefur hann fengið frá báðum foreldrum sínum þannig að þetta er hið besta mál allt saman.........nema hann er undantekningin sem sannar regluna! Hann er Rauður! Ég er orðin góðu vön þegar Gáska á í hlut og hún er alltaf búin að eiga skjótt afkvæmi þangað til núna. Aldeilis heppin þar til í sumar að "Rauður tíundi" kom í heiminn mér til mikilla vonbrigða. En maður ríður ekki langt á litnum einum saman og honum til tekna þá er hann dökkrauður og verður vonandi "Vallarvænn". Rauður tíundi hefur nú ekki fengið nafn ennþá en ætli það liggji ekki best við að kalla hann Garp. Hann er eini hesturinn sem er til undan Gásku fyrir utan Gáska Geislason sem var seldur til Austurríkis í fyrra.
Fleiri myndir hér
Keilissonurinn frá því í fyrra sem var í eigu Húsafellshesta hlaut heldur dapurleg örlög. Honum var forðað hér í vor undan gosi, flóði (sem aldrei kom) og öskufalli. Ég man eftir því þegar ég setti hann á kerruna að ég sagði við þá félaga að þeir yrðu að passa sérstaklega uppá hann af því að ég ætlaði að fá hann lánaðan tveggja vetra, og hann yrði sá eini úr þeim árgang sem myndi fá að leika sér eitthvað. En þegar Metamótið var í haust komu þau tíðindi að Skjóni litli væri týndur og eftir dauðaleit fannst hann drukknaður í djúpri gjótu í Flóanum þar sem hann var í hagabeit og er þá annar af fjórum hestum fæddum undan Gásku sem nær ekki að verða eldri en veturgamall.
Gáska er líklega að öllum öðrum stóðhryssum hér ólöstuðum, sú ein sú skemmtilegasta til að henda sér á bak og fá sama fílinginn eins og maður hefði tekið útúr henni beislið deginum áður í fullri þjálfun. Þarna er hún nýkominn úr girðingu frá Kappa og að sjálfsögðu ójárnuð!
Í sumar var henni haldið undir Ágústíunus.
24.11.2010 09:41
Fræg í þrjár!
Eyjafjallajökull dró margan blaðamanninn til landsins, en það var þó Íslenski hesturinn sem dró Heinz Bayer sem skrifaði þessa grein á forsíðu Salsburger Nachrighter til Íslands með fjölskyldu sinni. Meðan ég labbaði með þeim út í mýri að skoða folöld og heilsa uppá Mánastein, bullaði ég eitthvað um eldgosið, alveg grunlaus um að það yrði eftir mér haft á opinberu prenti! Og þegar myndavélaskotin dundu á okkur...... ég hélt bara að við værum svo sæt saman, við Mánasteinn, að það langaði öllum að eiga mynd af okkur ;)
Elisabeth konan hans Heinz keypti hina ágætu Heiðrúnu Pegasusdóttur af mér síðasta vetur og þau eru afar ánægð með hana. Þau koma reglulega að Egilstöðum1 í Árnessýslu og ríða þar út í nokkra daga í senn. Gott orðspor Heiðrúnar flaug á milli gesta á Egilstöðum1 í sumar og ekki leið á löngu að Ólafur bóndi mætti með gest í hlaðið til að versla dóttur hennar Heiðrúnar....
....hana Sabinu frá Þýskalandi sem varð strax ástfangin af hinni stóru og myndarlegu Heiðdísi Heikisdóttur og er orðin stoltur eigandi hennar.
Af hestamiðstöðinni hér á Álfhólum er annars allt gott að frétta, fullt út úr dyrum eins og venjulega og áhugaverð söluhross að bætast í hópinn. Þetta er Andvari Eldvakasonur, 5vetra, traustur og auðveldur mýktarhestur með fallegan fótaburð.
Flestir "stórsnillingar" ef mætti kalla eru ennþá úti að njóta síðustu haustdagana, enda er þeim ekki vorkunn að vera úti í svona góðri tíð.
Og af pestinni góðu... mér sýnist hún í fljótu bragði vera algerlega búin í folöldunum líka. Ég skil ekkert í því hvað þau sleppa vel hér miðað við hvað maður heyrir annarstaðar. Kannski af því að ég er bara semí kærulaus og læt hrossin vera sem mest í friði, er ekki að reka þau til og frá, inní hús og svona þar sem smitið gæti hugsanlega magnast upp. Er venjulega búin að örmerkja og gefa öllu inn um þetta leyti en hef verið að bíða með það sem lengst, til að leyfa þeim jafna sig áður en ég fer að valda þeim stressi og leiðindum með aðgerðum mínum.
Verð að segja að ég er alveg forviða þegar menn eru að rífa folöldin undan mæðrum sínum og loka inni úf af pestinni, held að það sé þeim fyrir bestu að vera sem lengst á móðurmjólkinni úti í frelsinu. En.... hver hefur sína hentisemi.
27.10.2010 21:58
Haustverkin
Ætli maður sé ekki búinn að slá öll met í bloggleti í þessum skrifuðu orðum! Tölvan mín er orðin eins og gamall trabant og ég hef orðið litla þolinmæði við að sitja við hana, sér í lagi ef kemur að myndvinnslu og videovinnslu. Kannski tími á að fá sér nýja (eða hreinsa vírusana úr þeirri gömlu ;)
Haustið hefur farið mjúkum höndum um menn og hesta, búið að vera alveg einmuna blíða fram að þessu með smá undantekningum, til allrar lukku vegna heilsufars hrossanna á þessum tímum. Við höfum ekki lent í að fá mikið veik folöld ennþá en það verður að hafa athugult auga með og grípa fljótt inní ef með þarf. Fullorðnu hrossin sýnast flest hafa jafnað sig en hjá fáeinum hefur þetta dregist eitthvað á langinn. Myndin fyrir ofan sýnir sprækan Gáska og Urðarson.
Gola, Blængur, Drífandi, Faró og Gullveig.
8 hross fóru frá okkur um helgina til Nörrköpingen í Svíþjóð, ekkert var stoppað eftir einangrunina þannig að vonandi er hrossahaldið allt á réttri leið. Það munar nú alveg um að losna við 8 stykki og það voru ánægðir eigendur sem tóku á móti hrossunum, margir búinir að bíða eftir þeim langþreyttir síðan í vor!
Íslensku gæðingarnir að njóta lífsins síðustu dagana á íslenskri grundu með íslenska "ösku" töðu að smjatta á!
Fyrstu verðlauna myndarhryssan Gullveig frá Lóni komst loksins til eigenda sinna í Noregi. Hún fyljaðist ekki í fyrra í fyrstu atrennu, en Krákur frá Blesastöðum bætti þar úr í vor og fór hún fylfull út.
Og þessi unga norska mær var búin að bíða í 5 langa mánuði eftir henni Golu. Gola var veik þegar hún átti að fara í flug í vor og biðin var löng og ströng fyrir Emilie sem poppaði reglulega upp hjá mér á Feisbúkk og spurði hvort Gola væri ekki alveg að koma :)
Tamningar hafa verið á "speed dial" hérna síðan um miðjan september en þá var hraðtamningarstöðin sett á fullt og 13 ótamin tryppi tekin heim og 12 voru orðin reiðfær úti á innan við viku. Ég er mjög kröfuhörð um hraða námsgetu hjá hrossum samanber að sá þrettándi sem var ennþá bara inn í hringgerði eftir vikuna fer líklega í "Hvíta Húsið". En svona er það bara, bransinn er harður.
Þessi blesótti var reyndar ekki í frumtamningarhópnum, en þetta er 5 vetra efnisfoli, fimmgangari sem er á leiðinni á sölusíðuna von bráðar. Það vill svo skemmtilega til að honum var bjargað frá "Hvíta húsinu" á sínum tíma. En fyrir fimm árum síðan var ég stödd á Strönd í Landeyjum að leita að sérstökum litafolöldum fyrir kúnna og sá þá þennan blesótta í folaldahópnum með klippt tagl. Og það að vera með klippt tagl þýddi að viðkomandi var á leiðinni í "Hvíta húsið" á Selfossi. Þar sem það vakti athygli mína hvað hann bar fótinn vel, þá hringdi ég í Valda frænda en hann átti hestinn sem þetta folald var undan, Glampasoninn Þrym frá Álfhólum, og sagði honum að versla! Ekki er móðuættin af verri endanum en Skeiðhestafaðirinn mikli Kjarval er móðurafi. Það er mjög stutt síðan það var tékkað á fimmta gírnum í þeim blesótta, en hann virðist alveg vera í góðu lagi.
Það sem stendur uppúr af mínum frumtamningartryppum þetta haustið er líklega 3v Gáskudóttirin Eldglóð undan Braga frá Kópavogi. Stór og myndarleg, gangmikil, næm og létt.
Aðra Bragadóttir er ég með, Mánaglóð þriggja vetra undan Mónu gömlu, er þá hálfsystir Móeiðar. Hún er hágeng klárhryssa með frábæra samvinnuþýða lund og góðan vilja, ekki spillir liturinn fyrir, móálótt vindótt. Stígur hæga töltið mjúklega eftir rúmlega mánaðartamningu, efnilegt fjórgangsefni þarna á ferð.
Þriðja Bragadóttirin, Álfarós Þyrnirósardóttir er í eigu Húsafellshesta og er í tamningu hjá John í Ármóti. Jonni er komin með öll Þyrnirósarafkvæmin í áskrift eftir að hann kynntist Þrumufleyg :) Við fórum í úttekt í Ármót um daginn og vorum ánægð með það sem við sáum. Hrefna tók helling af myndum......eða hún hélt það alveg þangað til hún uppgvötaði að það var ekkert kort í myndavélinni! En ég trúi ekki öðru en það komi önnur Kodak móment síðar!
Jamm, þannig að ákvörðunin með að veðja á Braga með bestu merarnar fyrir 4 árum var ekkert svo galin held ég, mesti bömmerinn er samt að vita ekki hvernig Dimmuborg Dimmudóttir mjaðmabrotna hefði litið út undir hnakk, því öll systkini hennar (hvort sem var af móður eða föðurkyni) voru eins og reiðskólatúttur miðað við hana þegar þær voru ungviði :/
Annars er það að frétta af "Prinsessunni á bauninni" eins og hún er stundum kölluð í gríni, að hún er fylfull við Frosta frá Efri- Rauðalæk, en ég var bundin við að nota hesta sem voru í sæðingum í nágrenninu fyrir hana.
Ég var búin að heyra af annari hryssu í eins ásigkomulagi sem búin er að eiga tvö folöld, þannig að ég lét bara vaða á það líka, en lagði ekki í það að láta hana standa undir hesti í þetta skiptið. Og hún er bara nokkuð brött miðað við aðstæður, getur tekið sig til og brokkað eins og vindurinn og sýnst ekkert vera neitt óskaplega mikið hölt.
En það þarf svo sem ekkert að leiða hugann að því lengur hvort á að halda undir Braga meir því hann fór líka í fluginu um helgina til Nörrköpingen og kemur ekki til baka. Hann var hér í nágrenninu í sumar en það vissi ég ekki fyrr en of seint og var búin að halda flestum merunum mínum áður en hann kom.
Það er ekki neinn fjöldi af stóðhestum þetta árið, einn Skeljabrekku Glymson á ég, álitlegan og fallegan á litinn, en get ekki sagt neitt um það ennþá hvort þarna sé einhver tímamótahestur á ferð, geðugur hestur með nógan gang og töluvert skeið held ég, en það er ljóst að sá góðgangur verður að vera til staðar ef þessi hross eiga eitthvað að gera í kynbótakerfið, meir um það síðar ;)
Ætli það séu ekki hérna að jafnaði yfir 30 hross í þjálfun þannig að nóg er að gera. Mér til aðstoðar var í september, hann Arnar, ungur maður af Snæfellsnesinu en Hafnarfjarðarmærin Stella tók svo við af honum og eyddi hér skólafríinu sínu, síðustu fjórum vikum. Svo á ég von á danskri stelpu, verknema sem verður fram að jólum.
Svo má ekki gleyma henni Hrefnu frænku sem er búin að vera hér í allt sumar en hún er eins og farfuglarnir, flýgur til byggða á veturnar og ég býst við að svo verði í vetur einnig.
Sparibaukar eru flestir í fríi og verða það vonandi sem lengst, það er þá tími til að vinna í öðru á meðan! Stallsysturnar Díva og Gjóska orðnar vel bústnar og belgstórar í hausthaganum eins og sjá má. Það verður farið að tékka á þeim svona eitthvað undir lok Nóvember aftur, það gengur ekki að þær vaxi á þverveginn alveg út í það óendanlega. Við könnumst nú við það, hvað það er lítið mál að bæta á sig aukakílóunum en algert "hell" að ná þeim til baka ;) By the way, það er búið að vera Bootcamp þema á þessum bæ hjá tamningafólki undanfarið og verður fram að jólum. Það gengur ekki að ætlast bara til að hrossin séu í góðu formi, knapinn verður að vera það líka!
Ekki má hlaupa frá haustinu án þess að minnast á kindurnar. Hverju sem er að þakka, þá var meðalviktin á lömbum þetta árið sú hæsta hingað til, 17,13 kíló og gerðin 8.62, fitan 6,87. 70% af lömbunum fór fyrsta sláturdaginn í September sem var í kringum tíunda.
Gimbrarnar og lífhrútarnir voru svo vegin og metin um miðjan október og var það mat ekkert til að kvarta yfir þó að lömbin væru aðeins farin að slakna, enda grös farin að falla og ekkert kál hér í boði fyrir kindur eins og á mörgum bæjum. Reynum að halda kostnaðinum í lágmarki við þessar rollur, enda eru þær nú hálfgert hobbý miðað við aðrar búgreinar hér á bæ!
Stærstur hluti af gimbrunum voru með 17.5 og 18 fyrir læri og tvær fengu 18.5. Þær eiga það sameiginlegt að eiga hyrndan afa, sæðingarhrútinn Kveik og önnur þeirra raunar hyrnd og sú eina með höldur sem hlaut náð þetta árið. Stofninn er 95% kollóttur og þær hyrndu fá að vera með uppá punt ;)
Eins og alltaf var valið á milli gimbrana erfitt og alveg hægt að setja á 45 fallegar gimbrar í staðinn fyrir tæplega 30. En vinnan við þetta á vorin er alveg nóg til að halda manni á mottunnni varðandi fjölgun, og að eiga 160 -70 hausa á húsi er meir en nóg, fjúff !
Stella tamningarkona var farin að hafa miklar skoðanir á valinu og valdi sér auðvitað þær systur sem voru litfallegastar, sjá mynd. Þær eru reyndar gríðarháar í bluppi þó að dómur hafi ekki verið sá besti. Skiptir þar mestu að þær eru þrílembingar. Svo sem ekkert slæmt að fá aukalömb á vorin og með það í huga sluppu þær fyrir horn.
Lenti í því á minni vakt í fjárhúsinu í vor að taka á móti tröllalambi. Aldrei séð annan eins hlunk og eins og sjá má á myndinni þá eru lappirnar á honum næstum eins breiðar og á mömmunni! Ég var bara ánægð með ljósmóðurhæfileika mína fyrir að hafa náð honum lifandi út án þess að drepa kindina með hjálp fílsterks aðstoðarmanns!
Hann er eins dags gamall á þessari mynd en Míní mora er 6 daga gömul gemsatvílembingur við hliðina á honum. Það má geta þess að mamman stendur uppá planka þarna við hliðina. Trölli skilaði sér alla leiðina í sláturhús í byrjun sept og var hátt í 24 kíló, jafn þungur og fyrirmálslamb, einlembingur fæddur einum og hálfum mánuði fyrr!
Jæja þetta er orðið gott í bili og það verður vonandi ekki jafn löng bið eftir næstu færslu :)
19.09.2010 21:22
Síðsumarsýning
Ég var nú alveg búin að gefa það upp á bátinn að geta sýnt snillinginn Mátt frá Leirubakka þetta sumarið.
Hann hóstaði langt fram eftir Júlímánuði og það var ekki fyrr en í lok mánaðarins að það var hægt að byrja á að þjálfa hann á ný eftir þriggja mánaða pásu. Og eftir aðeins þriggja vikna þjálfun fór hann í 8.57 fyrir hæfileika og raðaði þremur níum á eftirsóknarverðustu eiginleikana að mínu mati, fyrir tölt, vilja og fegurð í reið! Það er eiginlega hálf sorglegt að þessi stóri og myndarlegi fashestur skuli stigast svona óheppilega í byggingu því þar er hann eigungis með 7.85 og kemur því út með aðaleinkuninna 8.28.
Mátt fékk ég í hendurnar á miðju sumri í fyrra, vel taminn og þjálfaðan eftir Jón Pál Sveinsson. Það hefur verið virkilega gaman að þjálfa hann og finna hann eflast og nú í sumar sagði ég við félaga mína sem eiga hestinn áður en ég sýndi hann, að það væri ekkert spurning hvort hann dytti í 8,5 eða 9 fyrir tölt, heldur hvort það yrði nían eða níu fimman! Hann var farinn að sýna mér frábær móment og það að sitja þennan hest í stuði, er eins og maður hafi allan heiminn í fanginu (skrítin samlíking kannski ;)
En öll ævintýri taka enda og ný hefjast í staðinn. Máttur hefur skipt um eigendur að hluta og það var ekkert minna gaman að vera aðalgrúppían á kantinum horfa á hann á Meistaramóti Andvara fyrir tveim vikum síðan þar sem hann og Siggi Matt enduðu í 2-3 sæti í A-flokk. Svo á ég von á nokkrum folöldum undan honum á næsta ári og á örugglega eftir að nota hann eitthvað meir svo lengi sem hann verður áfram á landinu.
Máttur er undan Keili frá Miðsitju og Hrafnkötlu frá Leirubakka Hervarsdóttur.
"Díva fer ekki í ræktun fyrr en hún fær almenninlega einkunn fyrir allavega tölt og vilja" sagði ég við meðeigendur mína fyrr í sumar. Á síðsumarssýningunni fékk hún 9.5 fyrir tölt og vilja, 9 fyrir fegurð í reið og 8.20 fyrir hæfileika og 8.10 út. Þar með voru ásættanlegar tölur komnar og ekkert því til fyrirstöðu að leiða þá jörpu undir hest, enda átti hún að vera á síðasta degi hestaláta þarna á sýningardag. En þegar kanna átti málið var hún hætt í látum og af því að langt var liðið á sumar verður slagurinn tekinn með hana eitt árið í viðbót. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið mjög leið með þá ákvörðun enda ekki sjálfgefið að eiga alltaf svona gæðing undir hnakk. Það er nú heldur ekki eins og hún sé að verða ellidauð, bara 6 vetra gömul!
Síkát með eyrun fram :)
Það þarf alltaf að vera eitthvert drama í gangi, og í raun ákvað ég ekki að fara með Dívu í sýningu fyrr en svona korteri fyrir eða hér um bil. Hún reif svo illilega undan sér í rekstri í vikunni fyrr og annar framhófurinn brotinn í spað. Lindi járningamaður reddaði því sem reddað varð daginn fyrir dómsdag, nema hóflengdinni, þeir minnkuðu um rúman sentimeter og hófaeinkunnin datt úr 9 í 8.5 og þar með datt hún niður í 7.94 í byggingu. Það virtist þó ekki hafa stórskaðleg áhrif á jafnvægi á gangi, nema einna helst brokkið sem mér fannst vera orðið meira heldur en upp á 8. Sem stendur er fetið hennar Akkelesarhæll og einkunn þar uppá 6,5 er ekki til að hrópa húrra fyrir. Það hefur ekkert með spennuvilja að gera, henni finnst bara fínt að tipla það eins og ballerína, hvort sem það er við taum eða á slökum taum! Ætli maður verði ekki að kaupa tíma fyrir hana á göngu eða vatnsbretti í vetur til að kenna henni að feta almenninlega ;)
Díva er undan Arð frá Brautarholti og Dimmu frá Miðfelli
Gjóska stóð sig með ágætum þrátt fyrir að þjálfunin hafi gengið brösulega eftir pestina sem hún er reyndar ekkert ennþá orðin góð af, og mér lýst ekkert á ástandið á henni svona fyrir haustið. En að auki marðist hún í hóf, var slegin og svo framvegis....óttalegur hrakfallabálkur alla tíð, hún Skjóna mín!
Klárhryssa með 8.5 á línuna og 8 fyrir fet, fyrir hæfileika 7.88 og 7.89 fyrir byggingu, Aðaleinkunn 7.89
Gjóska er undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Gásku Gáskadóttur.
Á svífandi brokki.
Gjóska átti að verða mitt keppnishross í fjórgang svona eitt tímabil áður en hún færi í ræktun, en það hefur eitthvað gengið illa að koma því saman. Kvöldið fyrir Suðurlandsmótið í fyrra, fékk hún heiftarlega hrossasótt og það hvarlaði að mér að nú væri hún hreinlega að fara. Og svo ætlaði ég með hana á Íslandsmótið í ár en þá hafði hún stokkbólgnað á framfæti sem hún meiddist á rétt fyrir kynbótasýningu og stakk við.
Það kom upp skemmtileg umræða hjá mér og tamningakonunum í sumar um það að ég skildi hafa bestu hryssurnar einar í sitthvoru hólfinu með eina geit hjá sér fyrir félagsskap. Það var nefnilega einhver snillingur sem sagði okkur það að hlaupahesturinn frægi Seabiscuit hafi haft slíkan félagsskap!
Móey litla náði sér ekki á nógu gott skrið í sumar og lækkaði lítillega frá því í fyrra, endaði í 7,84. Úr því verður ekki bætt á næstunni því að hún er fylfull við Þrumufleyg. Og eftir að meðeigendurnir fengu að prófa hana í sumar, þykir mér ekki líklegt að ég fái að taka hana í þjálfun aftur því þeir vilja eignast sín eigin "töfrateppi" en það er virkilega gaman að sitja þessa meri, hún er svo létt og mjúk. Móey er undan Eldjárn frá Tjaldhólum og Móeiði Kjarksdóttur
Myrkva hennar Sögu vinkonu var í þjálfun hjá mér í vetur. Hún er undan Mónu gömlu og Gust frá Lækjarbakka og er 6 vetra gömul. Hágeng fjórgangshryssa sem fékk i byggingu 7.73 og hæfileika 7.67, aðaleink. 7.69. 8.5 fyrir tölt, vilja og fet. Töffaraleg meri sem á örugglega meira inni með meiri þjálfun.
Líba frá Hamrahóli er undan Þrist frá Feti og Sabrínu frá Hamrahóli, 6 vetra. Myndarleg klárhryssa sem kom út í 7.77 í aðlaleinkunn, 8.04 í byggingu og 7,60 fyrir hæfileika, 8.5 fyrir tölt og
vilja.
Herská var ekki skráð til leiks á þessari sýningu en þegar það féll úr tími hjá mér, ákvað ég að renna henni í gegn þó að lítið og illa þjálfuð væri. Það væri hvort eð er ekki úr háum söðli að detta þó að sýningin hefði farið illa því hún var með skelfilegan dóm frá því í fyrra. Fyrir hæfileika fékk hún 7.50, 8 á línuna (klárhryssa) Bygging 7.81 og aðleink 7.63.
Herská er 7 vetra undan Parker frá Sólheimum og Gýgur frá Ásunnarstöðum (Blakks 999 Hafnarnesi dóttir)
Fleiri myndir teknar af af kynbótasýningu má sjá hér
Þær eru allar teknar af ofurljósmyndaranum Hrefnu Maríu frænku.
Ég ætla að lokum að þakka öllum spræku aðstoðartamningastelpunum sem voru hérna í sumar fyrir hjálpina (ekki allar á sama tíma) þeim Beatrice og Blanca frá Finnlandi, Rikke frá Noregi, Rakel frænku frá Reykjavík og síðast en ekki síst henni Söru Rut "dóttur minni" sem var hérna sjötta sumarið í röð, ekkert smá langlundargeð þar og kannski ekkert skrítið að mér finnist ég eiga svoldið í henni ;)
29.08.2010 21:41
Slagurinn við þá bestu
Mynd Óðinn Örn
Það er nú ekki alltaf sem að hófapressan veitir manni athygli þegar maður mætir í brautina, en Díva fékk óskipta athygli Eiðfaxa manna að lokinni forkeppni í tölti á Íslandsmótinu á föstudaginn. Við mættum í braut í fyrri hálfleik keppninar og vorum lengi vel í öðru sæti með 7.70 í einkunn, en toppurinn er heitur og margir vilja komast þangað og næstsíðasti hestur í braut ruddi okkur að lokum niður í B-úrslit.
Ég var að vonum ekkert voðalega kát yfir því enda B-úrslitin riðin samdægurs og kannski fór ég ekki alveg með rétta hugarfarið inní þau, því mér fannst eiginlega allt of mikið að ríða tvenn úrslit á tveimur dögum á svona ungu hrossi þó svo að þjálfunarástandið hafi batnað til muna síðasta mánuðinn. Díva stóð sig vel í B-úrslitunum og eftir hraðabreytingar vorum við efstar. Svona eftir á að hyggja hefði ég kannski getað tekið meira á henni á yfirferðinni, enda kom það í ljós þegar Siggi Óli ætlaði fram úr okkur, þá setti hún í "óverdrævið", en ég átti nottla að vera búin að setja það á sjálf löngu áður! Hvort þetta réði úrslitum um lokatölur skal ég ekki segja en við enduðum í sjöunda sæti með 7.97 og misstum af því að vera í beinni á RÚV ;)
Hér má sjá sjá umfjöllun um Dívu í nokkrum fréttum Eiðfaxamanna og greinilegt að hún var þeim hugleikin.
http://eidfaxi.is/frettir/2010/08/im-2010-stada-i-tolti-eftir-50-keppendur
http://eidfaxi.is/frettir/2010/08/tolthryssan-diva
http://eidfaxi.is/frettir/2010/08/im-2010-b-urslit-i-tolti
http://eidfaxi.is/frettir/2010/08/myndasyrpa-ur-b-urslitum-i-tolti
En sjöunda sætið á Íslandsmóti þeirra sterkustu er ekkert til að kvarta yfir og kannski bara besta niðurstaðan fyrir mig fyrst ég náði ekki strax að hanga í A-úrslitum. Ég á þá kannski frekar möguleika á því að mæta með hana aftur um næstu helgi á Metamótið og bæta um betur ;)
15.08.2010 20:11
Ræktunarbúsýning á Stórmóti Geysis
Hinn ungi og sperti Þrumufleygur var tekinn inn úr hryssum 3 dögum fyrr, járnaður og Jonni prufaði kappan. Það var eins og hann hefði aldrei dregið undan folanum og hann væri í fullri þjálfun, sem sagt Þrumarinn var klár!!. Þrumufleygur og John Kristinn áttu feikna góða innkomu, enda ekki annað hægt en að hrífast að þessum gæðing.
Það mætti halda að hann sé gerður úr gúmmíi, svo mikil er teygjan í þessum kraftmikla pjakk.
Sara reið Dimmi sínum sem fyrr um morgunin hafði þreytt B-úrslit í A-flokk og staðið sig vel. Þess má geta að Dimmir og Þrumufleygur eru náskyldir, undan hálfsystkynunum og fyrstu verðlauna hrossunum Tígur og Þyrnirós sem eru undan Vöku frá Álfhólum.
Hrefna María sat Indíu sína Leiknisdóttur og dóttur Svertu frá Álfhólum. 5 vetra efnileg keppnis hryssa sem er hálf systir Zorró sem gerði góða hluti með hana á brautinni fyrir nokkrum árum.
Þess má geta að Móey er sónuð fylfull við Þrumufleyg!
"Týndi sonurinn Daníel Smárason á Sóllilju". Danni vann í mörg sumur hjá okkur þegar hann var yngri, er núna komin í nágrenni við okkur, nánar tiltekið á Ármót.
03.08.2010 10:20
Stórmót Suðurlands
Dimmir og Sara
Hestamennskan hér á Álfhólum er hægt og rólega að rísa upp úr öskustó eftir flensuskrattan sem hefur tröllriðið öllu síðustu misseri.
Það var þó ekki fyrr en um síðustu mánaðarmót, í byrjun Júlí að ég sagði hingað og ekki lengra, byrjaði að járna allt uppá nýtt og koma öllu í gang. Þá hafði ég varla sest í hnakk frá því í lok apríl, í rúma tvo mánuði! Ég var að spá í að byrja á því að fara á reiðnámskeið, svo ryðguð var ég orðin, og harðsperrurnar sem ég fékk eftir fyrsta daginn..... við skulum ekki tala um þær!
Hrossin voru svona og svona, og sum höfðu bætt alveg svakalega á sig, eins og til dæmis hún Díva mín sem líktist frekar flóðhesti en venjulegu hrossi eftir hvíldina. Hefði nú getað startað henni eitthvað fyrr, en hún slasaðist á afturfæti um miðjan júní og fékk þ.a.l tvær auka vikur í hvíld.
Um helgina var svo stórmót og miðsumarssýning á Hellu þar sem voru yfir 50 skráningar í öllum fullorðinsflokkunum og það er ánægjulegt að það sé að lifna svona yfir hestamennskunni.
Í B-Flokk var ég með Gjósku, og fékk hún 8.30 eftir þokkalega sýningu og vantaði herslumuninn til að komast í B-úrslit. Mér fannst ég reyndar ekki ná nógu vel til hennar og svo kom í ljós daginn eftir að hún var orðin hölt á framfæti og er enn. Þar með er hún að brenna inni með síðsumarssýninguna.
,
Díva og Sara
Systkinin undan Miðfells-Dimmu stóðu sig með ágætum. Dívan er enn svoldið þung á sér eftir langa stöðu og var svo sem ekkert að toppa sig, en í forkeppni í Tölti skoruðum við 7.20 og í úrslitum 7.57 og uppskárum fjórða sætið.
Dimmir og Sara
Viku fyrir mót byrjaði ég að þjálfa Dimmir aftur. Ég ætlaði að byrja á honum líka í byrjun Júlí en hann byrjaði þá aftur að hósta mér til mikillar ánægju eða þannig og fékk 3 vikur í viðbót í frí.
Í annað skiptið inná hringvöll og einkunn í forkeppni 8.43 og önnur inní B-úrslit. Eftir tölt og brokk stefndi allt í öruggan sigur, en úthaldsleysið gerði vart við sig og skeiðið klikkaði. Hann endaði þvi aftur annar í B-úrslitum með einkunina 8.52. Ég fékk boð um að ríða í A-úrslitum á honum vegna forfalla, en ég ákvað að geyma það til betri tíma og koma hestinum í betra form.
Á laugardagskvöldið tókum við einnig þátt í ræktunarbússýningu en meir um það síðar.
25.07.2010 23:51
Töltmyllan
Sum folöld eru "fótógenískari" en önnur. Og nei, hann er ekki undan Álfi frá Selfossi þó að skjóttur sé.
Hann vakti strax athygli mína þessi þegar hann tölti kattmjúkur upp úr karinu og það var leikur einn að smella af honum nokkrum flottum myndum þegar hann var viku gamall.
Hann er undan keppnishestinum hennar Rósu Valdimars, honum Íkon frá Hákoti sem er 9 töltari og Rauðhöttu frá Álfhólum, Feitu Skjónu sem við köllum þvi það var aldrei hægt að koma henni í sýningarhæft form þegar hún var yngri þótt ágæt væri. Reyndar lenti hún alltaf í að vera svona sumarþjálfunarhross og kannski ekki við öðru að búast en að hún safnaði á sig þess á milli!
Íkon þarf svo sem ekkert að kynna neitt frekar, en hann og Rósa hafa verið í toppbaráttu á mörgum töltkeppnismótum síðustu tvö ár þar sem Rósa er sko ekkert að keppa við neina áhugamenn heldur bara þá bestu ;)
Það er ekki nóg með að töltið sé dillimjúkt með háum hreyfingum, heldur er liturinn stingandi. Ætli að það megi ekki kalla hann svartskjóttan frekar en brúnskjóttan? Fleiri myndir hér
Það er gaman að segja frá því á Rauðhatta fékk mikla athygli fyrir annað folald á síðasta ári en sá var einnig skjóttur undan Dáðadreng, Víkings og Dimmusyni.
Rauðhatta er af gamla kyninu í Álfhólum undan Tígur og Bylgju frá Álfhólum og ég hef alveg lúmskt gaman af því hvað það er stutt í eldgamla stofna í gegnum Rauðhöttu. Bara í gegnum móðurina er Nökkvi bæði langafi og langalangafi hennar og þá er ótalin Hornafjarðartengingin í gegnum Tígur sem er margslungnari og ég ætla ekkert út í hér. En ekki nóg með það þá er Hindisvíkurhesturinn Sörli (141 ef ég man gömlu ættbókina rétt) frá Dalkoti sem fæddur er 1926 langalangafi hennar líka! Sörla keypti afi Valdimar fyrir 1950 og átti í tvö þrjú ár og eitthvað var hann notaður hér um slóðir.
Undan alsystur Rauðhöttu, Unni, eigum við Urði Ögradóttur, ósýnda hryssu sem gefið hefur eina fyrstu verðlauna klárhryssu með 9 fyrir tölt, hana Artemis sem Valdi Hrefnubróðir á og tryppin lofa góðu. Unnur veiktist illa veturinn eftir að Urður fæddist og var felld. Urður er því eina afkvæmið hennar.
Rauðhetta er önnur alsystir sem er með kringum 7.50, klárhryssa. (Hugmyndaríkin í nafnavali alveg að brillera)
Fyrsta afkvæmið undan Rauðhöttu kemur til tamningar fyrst í sumar því hún var töluvert fullorðin þegar henni var haldið fyrst undir hest.
Þessi huggulegi foli undan henni er hins vegar á leið til Finnlands og er einnig undan Íkoni, tveggja vetra gamall í dag (mynd síðan 2009)
12.07.2010 18:31
Þeir skjóttu standa sig
29.06.2010 12:42
Tæplega 70% vindótt !
Sumir hafa haft þá skoðun á mér að ég sé upptekin af litum og það að hrossin séu af hornfirskum uppruna.... en það er nú samt engan vegin rétt. Ekkert nema tilviljun að ein að besta gamla ræktunarhryssan (Móna) er móvindótt og hefur margsnúinn skyldleika í Hornafjörðinn gaf yfirleitt góð hágeng hross, hvort sem þau voru vindótt eða ekki og það að hæst dæmda hryssan hér í Álfhólum, með 8,22 er móvindótt klárhryssa, dóttir hennar með 9,5 fyrir tölt, Móeiður Kjarksdóttir. Og eins og margir vita þá er móðurætt Kjarks að mestu úr Hornafirðinum líka.
Ég hef aldrei elt uppi einhvern graðhest og haldið undir hann af því að hann er svona eða svona á litinn, þá væri ég löngu búin að ná mér í leirljósa genið einhvers staðar. En sorrý, það er bara enginn leirljós eða moldóttur hestur í nágrenninu sem ég hef fallið fyrir.
Hvort að ég hefði notað Mánastein tveggja vetra eins og ég gerði ef hann hefði verið brúnn eða skal ég ekki fullyrða um..... jú sennilega, hann var lofthár og fallegur, hreyfði sig flott og var undan mömmu sinni.
En það er auðvitað tvöföld ánægja að fá svona sperrileg folöld í fallegum lit, eins og hann Frakk hérna sem er unda skjóttri hestakaupa guggu ;) Fregn SauðárkróksFálkadóttur. Þegar við tókum veturgömlu tryppin inn í vor þá var oftar en ekki, þessi látinn halda sýningu fyrir gesti og gangandi enda skreffallegur með eindæmum. En Frakkur sprangar ekki lengi um íslenska grundu því hann er seldur til Finnlands og ætlar að auka kyn sitt þar innan fárra ára ef allt fer fram sem horfir.
Eigandi þessa svarta hests taldi hann fallegasta folaldið fætt hjá honum það árið... hann pantaði með tvær hryssur í sumar en guggnaði vegna hestapestarinnar, vildi hafar hryssurnar í sjónmáli en ekki þvælast með þær landshorna á milli. Samkvæmt síðustu fréttum átti hann að fá að halda kúlunum eitthvað áfram.
En eigandi þessarar litfögru framfallegu snótar lét enga hestapest stoppa sig og mætti með móðurina aftur og tvær aðrar til.
Þessi fæddist kvöldið fyrir öskufallið 13 maí en það skaðaði hann ekkert þó hann yrði svartur af ösku í smá tíma. Undan Irsu Kýrholts-Hrannarsdóttur frá Kanastöðum.
Og hér er einn móvindóttur sem ætti að geta skyrpt úr hófum þegar fram líða stundir. Móðir er Rún frá Eystra-Fíflholti, ekki ættstór hryssa en hefur eignast eina ágæta hryssu undan Tígur gamla, föður Mánasteins, Ronju sem einnig er móvindótt.
Rúsínan í pylsuendanum þetta árið var svo önnur af tveim fæddum hryssum hér þetta árið (enn sem komið er) undan Ögrun. Alveg hrikalega sæt.
Þessi tryppi og folöld virðast hafa gott gang og hreyfingar upplag, hvort þau sem þau sýnast vera fimmgangs eða þróast meira í klárganginn. Öll sýna gott tölt í upphafi ævinnar.
Það skemmir ekki fyrir að hann er afar örlátur á vindótta grunnlitinn og það eru tæplega 70% af afkvæmunum allskonar vindótt.
Mánasteini hefur verið sleppt í hólf með hryssum og það eru nokkur pláss laus hjá honum og ekkert mál að bæta inná hann fram yfir miðjan Júlí. Verð er 45.000 með öllu.
Það er svo planið að taka góðan þjálfunarsprett á honum í september og október vegna þess hvernig síðasti vetur fór í vaskinn, þannig að ég býst við að taka hann úr merum um miðjan ágúst.
Miðað við svingið á honum í haganum virðist hann vera búinn að ná sér alveg í löppinni sem hann slasaðist á í fyrra þannig að ég er bara björt á þetta.
26.06.2010 18:05
COME TO MAMA!!
Markmannstaktar eins og á Heimsmeistaramótinu í Fótbolta!
Come to mama!!!
Sara var harðákveðin að fara ekki heim fyrr en það væri búið að kíkja undir taglið og tékka á kyninu.
Já okkur vantaði svo örugglega eina svona til viðbótar! Sara tók gleði sína á ný eftir að 11 hestfolöld höfðu fæðst í sumar á móti aðeins einni hryssu, þá kom þessi unga dama í heiminn í gærmorgun. Hún kom svo sannarlega sem kölluð.
Ekki missa hana SARA!... hún er nú ekki nema svona 20 kg.. eða hvað?
Já ekki hlægja þig máttlausa!
Eins og svo margir vita þá eru nýkastaðar hryssur frekar styggar en þá er einmitt sniðugt að reyna ná folöldunum frekar því þá fara þær nú ekki langt. Þyrnirós er upp á Austur mýri sem er mjög stórt hólf og frekar erfitt að ná hryssunum út í svo stóru hólfi. Þyrnirós tók á rás og hljóp af stað rétt fram hjá okkur og folaldið á eftir, Sara var snögg til, skaust á milli þeirra og hljóp það nánast í faðminn á henni:)
Albróðir þessarar hryssu fæddist í fyrra og vorum við það hrifnar af honum að Sara smellti Þyrnirós aftur undir Dimmi og sagðist ætla að fá hryssu á næsta ári!
Pirrandi fyrir athyglissjúku eins og mig að fá aldrei að vera með á myndunum því ég held alltaf á myndavélinni!
Við bætum nú úr því og fékk ég að vera með!
Jíhaa.. :)
Tignarleg er hún Þyrnirós alltaf. Hún er ákaflega falleg hryssa í stóði. Myndarskapurinn og upplitið leynir sér ekki. Vinkil hágeng og mikill skörungur.
Æi hvað maður er lítill... en fljúgandi gangur og fótaburður.. aðeins nokkra tíma gömul.
26.06.2010 02:03
Ný heimasíða Þrumufleygs
25.06.2010 01:09
Kaldar kveðjur
Myndasaga
Vúhú, Guggur í sjónmáli !!!
Jójójó.... mér lýst vel á þig mar! Flott á litinn beib
"Djöfull er ég flottur, tralla la la tralla la la, djöfull er ég flottur..... Vú...."
"Hún sagði hættu, farðu, þegiðu og hætt´að abbast uppá mig!" Áts, Djöfs bitsið
Í hvurslags ljónagryfju er eiginlega búið að henda mér í ??? Kræst!! Ég fíla mig ekkert flottann lengur
Hóhóhó....bíddu, bíddu ertu að grínast í mér.... ekki þú líka vinan
OK, ég verð að halda kúlinu, anda inn, anda út, anda inn..... ekki hlaupa í burt....dem, sú er geggjuð maður, vá!
Er ´etta eitthvað djók með lúkkið á þessum gellum, þær eru allar á svipinn eins og þær séu nýsloppnar út af "gúgú" heimili! Já og með snjóhvít augu, ég hef nú bara aldrei séð svona lagað fyrr!
En það er víst ekki um annað að velja en að taka dansinn með þessum guggum hvort sem mér líkar betur eða verr, vona bara að ég komist heill heim eftir að ballinu lýkur.
Myndatökumaður: Hrefna María Ómarsdóttir
Textahöfundur og stílisti: Sara Ástþórsdóttir
Staðsetning: Skúmstaðir
Fyrirsæta: Máttarbaugur 2 vetra undan Baug frá Víðinesi og Mónu frá Álfhólum
04.06.2010 23:30
Þrumufleygur frá Álfhólum
Það er ekki um auðugan garð að gresja í sýningarhaldi með hross hér frá Álfhólum þetta vorið. Öll hrossin hjá mér veiktust undir vorið eins og áður sagði, en hjá Jonna í Ármóti var hinn 4 vetra Þrumufleygur Þyrnirósar og Þóroddson í þjálfun í vetur. Það var riðið á tæpasta vað með að fara með hann í dóm en strax eftir sýninguna veiktist hann, fékk hita og komst þ.a.l ekki á yfirlitið. Þrumufleygur fékk meðhöndlun strax hjá dýralækni, hitinn hvarf strax og hann virðist vera nokkuð frískur og ekkert kvefaður.
Mynd Kolla GR
Þó var enginn beygur í honum fyrir brautinni á þriðjudeginum enda fjörviljugur og krafmtikill foli, sem lítið bítur á. Sýningin gekk þokkalega nema skeiðið gekk ekki alveg upp og þótti Jonna það afar súrt að komast ekki á yfirlitið til að laga skeiðeinkuninna sem var bara uppá 6. Brautin í forsýningunni í Hafnarfirði var rosalega hörð og getur það breytt ýmsu með svona ung hross á skeiði sem var raunin hjá Þrumaranum, eins og við köllum hann.
Mynd Kolla Gr
Fyrir tölt, brokk, vilja og fegurð í reið fékk hann 8,5 og hæfileikaeinkunn var uppá 7.95 Okkur fannst hann heldur hart dæmdur fyrir byggingu, 7.76 en það getur auðveldlega lagast með auknum þroska á næsta ári. Aðaleinkunn 7.87. Meiri upplýsingar um hann HÉR.
John Kristinn er búinn að vera mjög ánægður með klárinn í allan vetur. Frá fyrsta mánuði í tamningu hefur hann verið hrifinn af hestinum segir hann fljótan til, hreingengan og viljugan. Hreinlega hefur ekki verið hægt að ná klárnum af honum, svo sem engin ástæða til. John hefur tamið hestinn lista vel og segir hann folann vera besta tryppi sem hann hefur tamið og þjálfað.
Sjá fleirri myndir af Þrumufleyg HÉR
Mynd Óðinn Örn
01.06.2010 15:44
Attention English readers
More news in English on the right side of the page or click here.
27.05.2010 23:44
Horfum lengra
Mynd: Ransý Ásgarði
Hún skemmti sér vel í vorinu hún Dimmuborg litla þegar ég setti hana á grænan blett um daginn. "Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó" er lag sem manni dettur í hug þegar maður horfir á hana. Stundum fæ ég spurninguna "Ætlarðu ekki að fella hana?" En ég spyr bara á móti " Sýnist þér eitthvað á henni að hana langi til að fara?" Það er nú ekki hægt annað en að dáðst að æðruleysi og lífsgleði hjá þessu tryppi þrátt fyrir mikla fötlun. Ég heyrði af tveim hryssum í folaldseign sem eins er komið fyrir og henni (farnar úr mjaðmalið) en það gefur mér von um að ég geti líka fengið folald frá henni. Hún er bara alger "heartbraker" þessi meri og ef Bragi hefði verið á Suðurlandi þá hefði ég örugglega farið með Dimmu aftur undir hann til að fá annað eintak!
En ég get ekki sagt að mér sé jafn skemmt yfir þessu vori og er farin að fá tilfinningu atvinnuleysingja, skil ekki alveg hvaða tilgang það hefur að rífa sig upp á morgnana, þar sem allar útreiðar hafa legið niðri að nær öllu leyti frá 25. apríl vegna hinnar dularfullu hestapestar sem ekki sér fyrir endann á. Ekkert hross hefur þó orðið alvarlega veikt fyrir utan sum sem hafa fengið þrálátan hósta og eitt tryppi sem gekk úti og var komið með töluvert í lungun. Þess vegna finnst mér það barnalegt að halda því fram að veikin lendi eitthvað vægar á þeim hrossum sem eru úti og það eigi bara að henda öllu út og þá verði allt gott. Málið er ekki svo einfalt og útigangurinn er búin að vera frísandi með hor í nös í rúman mánuð líka, auk einstaka hósts, maður tekur auðvitað minna eftir því í útigangnum af augljósum ástæðum. Ég sé heldur ekki að hrossin sem ég er búin að henda út úr hesthúsinu fyrir nokkru síðan séu neitt betri en graðhestarnir sem eru ennþá inni.
Þetta er verulega óþægilegt því byrjunareinkennin eru óljós og enn verra er að sjá út hvenær er hægt að byrja þjálfunina aftur. Ég er búin að vera að læðast á bak hrossum, en hætt aftur svona síðustu eina og hálfa vikuna af því að mér finnst þau ekki vera sjálfum sér lík. Sum hross fá svo aftur hósta þremur vikum eftir að síðasta hóstakasti lauk, sem rennir stoðum undir kenningu um það að hér sé á ferðinni vírus sem geti tekið hrossin okkar um hálft ár að mynda fullt ónæmi gegn, eins og ég heyrði haft eftir erlendum sérfræðingi. En það eru margar sögusagnir í gangi um þessa pest og stundum veit maður ekki hverju maður á að trúa en reynir að meta hlutina út frá eigin reynslu.
Þetta er verulega óþægilegt að vera undir þessari pressu að finnast maður verða að þurfa að fara af stað, að maður sé að missa af öllu með að vera ekki að þjálfa hrossin, því jú í hesthúsinu er búin að vera töluvert góður efniviður í vetur og stefnt með nokkur í kynbótadóm auk úrtöku í gæðingakeppni og tölti. Ég veit að það eru margir í þessari stöðu og jafnvel í verri. Eigendur hrossa leggja hart að knöpum að sýna hross sem búið er að leggja í kostnað með í allan vetur, hagsmunaaðilar stóðhesta sem eru á mörkunum að ná fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi þrýsta á að efnileg hross verði sýnd osfrv.....
Hagsmunir þeirra sem standa að Landsmóti eru miklir, ferðaþjónustubænda í Skagafirði og öðrum þjónustuaðilum og ekki á það bætandi eftir eldgos og aðrar hamfarir í efnahagslífinu að missa Landsmót líka. Þá eru ótaldir launalitlir tamningamenn og sýningarfólk.
En.....það er ekki bara hægt að horfa til skammtíma hagsmuna, það verður að horfa til langframa, eitthvað sem Íslendingar hefðu þurft að tileinka sér fyrir löngu síðan, þá sætum við ekki í þessari súpu sem við sitjum í nú.
Ég spyr, er það gott fyrir okkur út á við að halda hér Landsmót hvað sem tautar og raular? Hverslags fordæmi erum við að gefa og höggstað fyrir aðrar þjóðir sem rækta íslenska hestinn á okkur. Við erum með veirusýkingu í hrossunum sem veldur nefrennsli, slappleika og hósta. Það að leggja að hrossunum í þannig ástandi eykur hættu á bakteríuskýkingu og háum hita. Viljum við að útlendingar sneiði framhjá okkur í hestaverslun af því að við erum svo gráðug að við látum hagsmuni hestsins víkja fyrir okkar?
Ég er búin að vera í sambandi við marga aðra tamningamenn sem óska þess helst að LM verði blásið af til að losa þá undan pressunni. Leyfa hestunum að njóta vafans og jafna sig í friði. Útlendingar halda áfram að leita eftir hrossum á Íslandi þó að þeir komist ekki á Landsmót þetta árið og við viljum geta afhent frá okkur heilbrigða vöru ekki brjóstveika hesta sem fengu ekki að njóta vafans!
Það má heldur ekki gleyma að margt af þeim hrossum sem þegar eru búin að ná lágmörkum á LM eru veik á þessum tímapunkti og litlar líkur á að þau verði jafngóð eftir mánuð.
Að lokum skulum við horfa á málið út frá okkur... erum við líkleg til afreka í 400 metra grindarhlaupi á Íslandsmóti / Ólympíuleikum ef við lægjum í mánuð í bælinu með flensu rétt fyrir mót og hefðum bara viku til mánuð til að jafna okkur og koma okkur í sama formið? Ég held að það þurfi nú ekki neinn íþróttafræðing til að segja okkur að svarið er einfaldlega.. NEI!
06.05.2010 11:46
Miðsumarssýning kynbótahrossa
Það hafa stundum verið vangaveltur hjá mér og nokkrum öðrum knöpum síðustu misseri, um hvers vegna séu ekki í boði miðsumarssýningar á kynbótahrossum. Það líða allavega 2 mánuðir frá síðustu vorsýningu hér fyrir sunnan fram að síðsumarssýningu og satt að segja skil ég ekki af hverju það er ekki sett ein sýning mitt á milli, t.d um miðjan júlí. Einhver nefndi við mig sumarfrí ráðunauta, en ég spyr þá, er ekki hægt að hliðra til sumarfríum, þurfa allir ráðunautar að vera í fríi á sama tíma?
Stundum vantar bara herslumuninn á að hross toppi sig og þá væri gott að geta stefnt með hrossið á sýningu miðsumars en stundum er einfaldlega of langt að bíða eftir síðsumarssýningunni og sum hross hreinlega orðin haustuð á þeim tíma, hrossin farin að loðna og sumarsjarmurinn farinn af þeim.
Ástæðan fyrir að ég viðra þessa skoðun mína fyrst núna er að það blæs ekki byrlega fyrir hestmönnum, ræktendum og þjálfurum núna. Þessi hestapest sem fyrst átti að vera svo væg að hún átti að ganga yfir á nokkrum dögum, verður svæsnari og svæsnari sem lengra frá líður, eftir því sem menn segja. Og svo er nú komið að allt mótahald er í uppnámi næstu vikurnar, kynbótasýningar og úrtökur. Það er næsta öruggt að ekki nærri því öll hross verða komin í sitt besta form þegar kynbótasýningar bresta á og örugglega einhverjir sem velja það að sitja heima með gæðinginn sinn í stað þess að freista þess að sýna hann undir getu og leggja heilbrigði hans að veði. En það eru miklir hagsmunir í húfi, búið að kosta uppá þjálfun allan veturinn með sýningu í huga.
Þess vegna finnst mér lag núna að brydda uppá þessu, að setja kynbótasýningu á um mitt sumar svo að veturinn sé ekki unnin fyrir gíg og menn hafi þá enn tíma til að halda hryssum sem eiga að fara í folaldseign um leið og viðunandi dómur fæst á þær, einnig nýtt stóðhesta sem koma vel út, á seinna gangmáli. Og ég er að tala um fyrirkomulag til frambúðar því ég er viss um að margir sýnendur koma til með að vilja sýna hross um mitt sumar, því hvenær eru hrossin best og líklegust til að ná toppi sinnar getu?
Það sem þarf er smá samstaða og pressa frá þjálfurum og ræktendum, því ráðunautarnir eru jú í vinnu fyrir okkur!
27.04.2010 11:00
Í skugga eldgoss
Það er ekki hægt að segja að það sé tíðindalaust hjá okkur á Íslandi þessa dagana, sér í lagi okkur sem búum við rætur Eyjafjallajökuls.
Þeir máttu þakka fyrir það túristarnir sem voru að skoða litla sæta túristagosið á Fimmvörðuhálsinum að vera flestir komnir til byggða þegar Eyjafjallajökullinn sprengdi sig upp um toppinn í alvöru hamfara gosi með flóði og ægilegu öskufalli.
Rýmingaráætlun var virkjuð og við vorum rekin þrisvar sinnum að heiman tvo fyrstu dagana. Ég verð nú samt að segja það að mér fannst það heldur mikill óþarfi að þurfa að flýja þótt það gysi undir snjóskaflinum í Eyjafjallajökli eins og ég kallaði það. Það væri hins vegar önnur saga ef stóra systir, Katla myndi fara að ræskja sig, þá skildi maður forða sér þó svo að hún hafi ekki sett hlaup í Markarfljót á síðustu 1500 árum og er vonandi búin að finna sér farveg austur um Mýrdalssand.
.
Fyrstu dagana sáum við ekki neitt vegna skýahulu, en á föstudaginn tveim dögum eftir að gosið hófst, sáum við herlegheitin í fyrsta sinn. Og það voru blendnar tilfinningar sem bærðust með manni og ímynd vinalega jökulsins hafði heldur betur breyst á einni nóttu.
Á laugardaginn var ægilegur kraftur í gosinu á tímabili og gríðarlegur sótsvartur strókur. Afar myndrænt og stórfenglegt að horfa á fyrir þá sem voru það heppnir að standa fyrir utan, en helvíti á jörð fyrir fólkið og skepnurnar undir Eyjafjöllum að upplifa.
Það var ekki unnið neitt sérstaklega mikið fyrstu dagana sem gosið var. Maður var stanslaust inná fréttamiðlum og á veður.is að skoða veðurspána og hvort það væri nokkur hætta að fá þetta yfir sig.
"Það er að kvikna í "
Til allrar hamingju var mesta pústið farið úr gosinu þegar áttin breyttist og kom yfir okkur, en það er varla hægt að kalla það öskufall (smá öskufjúk) sem kom yfir okkur á föstudag og laugardag. Sagan segir að eldgos á þessum stað geti varað lengi og því er manni ekki alveg rótt undir því. Þótt við höfum verið heppin hingað til, þá veit maður ekkert hvernig sumarið verður.
Stóðhrossin hafa það svo sem ágætt með hey og ferkst vatn en þau eru ekki sérlega ánægð með að vera lokuð frá nýgræðingnum sem er að skjóta upp kollinum.
Það getur orðið meiriháttar vandamál hjá bændum sem rækta "ullarpöddur" ef ekki verður hægt að setja þær á gras í vor. Þessar voru snemma í því hjá okkur og báru í lok mars eða byrjun apríl. Og frjósemin með ágætum en sú flekkótta er aðeins tvævetur og er þriggja barna móðir og stendur sig með prýði. Lambakóngurinn er ekki með á myndinni en hann fæddist þegar gaus á fimmvörðuhálsi, 21 apríl og er orðinn alveg gríðarstór.
Annars er hefðbundinn sauðburður að hefjast á fullu nú í þessum skrifuðu orðum.
Dimmir frá Álfhólum
Þjálfun hefur gengið ágætlega, en þessi vetur verður samt svoldið skrítinn í minningunnni. Mótum hefur verið aflýst og ég hef ekki viljað fara með nein hross á reiðhallarsýningar vegna ótta við að fá kvefpestina. En grunur leikur hins vegar á að hún sé í fullum gangi hjá mér án þess að ég hafi haft hugmynd um það en það var tekið test á nokkrum hrossum hjá mér í gær sem þau svöruðu. Ekkert þeirra er samt veikt og hvorki heyrist hósti né stuna í húsinu og hafa öll verið í notkun, humm.....Það er bara óskandi að þetta sé réttur grunur og þau séu að sleppa svona létt í gegnum þetta.
05.04.2010 09:00
Allra sterkustu og Móðir Náttúra
Mynd Dalli
Um helgina fór fram Ístöltsmótið Allra Sterkustu í Laugardalnum og þangað höfðum við Díva boðsmiða eftir sigurinn á Svellköldum um daginn. Forkeppnin gekk ekki alveg hnökralaus fyrir sig og einkunnin 7.50 rétt dugði okkur inn í B-úrslit.
Mynd Dalli
Og það var hart barist fram á síðasta metra og ég var mun ánægðari með Dívu í úrslitum en í forkeppninni, en það dugði samt ekki til og níunda sætið kom í okkar hlut.
Daníel Jónsson og Fontur frá Feti unnu B-úrslit en á eftir komu:
6.-8. Barbara Wenzl og Dalur frá Háleggsstöðum 7,83
6.-8. Snorri Dal og Helgi frá Stafholti 7,83
6.-8. Birna Káradóttir og Blæja frá Háholti 7,83
9. Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum 7,78
10. Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum 7,67
11. Jakob Sigurðsson og Alur frá Lundum 7,61
Og aftur var það Nátthrafn, Kjarksonurinn glæsilegi og Dóri sem sigruðu með nokkrum yfirburðum.
1. Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi 9,22
2. Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti 8,83
3. Lena Zielenski og Gola frá Þjórsárbakka 8,78
4. Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Ösp frá Enni 8,39
5. Daníel Jónsson og Fontur frá Feti 8,06
Það er nú dáldið athyglisvert hvað hann Kjarkur litli frá Egilsstaðarbæ er búinn að skila mörgum ofurtölturum þrátt fyrir að hafa aldrei hlotið nafnbótina "Tískuhestur" og verið frekar umdeildur. Ég var nú alltaf á leiðinni að nota hann meira en einhvern veginn varð aldrei af því og svo var hann bara allt í einu kominn úr landi!
Þann 20 Mars var svo Barkarmótið, árlegt töltmót í Víðidal. Ég dubbaði fimmgangshestinn Mátt frá Leirubakka upp fyrir töltkeppnina og við enduðum í fjórða sæti með yfir 7 í einkunn í einkunn í úrslitum.
Ég var varla komin inn úr dyrunum heima eftir mótið, þegar síminn hringir og ég fæ boð frá Neyðarlínunni um að gos sé hafið í Eyjafjallajökli og allir eigi að hypja sig að heiman. Og þar sem ég var ennþá með kerruna aftan í, þá fyllti ég hana af úrlvalshryssum og brenndi af stað til forða mér og mínum undan flóði sem aldrei kom og hefði væntanlega aldrei orðið neitt hamfaraflóð þrátt fyrir að þessar varúðarráðstafanir yrðu gerðar. Gömlu mennirnir á næsta bæ, höfðu vitið fyrir fræðingunum og voru ekki par hrifnir af þessari dómadagsvitleysu, að vera reka þá á fætur um miðja nótt fyrir eitthvað lítið saklaust eldgos.
En ljósmyndarar geta hoppað hæð sína í loft upp fyrir frábæru myndefni næstu vikurnar vonandi. Ég stal þessum tveim síðustu myndum frá einhverjum á Feisbúkk, og vona að ég sé ekki að brjóta nein höfundaréttarlög með því að setja þær hér.
Ætli Fimmvörðuháls sé ekki í ca 40 km fjarlægð héðan í beinni loftlínu, en þrátt fyrir nálægðina sjáum við bara lítinn bjarma á kvöldin þar sem jökullinn byrgir sýn. (Gömul mynd)
Það er svoldið sérstakt hvað við erum varnarlaus gagnvart Móður Náttúru þrátt fyrir að við teljum okkur vera tæknivædd og tilbúin að segja fyrir um alla mögulega hluti. Ég hef dregið þá ályktun að ef það hefði gosið undir jökli og það hefði komið flóð, þá hefði maður verið betur staddur heima uppá háum hól heldur en að flækjast eitthvað á milli staða. Staðreyndin er sú að það var allavega búið að gjósa í hálftíma áður en rýmingaráætlun fór af stað og fræðingarnir trúðu ekki bændalýðnum sem hringdi og tilkynnti um gosið, af því að það sæist bara ekkert gos á mælunum sem þeir höfðu fyrir framan sig!
20.03.2010 20:42
News in English
Just click on the English flag in the banner on the right site of this webpage. You can also click here.
15.03.2010 10:43
Stórir og smáir sigrar
Sveitakjellingin brá sér af bæ um helgina og skellti sér í borg óttans og tók tvær af uppáhalds stelpunum sínum með sér, þær Dívu og Gjósku til að etja kappi við aðrar hestakonur á Svellköldum konum 2010. Það er ekki hægt að segja annað en að sú bæjarferð hafi endað vel og báðar hryssurnar í úrslit, Gjóska í B-úrslit og fyrsta sætið í höfn hjá okkur Dívu eftir hörkubaráttu við frábæra hesta og stelpur. Og eins og sjá má á þessari mynd þá eru þarna engir smá keppinautar!!
Innimótin hafa ekki verið sterkasta vígið hennar Dívu hingað til, og því afar ánægjulegt að hafa náð svona góðum árangri þar á fyrsta mótinu hennar í vetur og það er ekki annað hægt en að vera stoltur af þeirri einkunn sem hún hlaut í úrslitum, 8.22.
Ég var aðeins með hnút í maganum fyrir þessa keppni, reiðhöllin hjá mér búin að vera undirlögð í byggingarframkvæmdum að hluta síðasta mánuðin þannig að ég var lítið sem ekkert búin að stilla hana af inni fyrir þetta mót, auk þess sem þjáfunin gekk brösuglega vegna meiðsla á afturfæti framanaf vetri. En það var ástæðulaus hnútur og Díva er svo einstök að því leyti að það er eins og henni finnist alveg hrikalega gaman að keppa, taktviss og kjörkuð og er gráðug í að týna keppinautana sína upp ;) Og hún þarf að hafa hraðar fætur við að leggja sem flesta keppinauta af velli því hennar bíða víst önnur verkefni eftir næsta sumar.
Svo var það hún Gjóska mín sem ég hef mikinn metnað fyrir en þessar myndir eru síðan í byrjun febrúar. Hún er undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Gásku frá Álfhólum, hálfsystir Hruna frá Breiðumörk.
Hún er að stíga sín fyrstu keppnisspor, stóð sig vel á fyrsta mótinu sínu Ísmóti Suðurlands sem var haldið í Þykkvabænum fyrir tveim vikum á frosnum sandi. Þar var hún fjórða í B-flokk með 8.50 og þriðja í tölti með eitthvað yfir 7.
Ég var á henni í fyrsta holli í Svellköldum og var bara alveg rosalega ánægð með hana. Hún er svona orkumikill gaur en hefur alveg taugarnar til að taka slaginn. Þrír af dómurunum voru bara mjög kátir með hana og gáfu henni um 7 í einkunn. Tveir dómarar sáu eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað var (of hratt hæga tölt???) og sturtuðu henni niður en engu að síður dugði hennar einkunn inní B-úrslit, 6.57 held ég að hún hafi verið. En þar sem ekki er hægt að vera með tvo hesta í úrslitum þá fékk hún bara að fara upp í Víðidal og fá sér kvöldmat meðan við Díva tókum A-úrslitin.
Það væri freistandi að halda þessari hryssu eitt ár í enn frá folaldseignum því nú er fyrst að verða gaman. Ég held að hún sé með sömu einkunn og Díva var með í fyrra á Svellköldum, er ári á eftir sem er kannski ekkert skrítið því hún slasaðist á fjórða vetur og missti af lestinni.
En það voru fleiri Áfhólakellur sem mættu á svæðið og létu til sín taka. Hrefna María mætti með hana Vöku sína Rökkvadóttur frá Margretarhofi og varð í 10 sæti í opnum flokki en þess má geta að þær unnu fyrstu vetrarleikana í Fák fyrir nokkru síðan.
Mynd Dalli
Og mamma hennar mætti gallvösk á honum Konna sínum, Íkoni frá Hákoti og endaði í sjöunda sæti í meira vönum. Þau eru nú yfirleitt í úrslitum á öllum mótum sem haldin eru í Víðidalnum og oftar en ekki í fyrsta sæti, þessi tvö.
Já, það hefur verið dagskrá allar þrjár síðustu helgar hjá mér. Dimmi tók ég líka með á Ístölt Suðurlands og þar enduðum við í fjórða sæti í A-flokk með einkunina 8.48.
Um þarsíðustu helgi þreytti ég svo frumraun mína í sýnikennslu þegar ég tók þátt í Hestanálgun í Rangárhöllinnni. Mér til aðstoðar var hann Dimmir og talaði ég um það hversu mikilvægar ábendingar úr hnakk og með fótum væru og hvað við kæmumst langt með því að stjórna þó að engir væru taumar. Fyrir áhugasama er video á hest.is Þá talaði ég einnig um gangsetingu á klárgengum hrossum og var með Sóllilju sem verkefni í því.
Það voru nokkrir knapar og reiðkennarar sem komu að þessari sýningu og hún var mjög vel sótt. Hún endaði á skemmtilegum fyrirlestri með Rúnu Einarssdóttur og svo vann hún með þremur knöpum inn í höll á eftir. Hugmyndin hjá staðarhöldurum er að gera þetta að árvissum viðburði.
Og smá af framkvæmdum.... Þær hafa að mestu legið niðri frá því í byrjun árs 2008 en í byrjun febrúar var ráðist í að loka á milli reiðskemmu og hesthúss auk þess að kaffistofan góða er loksins að komast í gagnið.
Gott útsýni bæði yfir skemmu og hesthús, hefði helst viljað hafa allt úr gleri, en þá hefði ég þruft að vinna í víkingalottó!!! Samkvæmt teikningum verður allt gler að vera eldvarnargler og það er sko ekki gefins!
Búið að einangra og bara eftir að mála. 20 fermetra langþráð kaffistofa að verða til.
Þegar mikið er að gera, verður eitthvað undan að láta og í þessu tilfelli hefur uppfærsla heimasíðunnar setið á hakanum og ég ætla ekki að lofa neinu um bót og betrun í þeim efnum en geri mitt besta :)
16.02.2010 01:23
Sólarmegin.......
Sem betur fer er bloggletin bara tilkomin af góðu, það er bara svo gaman í vinnunni þessa dagana, fullt af skemmtilegum verkefnum sem eru tilbúin að eyða orkunni manns og gefa mikið til baka að sjálfsögðu.
Solandus er hestur sem aldrei hefur sést í reið á þessari síðu, hörku brokkari og fjórgangsefni sem er komin ágætlega í töltið líka. Það er hálfgerð skömm að segja frá því að þetta er fyrsti veturinn sem ég sinni þessum hesti eitthvað. Hann var svo óheppinn að vera á fjórða vetur þegar ég var að byggja hesthúsið, var tekinn í tvær vikur um vorið, en var inni eitthvað lengur og reytti bókstaflega af sér allt faxið áður en ég vissi af!!! Og var eins og reitt hæna í allann fyrravetur og ég hafði bara ekki nokkurn einasta áhuga á því að fara á bak honum, því hvorki ætlaði ég að sýna hann og né var hann söluvara svona útlítandi. Stelpurnar sem voru hjá mér voru eitthvað að trimma hann en hann varð ekki almenninlega gangsettur fyrr en í vetur og þá á sjötta vetur... náttúrulega engin framistaða hjá manni, en vonandi verður hann orðinn sýningarhæfur í vor, er ekki betra seint en aldrei??
Því meira sem maður kynnist honum, því betur líkar manni við hann og geðslagið er alger draumur, liggur við að maður taki hann inn með sér á kvöldin og planti honum í sófann og kúri með honum fyrir framan sjónvarpið! En svona áður en að þið haldið að ég hafi tapað geðheislunnni er best að halda áfram ....;)
Sóllilja alsystir hans er á fimmta vetur og er alltaf uppáhald allra í hesthúsinu, frábær karakter og alltaf í góðu skapi. Hún var lítið gangsett þangað til í vetur en þetta er allt að koma hjá henni og tekur töltið skemmtilega og hangir lengi uppi í skrefinu. Svona áður en lengra er haldið þá eru þessi hross undan Sóldögg og Berki Þorrasyni frá Litlu-Reykjum. Ég hef verið óheppin með afkvæmin hennar, skjóttur Þristsonur sem hún átti, bókstaflega hvarf af yfirborði jarðar eitt vorið, og önnur gullfalleg Reginsdóttir slasaðist illa og þurfti að fella. Og ofan á allt hefur hún haldið illa eða misst, síðast missti hún fyl við Dug frá Þúfu. Því var ég afar körg í taumi þegar verknámsdómararnir reyndu ítrekað að véla Sóllilju af mér í fyrra þegar Verena var með hana í verknámi. Hún er eina hryssan sem ég á undan Sóldögg fyrir utan Glymsdótturina sem hún átti í sumar. Sóldögg var skemmtileg hryssa sjálf og við vorum nokkrum sinnum í úrslitum í B-flokk hérna á Hellu, oftast með einkunn í kringum 8.40.
Dívan er að komast í þokkalegt form eftir brösótta byrjun í vetur. Hún var fyrsta mánuðinn og rúmlega það, eitthvað skrítin á afturfæti, ekki hölt en bólgin framan á kjúku og ég vildi fara mér hægt í staðinn fyrir að lenda í krónískum vandræðum seinna á þjálfunarferlinum.
Það er mikil framkvæmdargleði þessa dagana, Valdi frændi (Hrefnu bróðir) smíðaði fyrir mig forláta hnakkastatíf og hristi fram gerði fyrir mig úr annari erminni. Ekki mikið mál fyrir strákinn enda hámenntaður verkfræðingur og er núna að mennta sig enn meira í Kóngsins Köpen!
Og loksins sér fyrir endan á hesthúsframkvæmdum, hrossin mín eru búin að búa í ósamþykktu húsi til þessa. Baldur ofursmiður er á fullu við að loka á milli hesthúss og reiðskemmu og í leiðinni að klára hina langþráðu kaffistofu.
Ég er búin að vera vel mönnuð í hesthúsinu þessa dagana. Elísabet frá Steinsholti verður hjá mér í vetur, og svo er komin verknemi frá hestaskóla í Svíþjóð, hún Jenny sem verður í mánuð. Íris Fríða úr Mosó lífgaði uppá samfélagið hérna nokkra daga, og kom með "hrekkjabykkjuna sína" með sér eins og hún kallar hana, Íris er alltaf "heppin" í hestakaupum að eigin sögn. En Íris er að flytjast til Spánar á næstu dögum og því var þetta stutt stopp hjá henni hér. Og Sara Rut kom og dvaldi hérna í eina viku í lok Janúar og dugleg að tækla tryppin að vanda.
Mynd Íris Friða
Við Viggó brugðum á leik einn daginn og reyndum að temja eina veturgamla í mýrinni af fúsum og ófrjálsum við lítinn fögnuð hennar. En koma tímar og koma ráð og sú bleikálótta temst örugglega fjótt og vel við réttar aðstæður ;)
25.01.2010 15:48
Val á Landsmótsstað
Ég get vart orða bundist yfir þeirri ákvörðun að leitast við að halda Landsmót í Reykjavík 2012. Persónulega finnst mér nóg að hafa tvo landsmótsstaði á landinu, á Gaddstaðaflötum og á Vindheimamelum, byggja þessa staði betur og betur upp heldur en að hringla með þau á milli staða.
Landsmótið 2008 var illa skipulagt að mörgu leyti og ég skil afar vel óánægju fólks yfir því. Að hafa keppnishrossin í hólfum á opnu tjaldsvæði, veit ekki hverjum datt þetta eiginlega í hug. Ég hefði verið brjáluð að hafa eitthvað lið undir áhrifum allskyns efna í kringum sparihestana mína.
En þó að skipulag á mótinu 2008 hafi ekki verið í lagi, hvernig voru mótin á undan því?? Ég man ekki eftir öðru en að LM 2004 hafi bara verið afar vel heppnað og skemmtilegt mót. Reyndar eru umferðarmálin á sunnudeginum alltaf vandamál og það reyndi verulega á þolrifin að bíða í bílnum í tvo tíma áður en maður komst út á þjóðveginn á síðasta landsmóti. Ég hugsa hinsvegar að það sé sama hvar landsmótið verði haldið á suðurlandinu, umferðamálin á sunnudeginum verða alltaf erfið, líka í Reykjavík, Landsmótið er jú FYRSTU HELGINA Í JÚLÍ mestu ferðahelgi ársins ásamt verslunarmannahelginni. Og til að losna við þessa miklu umferð, verðum við þá ekki bara að færa Landsmótið fram um eina helgi??? Og losna þá við skrílinn sem kemur bara á LM til að detta í það, því það hefur ekki efni á því svona rétt fyrir mánaðarmótin!
Og hver eru svo helstu rökin fyrir því að færa LM til Reykjavíkur, jú það er svo frábær aðstaða þar fyrir hesta og menn.
Tökum fyrir hestana... Ég veit ekki betur en að allir hestar séu komnir meir og minna á græn grös þegar komið er fram í lok júní. Aðstaðan sem ég sé á höfuðborgarsvæðinu samanstendur af hesthúsi og litlum gerðum fullum af grjóti en mér finnst það ekki vera sæmandi keppnishrossum um hábjargræðistímann. Ég myndi vilja hafa túnblett til að geta hleypt út á, kannski að maður gæti girt af UMFERÐAREYJU einhversstaðar. Í þrjátíu km radíus frá Gaddstaðaflötum eru óteljandi tamnngarstöðvar og hrossabú sem hægt er að semja við um geymslu á hrossum og með réttu skipulagi er hægt að hafa fín keppnishestahólf á Gaddstaðaflötum fyrir slatta af hrossum, þannig að fullyrðingin um að aðstaðan fyrir hross sé betri á höfuðborgarsvæðinu er röng að mínu mati.
Og svo fólkið.... Það er ekki hægt að bjóða útlendingum að vera í tjöldum innan um þetta æpandi pakk sem sækir landsmót, þeir vilja vera á fínum Hótelum! Á suðurlandi eru líka óteljandi gistimöguleikar frá Hveragerði að Eyjafjöllum og ég get ekki séð að það sé stórt vandamál þar á ferð. Tjaldbúðastemningin líka fyrir marga ómissandi á Landsmótum og ég get ekki séð hvar á að koma henni fyrir á Landsmóti Í Reykjavík, kannski á einhverri ANNARI UMFERÐAREYJU??
Aðstaðan fyrir áhorfendur á Gaddstaðaflötum er sú besta á landinu, hvar annarstaðar geturðu rölt nokkra metra og verið með puttann á púlsinum um hvað er að gerast bæði á kynbótavellinum og keppnisvellinum?? Ekki í Víðidal, ekki á Vindheimamelum eða Melgerðismelum! Og mér hefur verið tjáð að það eigi að bæta enn um betur varðandi áhorfendabrekkuna á Gaddstaðaflötum ef mótið verður aftur þar. Til að koma öllum áhorfendaskaranum fyrir í Reykjavík hlýtur að þurfa að gera miklar breytingar, því ef ég man rétt þá var afar þröngt á þingi þar árið 2000.
Hvort að ég sé hlutdræg, já ég er það örugglega en ég þekki samt fullt af fólki héðan og þaðan af landinu sem er sammála mér og vill að þarnæsta Landsmót verði haldið á Gaddstaðaflötum með hæfu og reyndu fólki í skipulagningu sem er ekki alltaf að finna upp hjólið!
14.01.2010 00:00
Smá ræktunarpælingar
Alltaf er maður að velta fyrir sér ræktuninni og reyna að læra eitthvað af þeim hrossum sem maður er með undir höndum, hvað passar og hver sé lykillinn að því að hrossin passi saman, og hvernig hross maður eigi ekki að para saman. Þó svo að blubbið sé örugglega fínt til hliðsjónar fyrir suma, þá get ég ekki sagt að ég fari mikið eftir því. Ég get verið óskaplega "pikkí" þegar ég er að halda hryssunum mínum, þó svo góðir graðhestar séu í hverju horni þá get ég alltaf fundið þeim öllum eitthvað til foráttu ;)
Mæður hestanna er eitthvað sem ég lít á áður en ég ákveð mig endanlega, eru þær búnar að gefa einhver önnur afkvæmi sem kveður að eða er allt ósýnt eða með slaka dóma nema þessi eini sem ég er að hugsa um að halda undir. Það hlýtur að vera meiri möguleiki á góðum genum í hesti sem á góð systkini heldur en þeim sem á það ekki.
Töluvert er ég haldin þeim annmarka að horfa meira á hæfileika heldur en byggingu, sést kannski best þegar litið er á tölur á hrossunum okkar, oftar en ekki er hæfileikaeinkunn töluvert hærri en byggingin. Ég hef lítið gaman að ríða á útlitinu og faxinu einu saman og vil finna mótorinn virka og hestinn bylgjast undir hnakknum, já og fótaburð takk fyrir!
Geðslag og vilji skipta höfuðmáli, því jú hugurinn ber þig hálfa leið. Þetta er sá þáttur sem erfiðast er að vita eitthvað um, hvernig var gripurinn sem þú ætlar að nota t.d í tamningu? Hrekkjóttur? Ofur viðkvæmur eða þar fram eftir götunum....
"Sjálfrennireið" var notað yfir hlutinn bíl áður en naforðið bíll eða bifreið varð til. Ég nota þetta orð stundum um hesta sem ég get riðið um án mikils handafls, og það er líka eitt af mikilvægustu ræktunarmarkmiðunum mínum, að hrossið sé sjálfberandi. Maður vill að afkastahrossin séu líka reiðhestar, en ekkert er leiðinlegra en að ríða á hesti sem hangir stanslaust á taumunum Ég get alveg fengið mér lóð og æft heima í stofu þegar mig langar til, ef mig langar í sterkari upphandleggsvöðva!!
Það væri auðvitað frábært ef maður kæmist í að prófa alla hesta sem maður hefur hug á að nota því það getur gefið manni réttari tilfinningu á það hver passar undir hvern, en það er afar langsótt mál og því verður maður að fylgjast vel með hvað er í gangi á brautinni þegar sýning er í gangi, því tölurnar á blaðinu.... þær segja nú ekki alla söguna.
Folaldið sem skreytir þessa færslu er undan Dimmir og Þyrnirós. Þessi tvö hross hef ég tamið og þjálfað frá byrjun og gjörþekkti bæði tvö og fannst bara Dimmir vera akkúrat hesturinn á hana. Ætla svo sem ekkert að uppljóstra hvaða ræktunarformúlu ég hafði til hliðsjónar og framtíðin verður að leiða það svo í ljós hvort ég hafi haft rétt fyrir mér, en ég kom allavega sigri hrósandi heim í hesthús eftir að hafa hann augum litið í fyrsta sinn og titlaði sjálfa mig sem ræktunarmann ársins fyrir afrekið. Svipurinn á Hrefnu frænku sem var þar heima fyrir var heldur vantrúarlegur en samt var það hún sem skríkti hæðst þegar stóðið var rekið heim nokkrum dögum síðar og var með myndavélina á lofti.
En folöld eru jú bara folöld en gefa þó alltaf einhverja vísbendingu um það sem vænta má, og þessi sýndi stökkferð á tölti og skeiði með miklum fótaburði og mýkt fyrstu vikurnar, og geðslagið virkaði mjög indælt þegar hann var örmerktur fyrr í haust þannig það má allavega láta sig dreyma um flotta "Sjálfrennireið" ;)
05.01.2010 23:32
Á nýju ári
Það er ekki hægt að hafa Gleðileg jól fram að páskum þó að óneitanlega hafi maður haft það fínt um jólin, og já og Gleðilegt nýtt ár, "by the way" :)
Veit ekki hvar ég á að byrja en fannst það við hæfi að birta mynd af litlum brandblesóttum Pjakksyni sem komin er í fóstur til mín. Átti að vera tímabundið því Verena var búin að frátaka hann, en svo kom í ljós að það er ekki víst hvort hún hafi aðstöðu til að vera með hann því hún verður ekki hjá mér í vetur. En mér er eiginlega alveg sama þó hann verði hér Ótímabundið, því mig langar bara alveg að eiga hann sjálf. Ekki það að það sé ekki nóg af hundum í kringum mann, hann er bara svo "ógó" mikið krútt ;)
Eins og t.d hann Viggó varðhundur sem tekur sér alltaf stöðu í óbyggðri kaffistofunni (sem á vonandi að fara að klára í vetur) og tekur hressilega á móti gestum svo að mörgum er um og ó. Það er samt alveg nauðsynlegt að eiga góðan varðhund á þessum síðustu og verstu, allavega er Hrefna María alveg klár á því að það hefði ekki verið brotist inn hjá þeim í fyrra ef Rexi hennar og Fluga hans Valda bróður hennar, hefðu verið heima. Þau hefðu örugglega tekið á móti þjófapakkinu og pakkað því saman. En sem betur fer hefur starf Viggós verið Hestasmali fram að þessu og hann er svaka góður í því, hjálpar til við að reka á eftir hjá manni og fleira. Hann er samt stundum aðeins of aktífur og oftar en ekki heyrast svohljóðandi orgin í manni um allt hesthús: VIGGÓ NEI !!!!!! Og þá hleypur sá mórauði uppá kaffistofuloft svo ég nái ekki í skottið á honum ;)
Pjakkur minn gamli er þarna fremstur á myndi með Viggó og Rex. Pjakkur vill heldur halda sig á "Austur-bakkanum", nánar tiltekið á Kanastöðum þar sem honum finnst hann fá betri þjónustu og húsnæði heldur en hérna. Þar hefur hann líka verið duglegur við að auka kyn sitt og nýjustu fréttir herma að litfagrir hvolpar undan honum hafi verið að seljast dýrum dómi á einum bæ. Jahá, ég þarf nú að fara að innheimta hvolpatoll fyrir hann með þessu áframhaldi!
Og Dimmuborg litla biður að heilsa. Það er svo sem ekkert nýtt að frétta af henni, en hún er ekkert
á því að gefast upp á lífinu ennþá og er býsna brött á að líta og fyrirmyndarsjúklingur í alla staði.
"Hörkutól" segir Dýralæknirinn um hana sem hefur meðhöndlað hana og er á sömu skoðun og ég, að gefa henni eins mikinn tíma og sjá til hvort einhver bati komi til með að eiga sér stað. Vorum raunar sammála um það í síðustu úttekt að hún væri aðeins skárri. Og verður maður ekki að vona að góðir hlutir gerist hægt og ungur aldur vinni með henni.
Heilbrigt hross verður hún náttúrulega aldrei heldur er spurning hvort hún geti gróið einhvern veginn þannig að hún finni ekki mikið til.
En annars bara spennandi vetur framundan og fullt af skemmtilegum hrossum að týnast á skeifur. Móey Móeiðardóttir og Gáskudæturnar Gjóska og Gæska svo eitthvað sé nefnt. Og ég fékk góðar fréttir af Mánastein rétt fyrir áramót. Hann svarar ekki beygjuprófi og ýfingar sem sáust á kjúkubeini fyrr í haust virðast hafa gróið ágætlega, þannig að maður skellir kannski kappanum aftur á skeifur fyrr en síðar og athuga með frekari tamningu :) Maður fagnar nú samt alveg rólega, því sinar sjást ekki á röntken og það verður bara að koma í ljós hvort að það hafi orðið einhver skaði á þeim.
Og hvort hann verður jafn hágengur og þarna á myndinni verður líka að koma í ljós, en hann er allavega laus í bógunum ;)
Ný aðstoðarkona er komin í hesthúsið og hún er íslensk í þetta skiptið, eða allavega að hálfu leyti, norðmenn eiga svo hinn helminginn, hún heitir Elísabet og er frá Steinsholti í Gnúpverjahrepp.
24.12.2009 15:06
Gleðileg jól!
Óskum öllum lesendum heimasíðu Álfhóla gleðilegra jóla og hamingjuríks nýs árs!
Að halda úti lifandi heimasíðu er alltaf nokkur vinna, en það virkar óneitanlega hvetjandi að það er stór hópur af áhugasömum lesendum og viðskiptavinum sem fylgist reglulega með og ekki skemma fyrir öll skemmtilegu kommentin frá ykkur allt frá byrjun og allar góðu kveðjurnar í gestabókinni.
Takk kærlega fyrir okkur og njótið jólanna!
11.12.2009 23:50
Beðið eftir kraftaverki
Slysin gera ekki boð á undan sér, það ætti ég að vera farin að vita manna best. Við eftirlit fyrir rúmri viku síðan fann ég uppáhalds mertryppið mitt, hina tveggja vetra Dimmuborg Braga og Dimmudóttur draghalta í haganum. Eftir meðhöndlun í rúma viku virtist heldur lítill bati sjáanlegur nema hún er ekki eins kvalin og hún var fyrstu dagana. Við nánari skoðun virðist hún vera úr mjaðmalið sem er afar sjaldgæft að komi fyrir hross en því miður eru þá batahorfur líka afar litlar.
En við dýralæknirinn erum ekki á því að gefa upp vonina fyrr en í fulla hnefana, og ekki Dimmuborg litla heldur, sem er afar lífleg og glaðleg til augnanna þrátt fyrir að vera hálfgerður fangi í eigin líkama ef svo má segja. Hún stígur í fótinn með töluverðum þunga en á afar erfitt með gang og hún á heldur ekkert að hreyfa sig í þónokkurn tíma ef hún á að eiga einhvern möguleika á að hafa það af. Já, hafa það af og geta mögulega einhvern tíman eignast folald því hún mun að sjálfsögðu aldrei koma til með að bera knapa né hlaupa svona stolt um hagana. Ef hún væri ekki sú sem hún er, þá væri búið að láta hana fara. En það er nú einhvern veginn þannig að það kemur aldrei neitt fyrir hrossin sem maður gæti séð af, örugglega einvhverjir sem kannast líka við það.
Hvernig þetta gerðist er okkur hulin ráðgáta, ólíklegt er að hún hafi fengið spark svona ofarlega með þessum afleiðingum, ekki hefur hún fest sig neinsstaðar þvi enginn er áverkinn annarsstaðar á fætinum nema á mjaðmaliðnum. Dottið á ís er mín líklegasta kenning en annars er ég alveg "lost" með að finna ástæðuna.
En þó að beðið sé eftir kraftaverki er ekki þar með sagt að maður geri ekkert annað, þó svo óneitanlega taki svona leiðindi alltaf orku frá manni.
Gæðingarnir, ja eða aðeins meiri og fleiri gæðingar sem voru þegar heima, eru að týnast inn og á skeifur smátt og smátt.
Stóru systkini Dimmuborgar eru komin inn, og komin af stað í þjálfun, Dimmir og Díva, já Díva var líka folald einu sinni og það mátti fá hana til að lyfta líka í mýrinni ef þúfurnar voru nógu miklar!
En það fundust því miður engar nógu stórar þúfur hér í Landeyjunum til að fá Dimmir til að lyfta í þegar hann var folald, og því eru ekki til neinar folaldamyndir af kappanum. Hann skánaði heldur þegar var farið að temja hann og byrjar bara mjög skemmtilega nú í vetur. Gallinn við hann Dimmir er að hann er bara svo skemmtilegur útreiðarhestur að maður gleymir alveg að æfa undirstöðu smáatriðin sem skipta svo miklu máli þegar í harðbakkan slær. Þannig að markmiðið með hann i vetur er... markvissari þjálfun! ! Af því að ég veit að þessi hestur getur svo mikið meira heldur en ég hef náð að sýna hingað til.
Máttur frá Leirubakka, stór og stæðilegur Keilissonur sem ég sýndi og keppti á síðsumars er komin á járn aftur og er líka eitt af skemmtilegu verkefnum vetrarins. Efnilegur fimmgangangskeppnishestur sem á jafnvel erindi í töltkeppni og á auk þess töluvert inni í kynbótadóm að mínu mati og nokkurra annara.
Og draugahesturinn úr síðustu færslu, Sóllija síkáta er komin í framhaldsþjálfun. Síkáta segi ég, hún er reyndar frekar þungbrýnd á þessari mynd, er eitthvað að píra augun á móti kvöldsólinni. Hún hefur alveg einstaklega aðlaðandi persónuleika þessi hryssa og það liggur við að maður þurfi ekki að kveikja ljós þegar hún er í hesthúsinu, það lýsir svo af henni! Svo spjallar hún við okkur allan daginn, já nú er Sara alveg að missa það hugsar sjálfsagt einhver ;) Nei án gríns þá kumrar hún látlaust á mann allan daginn þegar maður gengur um nálægt henni, eins hún sé alltaf að reyna að segja mannni eitthvað merkilegt. ( Og hugsar sjálfsagt, "Ohh, djöf..... eru þær vitlausar að geta ekki skilið hvað ég segi")
Verena var með þessa hryssu í frumtamningarprófinu í fyrra og tók besta prófið á hana. Fékk 10 fyrir æfinguna laus í hringgerði, sem væri svo sem ekkert eindæmi nema það að það var ekkert hringgerði komið upp hjá mér í fyrra! En Sólliljan dansaði í kringum Verenu eins og það væri ósýnilegur spotti á milli þeirra.
Þar sem hún er ekki fædd fyrr en um miðjan ágúst, þá var ég ekkert að drífa mig með hana en hún er nú á góðri leið í gangsetningarferlinu og ekki þarf að kvarta yfir fótaburðaleysi hjá henni.
Já, það eru næg verkefnin í hesthúsinu til að dreifa huganum á meðan beðið er eftir kraftaverki.
27.11.2009 10:22
Mynd sem segir sögu
Ég var að flétta í gegnum myndir sem Birgit frá Þýskalandi tók í sumar og rak þá augun í þessa sem ég hafði ekki veitt neina athygli áður. Bara ósköp venjuleg mynd af hrossum í rekstri, eða allavega er það sem flestir sjá.
Þessi mynd segir mér hins vegar söguna af forystusauðnum Dívu sem leiðir hópinn, yfirklappstýrunni Móey sem ég get alltaf notað sem mið í haganum þegar ég er að tékka hvort Díva sé ekki örugglega á sínum stað. Díva er svona sparibaukur sem ég passa sérlega mikið uppá og hafði hana yfirleitt úti eina. Fann svo út að það væri ein hryssa í húsinu sem myndi aldrei sparka frá sér og það var hún Móey litla og því óhætt að hafa þær saman. Ef að allir í heiminum væru eins og Móey þá væru öll stríð úr sögunni. Það gat verið skondið að fylgjast með því í svona túrum, ef það var einhver slagur í uppsiglingu, þá hljóp sú vindótta á bak við Dívu eða Gjósku, þá móálóttskjóttu og faldi sig svo hún yrði örugglega ekki fyrir höggi. Náttúrulega mjög hentugt þegar hross eru svona þenkjandi því þá er maður ekki hræddur um að þau slasi sig í slagsmálum.
Sú gráa, Frostrós og Heiðrún sú jarpa tóku uppá því í sumar að vilja vera alltaf saman og heimtuðu að fá að vera í sömu stíu á daginn, ekki gerði ég neitt til þess að gera þær að vinkonum en það eru ein 4 ár á milli þeirra í aldri.
Svo að lokum er það Gjóska, alltaf jafn sátt í eigin skinni og lætur sé fátt um finnast þó að reksturinn fjarlægist óðfluga. Það er oft eins og hún þurfi ekkert sérstaklega á vinum að halda og passar uppá sinn persónulega radíus. Ef hægt er að tala um að hross séu mismundandi greind, þá held ég að þessi skjótta greinist í efri mörkunum.
Fjölskyldubönd eru gífurlega sterk í hrossahópnum og systkyni halda oft saman langt fram eftir aldri fái þau tækifæri á því. 1stu verðlauna hryssan Skessa frá Kanastöðum passar hér uppá yngri systur sína í áningu í sama rekstri.
Já, tengslin í hrossahópnum eru margbreytilegri heldur en margur gerir sér grein fyrir.
15.11.2009 13:45
Svarti Svanurinn
Sumar ræktunarhryssur hérna í Álfhólum hafa fengið meiri athygli hér á forsíðunni en aðrar. En það er nú bara þannig að þær verða nú að vinna sér það inn að ég fjalli um þær ;)
Þessi svartstjörnótti framtaksfallegi foli er í eigu Rósu og er undan Þyrnirós frá Álfhólum og Þórodd frá Þóroddstöðum og er á fjórða vetri.
Hann var tamin í ca mánuð í haust af John Sigurjónssyni tengdasyni Rósu sem er yfirtamningamaður á Ármóti þessa dagana. Jonni lætur afar vel af folanum og er alveg ólmur í að eignast hlut í honum.
Jonni er hálf munaðarlaus þegar kemur að hestamennsku en enginn í hans fjölskyldu veit varla hvað snýr fram eða aftur á hrossum. Því var mikill happafengur fyrir hann að kynnast Hrefnu Maríu og komast í tæri við svona góð hross ;)
Folinn ungi fékk nafið Þrumufleygur þegar hann var folald. Hann brunaði á öllum gangi á sínum yngri árum og því höfum við trú á því að þetta verði alhliða hestur þó svo hann hafi valið að skálma mikinn brokki eftir að hann var járnaður.
.
Upplitsdjarfur 2ja vetra gamall en varð að dúsa heima á meðan Mánasteinn og Dáðadrengur fengu að æfa sig á feitum "guggum" í mýrinni!
25.10.2009 23:01
Folaldasprikl
Tíminn líður fljótt þessa dagana og nóg að gerast í sveitinni að vanda bæði gott og slæmt.
Við tókum folöldin heim fyrir viku og gáfum ormalyf og örmerktum. Svo héldum við svona privat folaldasýningu fyrir okkur og pikkuðum út folöld til að fara með á folaldasýningu sem haldin var um helgina í Hvolsvelli. Það er nauðsynlegt að skoða ungviðið aðeins svo maður viti hvað maður er með í höndunum og það er hægt að læra mikið á því líka.
Þetta rauða folald er undan Kaspar frá Kommu og Ylfu frá Álfhólumr. Myndar folald sem flýgur um á tölti og brokki, fallega uppsettur. Engu að síður skildum við hann eftir heima á laugardaginn en svona eftir á að hyggja er þetta kannski akkúrat týpan á svona folaldasýningar. "Æ hann er bara svona rauður", sagði ég og henti honum aftur niður í mýri!
Future stars
Times flies very quickly these days here in Álfhólar which is both a good and a bad thing.
We brought home all the foals from this summer and gave worm medicine and put a microchip in them all. Then we started a private "Foal Show" for ourselves and choose the best ones to go on the Foal show in Hvolsvöllur that was held last weekend. We think it is necessary to take a good look at the young ones so you know what you have in your breeding and also you can learn much from it and that makes you more experience to see the talents in the horse, even though they are still very young.
This red foal is sired by Kaspar from Kommu and Ylfu from Álfhólar. Handsom foal that flys on tölt and trot, nice high neck. But anyhow we left him home this Saturday, but thinking back maybe this was the right foal for a Foal Show like this. " Ahh is is just so red", I said and left him and his mother out on the field.
Það var alveg sama hvaða snilling við rákum til, engin toppaði skjótta Dáðadrengssoninn að mati Verenu. Hún hefur einfaldan smekk, vill bara hágenga töltara! Hann er nú kannski ekki alveg jafn grípandi á þessari mynd og þeirri sem tekin var í sumar en hefur engu að síður þroskast þokkalega. Hann fékk samt ekki farmiða á folaldasýninguna. Eftir því sem ég best veit er kominn kaupandi að honum þannig að það þarf ekki að spá í það meir!
It did matter what wonderworker we took a look at, no one was as good as this pinto Dáðadrengur's son in Verana's opinion. She has simple taste, High lifting Tölters!! He is maybe not as flashy on this photo as the photo we took of him this summer but he has developed well. He did not neither get a ticket to the foal show. As far as I know I have a buyer for this one so I don't have to think about that more.
Mér hefur alltaf fundist þessi Dimmis sonur vera flottur, framfallegur og sportlegur frá því hann fæddist. Móðin frá frændum vor í Akurey en það hefur oft leynst eitthvað sniðugt í stóðinu hjá þeim. Hrossin þeirra voru áður kennd við Sigluvík, það man kannski einhver eftir Blæ frá Sigluvík. En þar sem hryssan er ung og ótamin þá var ég ekkert að þvælast með þau á neina sýningu.
I have always thought that this Dimmirs son smart, good neck and a cool sporty type. The mother is from the next farm Akurey, from time to time good horses come from their breeding. Their horses were before called from Sigluvík, maybe someone remembers Blær from Sigluvík. The mother of this foal is young and untrained and therefore this one didn't get a ticket to the foalshow.
Eftir því sem hefur liðið á sumarið hef ég öfundað Húsafellsfélaga mikið af þessum skjótta Gásku og Keilissyni. Hann er alltaf til í að halda góða sýningu fyrir mig þegar ég fer í eftirlit og ég væri alveg til í að taka sénsinn á að nota hann tveggja vetra ef ég gæti. En hann skildi sparitaktana algerlega eftir heima í mýrinni þegar hann átti að sýna þá opinberlega og honum þótti svæðið sem var afmarkað í höllinni alltof lítið og hoppaði bara yfir í ónotaða hlutann. Ég var alveg hjartanlega sammála honum, skildi ekki í því til hvers var verið að minnka höllina í stað þess að leyfa folöldunum að sprikla í henni allri og njóta sín betur.
As the summer was winding down I have been envying Húsafells-partners allot for this pinto one sired from Gásku frá Álfhólum and Keilir frá Miðsitju. This foal has been willingful to put on a show for me out on the fields when I have been supervising the mares and the foals. I would like to take the chance and use him on mares when he is 2 years old if I can. However he left his fancy show at the field and did not take it with him in to this small riding area where the foals where shown.
Þessi vindótti er síðasta folald sumarsins, fæddur þrítugasta ágúst eða þar um bil. Undan Mánastein og Gýgur frá Ásunnarstöðum. Ætli að það sé ekki hægt að finna flesta hornfirska ættfeður í ættartrénu hjá þessum en Gýgur er undan Blakk 999 frá Hafnarnesi. Af augljósum ástæðum var hann skilinn eftir heima og fyrirskipað að borða mikið svo hann nái jafnöldrum sínum í stærð!
This silverdapple one is the last foal born this summer. He came in to this world 30th of august. His father is the young and promising Mánasteinn from Álfhólum and Gýgur frá Ásunnarstöðum. I think you can find most of "Hornafjarðar progenitors" in his genealogical tree. Gýgur his mom is the daughter of Blakkur 999 from Hafnarnesi. In obvious reasons this foal was left at home and got that orders to eat allot so he would get his contemporary brothers in size.
Undan Artemis og Aris, ég held hann heiti Yaris! Í eigu Valda Baunakóngs og Rósu mömmu hans.
This one is son of Artemis from Álfhólar and Landsmótswinner Aris from Akureyri, I think is name is Yaris! His owner is Valdimar(Hrefna's brother) and his mother Rósa.
Undan Tígur gamla og Eldvakadóttur, talsvert skyldleikaræktaður, uppáhald hjá Hrefnu, fljúgandi gengur og fjaðrandi.
This foal is the son of the old Tígur from Álfhólar and a daughter of Eldvaki, his pedigree is therefor related allot. He is Hrefna María's favorite, flying tölt and springy movements.
Rafael undan Ronju og Fróða frá Staðartungu. Það var eiginlega aldrei spurning um að hann færi á einhverja folaldasýningu þessi, það var strax eitthvað við hann, virðist afar mjúkur og fyrirstöðulaus á öllum gangi og svo er hann bara fríðleiksfolald.
This is Rafael son of Ronja from Álfhólum and Fróða from Staðartungu. It was never a question about this one, he got a ticked to the foal show immediately! Really soft in his body, no boundaries on gaits and outstanding handsome!
Ég lagði líka land undir fót og keyrði Mónu gömlu alla leið vestur á Snæfellsnes undir Fróða, eftir að ég hafði verið með þennan bleikálótta heima fyrir augunum í nokkra daga áður en Ronja fór undir Auð frá Lundum.
Ég gæti bullað um folöld hérna niður alla síðuna en ætli þetta sé ekki komið nóg í bili. Fleirri myndir af þessum og öðrum folöldum HÉR!
I went with my old favorite mare Mónu from Álfhólar all way to the west on Snæfellsnes (3 and a half hour away) to meet Fróða after I saw Rafeal so good looking in my field. Ronja, his mom went to Auður from Lundum this summer.
I could keep this up and talked about all the foals but I think this is enough for now. But you can see photos of most of them HERE.
Já kannski áður en ég hætti, Rafael fór sem sagt á folaldasýninguna á Hvolsvelli og tölti þar upp í fyrsta sæti í hestfolaldaflokknum og dómnefndin valdi hann að auki sem besta folald sýningar. Ekki amalegur árangur í hans fyrstu og vonandi ekki síðustu keppni. ( Hrefnan með fínu myndavélina náði ekki einni almenninlegri mynd þarna, allar úr fókus!)
The big foal show went very well in Hvolsvöllur. Many foals were showed there, from all the breeders around Hvolsvöllur. Rafael was chosen to be the best stallion foal of the show and was also chosen to be the best foal of the show! Vvííí...:Þ I was very happy about that he looked very good in the ridding hall.
Svona af því að ég talaði um bæði gott og slæmt sem gerist í sveitinni, þá eru báðir 3ja vetra graðfolarnir dottnir úr leik sem ég var að hæla um daginn. Betra að spara stóru orðin.
Mánasteinn fór að stinga við fljótlega eftir að hann var járnaður og það var farið að ríða honum útfyrir. Í ljós kom áverki á kjúkubeini eftir gömul meiðsli þegar hann var röntkenmyndaður. Já, þetta hefði kannski verið afar hentugt ef hann hefði verið að koma illa út í tamningu og segja bara, úps hann slasaðist, en svo var ekki. Þvert á móti var hann svo ósérhlífinn og jákvæður að ég var ekki alveg að gera mér grein fyrir því að hann væri í alvörunni haltur. Stakk við ef maður hringteymdi hann en harkaði af sér þegar það var komin knapi á bak og reyndi sitt besta, brokkaði keikur á undan samreiðarhestinum í útreiðartúrum. Hálft til eitt ár í hvíld að mati dýralæknis og engin trygging fyrir þvi að hann nái sér að fullu. Hann endar kannski bara sem ónothæf húsprýði!
But it is always an upside and a downside in the horse world. I got a very bad news about me future young stallion Mánasteinn. Mánasteinn was taken for training in September but after being in training for 2-3 weeks he began to walk with a limp and was lame on his front foot. We called the veterinary immediately and he found out an old injury on his knucklebone after he was X-rayed.
It would be very convenient to say "O he is injured" if he were not as promising after he had been trained as we hoped for, but that is for sure not the case. I was very happy about him and he took the first training very well. Really positive mind, good temperament and was very easy when Verana was going on him the first times. He was her and mine favorite. He ran with high movements on trot and carried himself well and the tölt was just right under the surface. So I am very disappointed about his news. He have to have at least 6 months off said the vet.
En þetta var nú ekki það eina... við Verena brugðum okkur á bak sem oft áður á föstudaginn í ljósaskiptunum, og hún var á Dáðadreng, uppáhaldinu sínu. Nema hvað... hún er fyrir utan veginn og missir hann aðeins til hliðar og beint á girðinguna sem var bara einn strengur og ekki nógu ógnvekjandi fyrir hestinn. Þau hrundu saman í móann en Dáðadrengur festi afturlöpp í vírnum og er rispaður, tognaður og haltur. Þannig að hann er kominn í frí líka en vonandi ekki eins langt og Mánasteinn samt.
11.10.2009 23:23
"Arabía"
Ég átti einu sinni voða flott hestaplakat með mynd af svartblesóttum arabískum glæsihesti hlaupandi við sjóinn. Þegar ég var að fara yfir folaldamyndir frá því í sumar þá mundi ég allt í einu eftir þessu plakati er ég skoðaði myndirnar af þessari montrófu, sem er ein af örfáum hryssum sem fæddust hér í sumar.
Once up on a time I had this poster with a black blazed Arabian stallion running by the sea. When I was looking at the foal pictures since summer, I suddenly remembered this poster when I saw this pictures of this proud mare foal which was one of few mares wish were born here last summer.
Nei, ég veit ekki til að hún Sverta hafi farið á fund við neinn arabískan stóðhest heldur er sú svarttvístjörnótta undan Leikni frá Vakurstöðum og er hálfsystir Zorro frá Álfhólum sem stundum hefur gert það gott á keppnisvellinum.
Hún fæddist í þennan heim sem sameign okkar frænkna, ég kom með merina og Hrefna lagði til folatollinn. Og varla var hún staðinn á fætur að það fór nú að grynnast á því góða á milli okkar og báðar vildum við eiga hana óskipta. Engin lausn hefur fundist á þessu deilumáli okkar, ætli við verðum bara ekki að selja hana til þriðja aðila til að bjarga frændseminni ;)
She was born into this world owned by me and my cosine Hrefna, I brought the mare and she paid for the stallion. And she had barely stood up for first time when we both wanted to own her alone! No solution has been found of our argument, I guess we just have to sell her to save our friendship ;)
Það var heppilegt að hafa verið með myndavél þegar við rákum hluta stóðsins heimundir í lok júlí, því það er alltaf gott að eiga einhvern efnivið í svona "Ekki fréttir" þegar haustar og kannski ekki mikið um fréttnæma atburði. Fleiri myndir af folöldum sumarsins má sjá hér
07.10.2009 09:28
Jæja...
Mynd: Birgit from Germany
Mikil bloggleti hefur verið í gangi síðustu vikur, og ekki bætti úr skák að Internetið lá hérna niðri í heila fjóra daga þangað til í gærkveldi.
En það er ekki þar með sagt að það gerist ekkert í sveitinni, það er búið að gelda helling af ungfolum, sprauta ungviðið með ormalyfi, velja líflömbin og láta hitt í hvíta húsið og svo fram eftir götunum.....
Og ennþá er hesthúsið yfirfullt af tamningartryppum og bættust við fáeinir 3ja vetra ógeltir um daginn, eins og til dæmis hann Mánasteinn sem baðar sig í kvöldsólinni þarna í Álfhólunum í sumar.
Hvort að fortamningin í garðinum heima fyrir rúmlega þremur árum þegar við Mánasteinn fengum okkur blund saman, hafði eitthvað að segja veit ég ekki, en það er nú samt staðreynd að hann er með auðtamdari tryppum sem ég hef verið með. Hann var svo yfirvegaður í fyrsta skipti sem ég setti hnakkinn á hann að ég hringteymdi hann bara með knapa í leiðinni, og daginn eftir var honum riðið lausum í reiðhöllinni. Sem sagt "so far, soo good", jákvæður og skemmtilegur foli, léttur í spori og grípur í töltið þegar við á og væntingarnar til hans hafa bara aukist ef eitthvað!
Annar skemmtilegur foli sem er í tamingu núna er hann Dáðadrengur, bróðir Dimmis og Dívu. Hann er í miklu uppáhaldi hjá Verenu tamningakonu. Ekki alveg út í bláinn þegar ég talaði alltaf um að augun í þessum fola myndu loga, því hann sýnist ætla að verða feykna viljugur þessi og minnir mig á Dimmu gömlu þegar hún var í frumtamningu, orkumikill en þægur og rífur upp lappirnar.
Vegna þess að ég sá fram á næg verkefni í haust, þá bætti ég við einni 19 ára stelpu frá Þýskalandi, henni Katharinu sem stefnir á að vera eitthvað hér í haust með okkur.
Einhverjir glöggir hafa kannski tekið eftir að það er komið nýtt "lúkk" á síðuna en það er hún Saga vinkona mín, tölvuséní með meiru sem er í smá hausttiltekt þessa dagana og ég er alveg hæstánægð með það. Já það er alltaf gott að eiga góða að :)
21.09.2009 00:43
Haustsprikl
Ég smalaði hryssunum heim frá Dimmir um helgina og notaði sólarglætuna til að smella nokkrum myndum af folöldum undan honum sem fylgdu mæðrum sínum undir hann aftur.
Þessi móvindótti var voða lítillátur í vor þegar hann fæddist. Fyrstu dagana lallaði hann á einhverju tölt/skeið malli sem er reyndar mjög gott en svo sýndi hann bara ekki neitt nema valhopp og ég var ekkert að skoða hann of mikið í sumar.
Fall wriggle
I took the mares from Dimmirs field home last weekend. Took him from them now he is going to play with the boys until the training begins this winter. I used the little sun we had to take few photos of the foals who where with their mothers.
This Silverdapple one was really small when he was born this spring. The first few days in his life she wander around on tölt/pace which is actually really good, but I have not had a change to look at him much this summer.
Hann er heldur betur búinn að æfa sig í að taka til fótanna í sumar og það er alveg feykilegt svif og kraftur í brokkinu. Þessi foli er undan Mær sem er undan ættmóður vindóttu hrossana hér ef svo má að orði komast, henni Mónu gömlu sem er einnig móðir Móeiðar.
He has for sure been practicing this summer to run powerfully with his feet with huge suspension and power in his trot. This young foal is sired by Mær which is the daughter of the ancestress of all silverdapple horses here in Álfhólar, that is Móna frá Álfhólum who is also the mother of the great Móeiður frá Álfhólum.
Hann þarf sko engar þúfur til að hjálpa sér við að öngla upp löppunum þessi ;)
He does not need any tussock to help him lift his feet ;)
Það er nú kannski engin tilviljun að Mær er að fara undir Dimmi í þriðja skiptið en fyrir á hún þessa veturgömlu montrófu sem ég kalla Meyju.
Maybe it is no coincidence that Mær is going the third time to Dimmir. Before she has this boasting 1 year old mare called Meyja.
Kvöldsól er líka að fara undir Dimmi í þriðja skiptið og nú vil ég fá meri takk, og hún má alveg líta út eins og þessi brúni, hann þarf heldur ekki þúfur eða loðið gras til að lúkka vel ;)
Kvöldsól is also going to Dimmir the 3rd time but now I want a mare, THANKS. She can for sure look like this black one, he does not either need tussock or high grass to lift his feet and look good. ;)
11.09.2009 17:51
Ný söluhross
Nú þegar haustar breytast aðeins áherslur í hestamennskunni. Búið er að draga undan flestum kynbótahrossum og keppnishrossum og þau komin í haustfrí. Í staðinn er verið að gera hóp af tryppum reiðfær og halda áfram með önnur.
Núna eru mörg góð söluhross á járnum hjá okkur og í þjálfun. Allt frá traustum reiðhrossum til úrvals keppnishrossa og ræktunargripa.
Endilega komið við á sölusíðunni okkar og lítið á úrvalið, þó svo það sé ekki nema sýnishorn af því sem við erum með til sölu. Fylgist með á næstunni því við ætlum að reyna koma sem flestu inn á síðuna sem er söluhæft. Söluhæft segi ég, því við viljum bara bjóða hross til sölu hér á síðunni sem við erum sjálf ánægð með og teljum vera eiguleg hross.
Lífleg sala hefur verið á Álfhólum í sumar og mörg hross komin til eða eru á leið til nýrra eiganda.
Oft á tíðum þá höfum við ekki undan við að koma söluhrossum inn á síðuna. En hér eru nokkrar myndir af hestum sem hafa leynst hjá okkur í sumar og farnir til nýrra eiganda.
New sale horses
Now when the fall is coming we have a bit different emphasis in our horsemanship. We have put most of our breedingshow and competition horses to fall vacation. Their training will begin again in December or January. Instead we have group of youngsters that we are breaking and other horses that we are training more.
Now we have many good Sale horses in the stable. All from stable riding horses to super competition horses and breeding candidates.
Please check out our Sale webpage and take a look at our variety, even though it is not all of our sale horses. Stay tuned next couple of days because we will try to put all horses that are ready for sale on our homepage. Yes, we say "ready for sale" . we only offer horses that we are satisfied with and think are ownable horses.
Horse sale has been good here in Álfhólar this summer and many horses are on their way to new owners or are already there.
Sometimes we did not have time to put them on our homepage because they are already sold. Here are photos of horses that we have had this summer and did not reach our sale page but have already landed with new owners.
Þetta er Eldgígur 5v foli frá Hrefnu Maríu. Stór og mikill hestur, gríðarlega sterkur og þolmikill foli. Framtíðar keppnishestur sem farinn er til Þýskalands. Skemmtilega ættaður hestur undan Eldvaka frá Álfhólum og Gýgur frá Ásunnarstöðum, Blakksdóttur frá Hafnarnesi. Ræktun af gamla skólanum. Hann er annað afkvæmið sem við eigum undan þessari hryssu hitt er Herská Parkersdóttir.
This is Eldgígur 5 year old gelding from Hrefna María. Big and powerful horse, extremely strong horse. Future competition horse that has left Iceland and is placed in Germany. His blood is intresting his father is Eldvaki frá Álfhólum and mother is Gýgur frá Ásunnarstöðum, daughter of Blakkur from Hafnarnesi. Breeding old school way. Eldgígur is her second offspring that we train the other one is Herská daughter of Parkef from Sólheimum
Þetta er Seiður frá Strandarbakka. Aðeins 4 vetra stóðhestur ræktaður af Eiði áður kenndur við Búland. Seiður er farinn til Þýskalands. Einstaklega geðgóður foli með góðar gangtegundir og fallegan limaburð. Seiður er undan Líbrant frá Baldurshaga (gráskjóttur stóðhestur sem fór út í fyrra vetur, Siggi Sig var með hann lengst af) og Galdursdóttur frá Sauðárkróki. Skemmtilegt að segja frá því að hesturinn heitir Seiður, móðir hans Norn og afi hans Galdur.... Spúkí ..!?
Okkur finnst mjög skemmtilegt er að fá fréttir af seldum hestum og myndir.
Hér er nýji eigandinn af honum Þrym frá Álfhólum sem oftast var kallaður Valda-Blesi á þessum bæ. Þrymur var seldur í vetur og vegnar honum vel á nýjum stað.
This is Seiður from Strandarbakka. Only 4 year old stallion. Seiður is placed in Germany. He has really nice temperament with good gaites and nice leg action. His father is Líbrant from Baldurshaga (grey pinto stallion, placed in Swiss) and his mother is a daughter of Galdur from Sauðárkroki. It is fun to tell you about that the name Seiður means sorcery and his mother is called Norn that means Witch and his grandfather is called Galdur that means magic or witchcraft.... wooo spukíí..
We are happy to have news of our sold horses and photos. Here is the new owner of Þrymur frá Álfhólum. Þrymur was sold last winter and is doing well at his new home.
Svo er hann Rauðskeggur lentur í Svíþjóð og gaman að sjá að honum líkar vel við græna grasið hinum meginn við Atlandshafið.
And then there is news from Rauðskeggur. He has landed in Sweden and it is nice to see that he is adopting well and it seems that he likes the green grass just as well on the other side of the Atlandic Ocean.
03.09.2009 11:35
Suðurlandsmót
Um síðustu helgi lauk skemmtilegu suðurlandsmóti þar sem ég tók þátt í fimmgang opnum flokki, á Mætti frá Leirubakka, 6 vetra stóðhesti sem ég fékk í hendurnar í sumar. Við fórum í forkeppni í 6.60 og enduðum í þriðja sæti í úrslitum.
Máttur stóð í ströngu vikunni áður, því þá fór ég með hann í kynbótadóm þar sem hann hækkaði töluvert fyrir hæfileika og endaði í 8.34, 8.17 í aðaleinkunn. Hann er með 8,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 9 fyrir vilja.
Southern championship
Last weekend was one of the biggest sport competition this year. It is called Suðrulandsmót or in English maybe Southern championship. I participated in five gait open class on the stallion Máttur from Leirubakka. He is a 6 year old stallion that I got for training this summer. In the preliminaries we got 6,60 and ended in 3rd place after the finals.
Máttur had a hard working week, because I took him to a breeding show the same week. He raised his scores a bit for ridden abilities and ended up with 8,34 and 8,17 for total score. He has 8,5 for tölt and general expression and 9 for spirit.
Hann fékk aðeins 7,5 fyrir skeið en það var skoðun margra að sú einkunn hefði alveg mátt vera 8 eftir yfirlit.
Einn dag fékk Máttur til að hvíla sig og svo var hann kominn á hringvöllinn, get ekki annað en sagt að geðslagið í þessum hesti og viljinn til að leggja sig fram í verkefnin er í góðu lagi.
He only got 7,5 for pace but it was on many people's mind that it should have been 8.
Máttur got one day of to rest and then we went to the overall track. I can not say anything other that is spirit and temperament are excellent and is eager to do everything for you.
Stundum er skrítið hvernig hlutirnir eru, því þegar ég var beðin um að taka hann að mér um mitt sumar var ég síður en svo hrifinn að fá stóðhest í þjálfun með allri þeirri vinnu sem því fylgir og reyndi í lengstu lög að humma það fram af mér, en Máttur er í eigu sömu aðila sem eiga Dívu með mér svo þeir hafa ágætis tök á mér ;) Núna er hann hins vegar komin í mikið uppáhald hjá mér þessi hestur og kannski engin furða.
Sometimes it is strange how things develop, when I was asked to take a stallion in training middle of the summer and I was not jumping of joy of it because it is a lot of work to have and train a stallion over the summer. But I know the owners a lot so I could not say no, but now Máttur is one of my favorite and no wonder.
Mynd Lena Walvik
Að auki mætti ég með Dívu í tölt meistara þar sem við enduðum í 4-6 sæti eftir forkeppni og þ.a.l beint inní A-úrslit. Úrslitin lét ég fram hjá mér fara í þetta skipti því tæknilega var Díva komin í haustfrí hjá mér og eiginlega dottin úr allri þjálfun. Mér fannst hún bera yfir sér of mikinn haustbrag til að geta skartað eitthvað í keppni og því átti ég bara eftir að draga undan henni. En Hrefna og Sara Rut skoruðu á mig að fara með hana og hún fékk sína bestu einkunn sumarsins mér algerlega að óvörum, 7.37.
Lena Walvik frá Noregi var í viku heimsókn hjá okkur og tók helling af flottum myndum eins og hún er vön.
In additionally I took my 5 year old Díva to the master class Tölt. We ended up in 4-6 place . But Diva is technically on a fall break and almost in no training shape so I did not participated in the finals. But I got my highest scores this season 7,37 in the preliminaries.
Lena Walvik from Norway came here for a visit for a week and as usual she took tons of great photos.
Hrefna María gerði góða ferð á honum Rauðskegg sínum og vann slaktaumatöltið. Þetta var þeirra síðasta mót því í dag hélt Rauðskeggur litli upp í langt ferðalag sem mun enda í Svíþjóð á laugardag. Rauðskeggur er góður og skemmtilegur hestur, mikill ljúflingur og án efa eftir að bræða hug og hjörtu nýrra eiganda líkt og okkar.
Hrefna María had a good trip to the Southern championship also. She won the T2 (loos rain tölt) on her stallion Rauðskeggur. It was there last champion because today the small Rauðskeggur went on a long journey that will end in Sweden next Saturday. Rauðskeggur is a good and enjoyable horse, really much of a sweetheart and will without a doubt become new owners favorite like ours.
02.09.2009 14:03
"Jólahreingerning" og Töðugjöld
Þegar hestarnir voru nærrri því farnir að labba útúr stíunum var komin tími til að moka út, og tækifærið var notað til að skrúbba yfir allt í leiðinni.
Það má alveg kalla þetta jólahreingerningu, því ég er ekki mjög bjartsýn á að við nennum að gera þetta nema einu sinni á ári.
Um miðjan mánuðinn voru töðugjöld og hestakeppni á hellu og á Laugardagskvöldið var heilmikið fjör sem endaði með Papaballi.
Þarna má sjá nokkrar hestakonur í heldur óvenjulegu apparati, fallturni. Fv. Artemisa, Eva, Sissel og Sara.
´Hrefnan, Gróan og Villan eru þarna á fleygiferð.
Tamningakonurnar á Álfhólum, Maija frá Finnlandi og Sara Rut voru í góðum gír. Maija sagði við mig um daginn á kynbótasýningunni að ég ætti að fá spes verðlaun fyrir að vera með fallegasta aðstoðarfólkið á sýningunni ;)
Kófsveittar frænkur og búnar að dansa af okkur lappirnar til kl 3 um nóttina, en við erum ekki alveg vissar hver þessi ofurhressi er, sem tróð sér inn á myndina hjá okkur, hummm?
28.08.2009 10:20
Ekki bara liturinn ;)
Frumburður Móeiðar, Móey Eldjárnsdóttir, mætti í braut í hífandi roki síðastliðin mánudag og stóð sig með ágætum, 7.90 í aðaleinkunn og annað sætið í fjögurra vetra flokki. Klárhryssa með 8.5 fyrir tölt, vilja, fegurð í reið, háls og herðar ( það sem skiptir máli ;) og 9 fyrir prúðleika. 7.99 fyrir byggingu og 7,84 fyrir hæfileika.
Not only the color ;)
The first offspring of Móeiður, Móey daughter of Eldjárn frá Tjaldhólum, went to the track last Monday and did very fine, 7.90 overall score and second place in four year old group. Fourgaited mare with 8.5 for tölt willingness, form under rider and neck (all what matters ;) and 9 for mane. 7.99 for conformation and 7,84 for rideabilitys.
"Áts"...... á blinda stökki upp í rokið.
Ég verð að játa að mér leist síður en svo á blikuna á mánudag þegar ég mætti með hrossin á sýningu, kolvitlaust moldrok og huggulegheit eða þannig. Hross komu rjúkandi á fullri ferð niður að stóðhestahúsi og menn hvítir í framan af hræðslu.
I have to admit that I didn´t have a nice feeling about showing the horses when I came to Hella, the wind was sometimes so strong that you couldn't see out of the eyes cause of mud. Some horses did handle the wind very badly and came running really fast from the track with their terrified riders.
Reiðhallirnar gera það að verkum að um leið og það blaktir hár þá ríður maður bara inni og hefur það náðugt og þar með veit maður ekkert hvernig hross taka því að þurfa að afkasta í svona veðri. En sú vindótta kippti sér ekkert upp við það að fjúka þarna fram og aftur og stóðst óveðursprófið uppá 10 :)
When you have a riding hall, your horses don't know how to handle such a crazy weather, cause when you have such a weather at home, you simply ride inside! Therefor you don´t know anything about how the horse are handling this kind of situation. But the young silver dabble didn´t care about blowing there back and forward and did passed the bad-weather test with 10 ;)
Fleiri myndir hér
23.08.2009 14:05
Hökuhágengur?
Það er spurning hvort orðið hökuhágengur sé næginlegt lýsingarorð til að lýsa þessum skjótta eða hvort það þurfi að finna upp nýtt orð fyrir þennan fótagang.
It is a question if the it is possible to find a right word to describe the movements in this pinto stallion foal.
Ég notaði tveggja vetra Víkingsson undan Miðfells-Dimmu, Dáðadreng í fyrra á þrjár hryssur og ég held að ég geti ekki verið annað en ánægð með útkomuna. Öll fara þau á flottu tölti þó svo að þessi skjótti beri af. Ganghæfnina er ekki langt að sækja því Víkingur afi er með 10 fyrir tölt og ekki var Dimma amma svo ómöguleg heldur. Móðirin, Rauðhatta er af gamla Nökkvakyninu hér undan Tígur gamla.
09.08.2009 10:09
Gáska gleðigjafi
Eitt ráð er alveg óbrigðult til að koma tamningarfólkinu í gott skap eftir erfiðan dag, að bjóða því á bak góðu hrossi :)
Gáska happy maker!
One thing that never fails to get our employees into a good mood after a difficult day is to offer them to ride a good horse :)
Sko, hvað það virkaði vel :D
And look how it worked, pretty well :D
Litli folinn sem fylgir með er Keilissonurinn klaufalegi sem ég birti myndir af fyrr í sumar. Það er ekkert klaufalegt við hann lengur, kattmjúkur töltari og hver veit nema að hann verði bara einhverntíman íslandsmeistari eins og einn af eigendunum!
The little foal is son of Keilir, who was very clumsy on his first day of live, is not clumsy anymore. He goes on this soft clear tölt and who knows if he will be in the future Master in something like his owner. Owners are Husafellshestar.
Það þarf nú engar þyngingar eða skeifur svo að hún Gáska mín lyfti uppí vinkilinn ;) ... hvað þá marga mánaða sérfræðiþjálfun. Og ekki liggur hún á taumunum blessunin, það má hún eiga. Gáska hefur ekki verið í þjálfun síðan 2002. Hún sónaðist fylfull við Kappa frá Kommu fyrir tveim vikum síðan og Sara Rut tamningarkona skellti sér berbakt á hana þegar hún fór í með hana út í hagann.
Ekki leiddist henni að ríða um á þess mýktar tölti og var erfitt að fá hana til að taka út úr merinni og sleppa.
Gáska doesn't need any shoes or boots to lift her legs nicely ;) ... or specific training for many months. And neither is she leaning hard on the rains! Gáska is one of my favorite first price mares and she hasn't been in training since 2002. We were just taking her home after a meeting with Kappi from Kommu for two weeks ago and Sara Rut our help trainer was just ferrying her to the wild horse field when we took those picture. She did not think it boring at all to ride this soft tölt and she almost didn´t want to release her to the field. And notist, Sara Rut hasn´t any saddle and that does say something about Gáska trustful temperament!
02.08.2009 22:20
"I´m a Barby girl....."
Það er ekki sjálfgefið að góð meri sé endilega góð ræktunarhryssa eða að maður sé svo heppin að para hana saman við rétta hestinn.
It is never for sure that a good mare is necessarily a good breeding horse or that you are so lucky that you bring her to the right stallion.
Þó svo maður sé fullur hroka og segi að litur skipti engu máli, bara gæði, finnst manni ekkert leiðinlegt að eiga svona ljóshærða barbídúkku í stóðinu hjá sér eins og þessa fjögurra vetra dóttur Móeiðar og Eldjárns frá Tjaldhólum. Móeiður, móðir hennar er ennþá eftir því sem ég best veit hæst dæmda vindótta hryssa í heimi. Hvort sú litla kemur einhvern tíman til með að toppa mömmu sína er ómögulegt um að spá en hún er allavega léttstíg og jákvæð og gefur mér bara tilefni til að vera bjartsýn um framhaldið og góð fyrirheit að Móeiður sé ekki bara góður einstaklingur og falleg á litinn heldur komi einnig til með að skila eitthvað af sínum góðu eiginleikum til afkomenda sinna
Ég var með snilldargest frá Hollandi, Rudy, um helgina sem var að prófa hesta og þiggja reiðkennslu. Ég var alveg orðin raddlaus eftir að ausa úr viskubrunni mínum yfir kallinn í heila tvo daga þannig að ég setti hann bara á bak við nýju myndavélina hennar Hrefnu Maríu með ágætum árangri þó svo að eitthvað hafi gleymst að hafa inni á þessari mynd ;)
Þetta fax er eiginlega allt of mikið fyrir minn smekk, tóm vandræði alltaf að flækjast í taumunum og undir hnakknum! En sumir er víst hrifnir af þessu. Fleiri myndir af Móey hér
This mane is exeally too much for my taste, just making trouble when it goes around the rains and under the saddle! But some do like it anyway ;) More picture here
En Hollendingurinn fór ekki tómhentur heim eftir helgina hann pakkaði Zonju í tösku og hún fer út með næstu ferð til Liege ásamt þremur öðrum sem ég seldi til Þýskalands í vikunni. Við frænkurnar vorum reyndar orðnar tvístígandi um hvort við ættum að selja hana undir lokin en það þýddi ekkert að snúa Rudy, Zonja var hesturinn hans og punktur!
But the man from Netherlands did not went home with emty hands after the weekend, he put Zonja into his suitcase and she leaves with next flight to Liege with three other horses I sold to Germany last week. My and my cosine Hrefna were unsure in the end if we should keep Zonja cause she has such a nice character and movements, but it was not a chance to turn Rudy mind to another horse, Zonja was his horse and that was IT !!
30.07.2009 10:52
Folöld 2009
Fyrsta folald Ronju undan Fróða frá Staðartungu er eitt af mörgum sniðugum folöldum í ár.
Vildi bara að ég hefði átt góða myndavél þegar hann dansaði þarna fyrir mig, ekki einhverja sem tekur 1 mynd á sekúndu og ekki einu sinni í fókus :( Það verður breyting á núna þar sem hún Hrefna María er búin að kaupa sér eina svaðalega flotta vél sem er nú kannski hægt að stelast í.
Sá bleikálótti hefði nú mátt fá eitthvað af litnum hennar mömmu sinnar, en engu að síður er ég mjög ánægð með hann, kattmjúkur og rúmur á öllum gangi og ég þarf ekkert að væla yfir fótaburðinum.
Fyrstu vikuna fannst mér hann mátulega fallegur en hann var orðinn mjög gerðarlegur og framfallegur þegar ég fór með Ronju undir hest í síðustu viku, en hún fór undir Auð frá Lundum. Humm, já reyndar á ég hann nú ekki alveg sjálf því hann er fæddur í hlutafélagi þessi með þeim Húsafellsfélögum Sigga og Robba.
Móaló kalla ég einu hryssuna sem ég fékk undan Dimmi í sumar, en hún er undan Mónu gömlu. Nafnið skrítna fann ég upp þegar ég sá hana fyrst, hún var eins og lítil könguló og svo heitir mamman Móna svo þetta var auðvelt :D
Mér líkaði það vel sem ég sá í Fróðasyninum hennar Ronju að ég keyrði alla leið vestur á Snæfellsnes og hélt Mónu undir Fróða frá Staðartungu. Hún er nú orðin gömul greyið en ég vona að ég nái einu í viðbót frá henni. Dimmu keyrði ég líka undir Arð frá Brautarholti í vikunni sem leið til þess að búa til alsystkyni Dívu :)
21.07.2009 02:53
Að vera til
mynd Valgerður Valmundsstóttir
Ekkert er eins gaman í hestamennskunni eins og njóta þess að vera á góðum hesti úti í náttúrunni :) Sumarið er tími rekstratúranna. Við erum búin að fara í 3 stutta hérna niður að Hólsá, þar eru hreint frábærar útreiðarleiðir, moldargötur og grasbakkar. Svo væri auðvitað gaman að komast eitthvað til fjalla en spurning hvað það er gáfulegt þegar ca 70 % af hópnum sem er í þjálfun eru fjögurra og fimm vetra hross. Þá finnst manni dagsferðirnar vera hentugastar.
mynd Valgerður Valmundssdóttir
Dekurdollurnar tvær, Gjóska og Díva sáu alveg um að minna mann á tilgang þess að vera í hestamennsku ef ske skildi að maður hefði gleymt því.
Ég var svo ótrúlega heppin að fá hana Valgerði vinkonu í heimsókn með myndavélina og smella nokkrum myndum af okkur í túrnum síðasta laugardag.
16.07.2009 01:28
Folöld
Stundum fæ ég sendar myndir frá ánægðum ræktendum sem hafa haldið undir stóðhest hjá mér, þessi Dimmissonur er í eigu vinkonu minnar Maríu Dís og þau hafa skýrt hann Tígur í höfuðið á afa sínum. Það vantar ekki töltið í þennan ef marka má þessa mynd :)
Sometimes I get pictures from a happy breeders who have a foals from my stallions. This Dimmi´s son is owned by my girlfriend María Dís and he has got the name, Tígur like his grandfather. A natural tölter, prepare to this picture :)
Ninja móðir þess rauða er einnig frá Álfhólum og er sýnd með 7.80 í aðaleinkunn.
Ninja his mother is also from Alfholar and is showed with 7.80 overall scoure
Þessa mynd fékk ég svo senda fyrr í sumar af fyrsta folaldinu sem fæðist undan Mánastein, en hann heitir Gýgur frá Melaleiti og er undan hálfsystur Ágústínusar.
This picture I got send erlier in summer of first offspring of Mánasteinn, his name is Gýgur from Melaleiti and is from half sister of Ágústíns from Melaleiti.
14.07.2009 13:59
Íkon frá Hákoti í girðingu
Íkoni frá Hákoti mun verða sleppt í girðingu hér á Álfhólum á næstu dögum.
Íkon er mjög vel ættaður stóðhestur í eigu Rósu Valdimarsdóttur (móðir Hrefnu og móðirsystir Söru) og jafnframt hennar reiðhestur og keppnishestur. Það sem prýðir þennan hest fyrir utan ættina er einstakt geðslag og botnlaust rými á takthreinu tölti. Til gamans má geta að Íkon er ósigraður Vetrarleikahestur Fáks! ;)
John Kristinn tengdasonur Rósu hefur staðið sig einnig vel í töltkeppni á Íkoni undan farið.
Hann sver sig vel í ætt föður síns Töfra frá Kjartansstöðum með mikla úrgeislun og hæfileika. Hálfbræður hans hafa líka verið að koma skemmtilega út Krákur, Kramsi, Kiljan og Óskar. Með Íkoni er hægt að ná í sömu blóðlínu fyrir miklu minna verð. Hann hefur mikla reiðhests eiginleika og sennilega eftir að gefa mikla töltara, geðgóða keppnishesta og reiðhesta.
Móðir Íkons er 1. verðlauna hryssan Bella frá Kirkjubæ. Hún stóð efst í 4. vetra flokki LM 1998. Hún hefur reynst vel sem ræktunarhryssa og gefið 3 fyrstu verðlauna afkvæmi. Albróðir Íkons, Sjón, hlaut 8,17 í aðaleinkunn.
Aðaleinkunn: 7,98 | |
Sköpulag: 7,80 | Kostir: 8,10 |
Höfuð: 7,0 Háls/herðar/bógar: 7,5 Bak og lend: 9,0 Samræmi: 8,0 Fótagerð: 7,5 Réttleiki: 7,0 Hófar: 8,5 Prúðleiki: 8,0 |
Tölt: 9,0 Rúmt Taktgott Há fótlyfta Brokk: 8,0 Skeið: 5,0 Stökk: 8,5 Vilji og geðslag: 9,0 Fegurð í reið: 8,5 Fet: 7,0 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
Verð á Folatolli er 40.000 kr (með girðingagjaldi og sónar) + Vsk.
Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga á að koma með hryssu.
07.07.2009 01:31
FM 2009
Jæja, nú er lífið að komið í sinn vanagang eftir stuttan skreppitúr á Fjórðungsmót á Kaldarmelum. Þar fengum við Díva tækifæri til að keppa við bestu töltara landsins sem gekk bara nokkuð vel. Ég var svo hógvær að setja mér aðeins það markmið að komast í B-úrslit, því þetta var jú fyrsta stórmótið hennar og hryssn varla búin að slíta barnsskónum. Markmiðinu var náð og við enduðum í níunda sæti með einkuninna 7.20 í forkeppni. Humm, næst setur maður markið enn hærra!
Það hafa verið haldnir miklir fundir um framtíð Dívu, því hún er jú hlutafélagseign. Einn hluthafinn fékk nefnilega þá grillu í höfuðið að hann væri alveg að fara að deyja, stálsleginn maðurinn og hann yrði að drífa sig og fá folald svo ræktunin gæti hafist. En síðasti fundurinn var haldinn á Kaldármelum og þar var sæst á að vera með Dívuna í keppni eitt ár enn og sýna hana aftur í kynbótadóm næsta vor. Sjá fleiri myndir teknar af vinkonu minni Valgerði Valmundsstóttur á Hrauni í albúmi hér
Ég dvaldi í góðu yfirlæti hjá pabba, Ástþóri og konunni hans, Kötu í Dal og Dívan fékk spónalagaða svítu hjá Gunnari í Hrísdal og kann ég þeim hinar bestu þakkir fyrir mig.
Folöldin hafa fæðst heldur seint hjá mér þetta árið, hryssurnar fóru ekki að kasta af alvöru fyrr en eftir 10 júní. Mig vantar góða uppskrift af því hvernig á að framleiða merfolöld, því ca 85% af fæddum folöldum eru hestar :(
Hvort að ónefndur móbrúnn Dimmisson fetar einhvern tíman í fótspor frænku sinnar Dívu get ég ekki sagt til um en sportlegur og léttur er hann og hefði alveg mátt vera hryssa. Ég segi meir frá folöldum síðar.
28.06.2009 13:14
Hnakkar til sölu - Saddles for sale
2 year old Hrímnir Saddle for sale. Very good condition, not a scratch on him, just like a new one.
The seat is comfortable with good support and is designed to allow a greater balance when riding.
You sit comfortably in the saddle, while the unique Dupont® saddletree distributes your weight evenly over the horse's back. Your increased balance when riding also promotes a better weight distribution.
The Bayflex® padding in the seat is comfortable and retains its shape. The knee pads are extremely soft and well positioned.
The stirrup bars are recessed under the tree to avoid uncomfortable bulging and positioned so you'll sit correctly and balanced in the saddle.
More info about Hrimnir Saddle www.hnakkar.is
Good price for a very good saddle. Photos of the saddle available so you can see that he looks like a new one.
Sara uses this type of saddle as you can see on all the photos in older news.
Mjög vel með farinn tveggja ára hnakkkur. Ekki rispa að sjá á honum og lítur út eins og nýr.
Sætið er þægilegt og ágætlega rúmt. Lögun þess veitir þér gott jafnvægi.
Á meðan þú lætur fara vel um þig í hnakknum , dreifir hið einstaka Dupont® hnakkvirki þyngd þinni jafnt yfir bak hestsins. Aukið jafnvægi þitt stuðlar einnig að betri þyngdardreifingu fyrir hestinn.
Bayflex® - bólstrun í sæti er þægileg og og sætið heldur vel lögun sinni. Hnépúðar eru rétt og vandlega staðsettir og einstaklega mjúkir.
Ístaðsólaupphengjum er haglega komið fyrir undir virkinu til að fyrirbyggja nudd. Staðsetning þeirra stuðlar að réttri ásetu og þar með betra jafnvægi.
Hrimnir Legacy skapar fullkomið jafnvægi milli knapa og hests, en jafnvægi er lykilatriði í samspili manns og hests.
Gott verð á góðum hnakk. Sara ríður í sömu tegund eins og sést á myndum í eldri fréttum.
____________________________________________________________
Ástund Royal + For sale.
Three year old saddle. Very good condition has not been used much because the owner gave up riding 2 and a half year ago. Maybe used for 30-40 times.
Ástund Royal is one of the two new models developed by the Ástund designers. A close-contact saddle for training and competition as well as for leisure and long distance riding.
Ástund Royal is built on a new light-weighted spring tree with considerable flexibility and made of the same material as all the Ástund saddles. It is designed to give a closer feel between the horse and rider. New knee rolls give the rider a good support to the lower part of the thigh and more variety of control to the horse´s sides. These knee rolls will guarantee the rider the best riding position. The knee pads are rather big.
The new PLUS version is with a flaired panel laced in at the rear of the saddle. Therefore the saddle is shorter by approxemently 1" on the horse´s back and makes it easier for the horse to collect. This is better for horses with short back but still the saddle has greater bearing surface sideways. The PLUS version absorbs shock better, it is more supple and has greater bearing surface, which makes the saddle even more horse-friendly
This saddel has three long girth straps. (Best to have that).
More info about Astund quality saddles www.astund.is
Good price for a "new" saddle.
Ástund Royal + til sölu. Þriggja ára, mjög vel með farin nánast ekkert notaður, því eigandinn hætti í hestum strax eftir að hann var keyptur. Notaður 30-40 sinnum.
Frábær Ástunar hnakkur. Plús þýðir púðar undir en ekki spaðar, nánast allir hnakkar í dag er með púðum. Royal er með stórum utaná liggjandi hnépúðum. Djúpt sæti.
More Info:
[email protected], [email protected] Phone; Hrefna 00354-8611218
25.06.2009 20:47
Í nýjum heimi
Gáska eignaðist sitt níunda skjótta afkvæmi nú á dögunum. Það er bleikskjóttur hestur undan Keili sem er í eigu Húsafellsfélaga, Róberts Veigars og Sigurðar T. Íslandsmeistara í stangastökki.
Það verður nú einhver bið eftir því að verða Íslandsmeistari í einhverju eins og eigandinn, ef miða á við misheppnaðar tilraunir folans unga við að klöngrast á lappir!
Áts..ekki alveg að meika það en....
....en allt hefst nú að lokum :)
Það er hálfgerð ráðgáta hvers vegna ég fæ bara skjótt undan Gásku því að hún er undan svartri hryssu en óneitanlega er afar skemmtilegt finna hana alltaf með eitthvað litfagurt sér við hlið, sama undir hvaða hest maður heldur.
(Svo reynir maður að halda fram að litir skipti engu máli ;)
Gáska fékk að heimsækja Kappa frá Kommu þetta árið, fyrsta skipti sem ég held henni undir klárhest, og spennandi að sjá hvaða "sportari" kemur út úr því.
Af öðrum afkvæmum Gásku er það að frétta að Gjóska var sýnd í vor og fór í 7,83 í aðaleinkunn, en hún er klárhryssa eins og flest Gáskuafkvæmin. Það að hún fór ekki hærra í sinni fyrstu ferð á brautina, gerir mig löglega afsakaða með að leika mér á henni eitt ár enn, gera atlögu að áttunni næsta vor og spreyta mig jafnvel með hana í fjórgang seinna í sumar.
Yngri systirin Gæska Tígursdóttir fór í fínan byggingadóm 8.11 en reiðdómur bíður betri tíma. Gáski, Gjóska og Gæska hafa öll fengið 9 fyrir fótagerð enda með sterkar fætur eins og mamman þó hún hafi bara fengið 8,5. Og fjögur öll hafa fengið 8 fyrir frampart þó að mamman hafi bara 7,5 ;)
Hún Gæska fékk ekkert nafnið sitt fyrir neina tilviljun. Hún tók upp hjá sjálfri sér að gera sér dælt við manninn þrátt fyrir að vera algerlega óbandvön. (Jonni og Gæska knúsast í "denn")
Ég fékk einu sinni heimsókn í mýrina frá konu sem telur sig sjá meira heldur en við venjulega fólkið og þegar hún sá þessa hryssu tveggja vetra í haganum, sagði hún að Álfabörnin úr Álfhólunum væru alltaf á baki þessari. Hummm, ekki lagði ég stóran trúnað á þetta fyrr en að tamningu kom, þá kom í ljós að hún teymdist bara ágætlega þrátt fyrir að hafa aldrei verið gerð bandvön og henni var riðið út í reiðtúr annan daginn sem það kom hnakkur á bakið á henni! Ég skal alveg viðurkenna það, að þá leiddi ég hugann að Álfasögukonunni góðu.
Og smá viðbót, Gæska sú rauðskjótta er örugglega eitt af fáum hrossum af yngri kynslóðinni sem getur engan veginn rekið ættir sínar til Sauðárkróks, Flugumýrar-Ófeigs eða Hrafns frá Holtsmúla. Sú móskjótta er líka frekar gamaldags kynjuð en þar má finna Ófeig í gegnum Hrannar föður hennar, en engan Hrafn eða Sauðárkrók.
- 1
- 2
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]