Færslur: 2013 Júlí
20.07.2013 08:53
Síðbúin vorsýningarfrétt
Líklega hefur maður aldrei komið jafn litlu í verk eins og þennan veturinn enda dagarnir ansi fljótir að líða með lítinn snáða á handleggnum stóran hluta dagsins, en ekki ætla ég að kvarta yfir eða sjá eftir þeim tíma í það fer, síður en svo enda litli drengurinn sem hefur fengið nafnið Hrafnar Freyr algert draumabarn ;)
En engu að síður reynir maður að stelast í hesthúsið þegar hægt er og með dyggri aðstoð Söru Rut sem hélt öllu í horfinu meðan ég komst ekki í hnakkinn og í allan vetur þá tókst að halda hlutunum gangandi, nokkur hross skiptu um eigendur og nokkrar hryssur voru sýndar í vor. Nú er reyndar að koma inn skemmtilegu hestaárgangarnir þar sem meirhlutinn af folöldunum 3 ár í röð voru hestar, þannig að það er nóg úrval af geldingum á tamningaaldri, úff!
Já, það var fínt að komast loksins í hnakkinn 11 febrúar, rúmum mánuði eftir að ég átti, eftir 7 mánaða pásu, en ég hætti að ríða út strax eftir landsmót í fyrra. Var reyndar orðin áhugalaus í meira lagi með hrossin fyrir þann tíma, síþreytt og pirruð og var dauðfegin þegar landsmótið var yfirstaðið, þá þyrfti ég ekkert að pína mig meir í hnakkinn ;) En til allrar hamingju kom áhuginn til baka þegar litli guttinn fæddist og maður er hægt og rólega að komast í fyrra form.
En eins og áður sagði þá voru nokkrar hryssur mátaðar á brautinni í vor.
Sólarorkan hans Valdimars stóð sig vel á Gaddstaðaflötum og kom út í 8, klárhryssa með 8.5 á línuna nema 9 fyrir stökk. Sólarorka er 6 vetra undan Kraft frá Neðri-Þverá og Sóldögg, sem sagt sammæðra Sóllilju. Hún átti folald 4 vetra sem hún missti, og frumtamin þá um haustið. Stór og myndarleg skrefamikil jafnvíg opin fjórgangshryssa, traust og samvinnufús.
Mánaglóð er algert uppáhald hjá húsráðanda í augnablikinu, skemmtileg klárhryssa eðlishágeng og verulega gaman að vera í hnakknum á þessari, hún er ennþá að vaxa og á mikið inni, efnilegur fjórgangari eins og mörg systkyni hennar undan Mónu og ekki er faðirinn af verri endanum, HM farinn Bragi frá Kópavogi. Það var ekki hægt að láta Söru Rut enda veturinn án þess að máta kynbótabrautina og þær voru sætar saman Sara Rut og Mánaglóð. Sara fékk strax fyrstu níuna í hús, fyrir hægt stökk, 8.5 fyrir fet, stökk og fegurð í reið og 8 fyrir annað. Þetta var þeirra beggja fyrsta ferð á kynbótabrautina.
Geisja er léttstíg og kát, fékk ekki alveg allt sem ég ætlaði henni í þetta skiptið, en það er nógur tími, enda er hún bara 5 vetra. Hún er undan Gásku og Stála frá Kjarri. Forsýningin var kannski ekki alveg nógu sannfærandi og hún hækkaði örlítið á yfirlitinu, fannst nú heldur lítið gefið fyrir brokk samt.... en eins og ég segi hún er ung og spræk og á framtíðina fyrir sér! Fékk 8.5 fyrir tölt stökk vilja og fegurð í reið, 7.84 í aðaleinkunn, klárhryssa.
Svo er það hin sprengviljuga Frostrós undan Þyrnirós og Hrym frá Hofi, ég ætlaði sko heldur betur að bæta dóminn á henni síðan í fyrra, en það gekk ekki alveg upp í þetta skiptið, forsýninginn fór út og suður en yfirlitið gekk hins vegar vel þó hækkunin væri lítil, hún endaði í 7.68. Ætla samt að telja mér það til tekna að ég náði ekki að prófa þessa hryssu almenninlega fyrr en í lok maí, rétt fyrir sýningu, og var svo aðeins að "delera" með járninguna á henni, en stefni á að máta brautina aftur með hana í sumar. Það er svaka mikið í þessari meri, mikill kraftur og rými á tölti og brokki, býr yfir einhverju skeiði líka, finnst nú reyndar skemmtilegra að reisa hana uppúr herðum og láta hana fljúga á yfirferðartölti frekar :P Verena sem hefur verið að vinna hjá mér á þessa hryssu en við sáum um hana í vetur meðan hún ferðaðist vítt og breitt um heiminn.
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
04.07.2013 23:50
Opps they did it again ...
Gæðingshryssan Kolka frá Hákoti var á húsi og hefur Hrefna María þjálfað hana að kappi í vetur. Þjálfunin gekk vel og hafði Hrefna strax orð á því að henni finndist hryssan töluvert sterkari og beittari þetta árið. Enda væri kannski annað óeðlilegt að hryssan myndi ekki bæta sig frá ári til árs líkt og önnur hross því enn er hún ung á árum einungis á 7 vetri, þó að hún hafi í raun toppað sig og allt sem hægt er að toppa síðast liðin ár. Hæst dæmda 5 vetra hryssan 2011 á LM sigurvegari og hæst dæmda 6 vetra hryssan í heiminum 2012.
Stefnan var tekin á að koma fram með hana í A - flokki gæðinga hjá Fáki í vor.
Í brautinni var hryssan góð, kraftmikil og örugg. Greinlega orðin að fullorðu hrossi. Útgeislun og fas vantaði ekki sem og kraft. Frábærar gangtegundir skiluðu henni í 8,81 í hæfileikum og þar af 9,5 fyrir vilja og geðslag. Í fyrra hlaut hún 8,85 en það sem breytist nú var að hún hlaut 9 fyrir skeið og hækkaði þar um hálfan en lækkaði um hálfan fyrir tölt í 8,5 úr 9.
"Gaman að neita að vera í Landsliðinu 2 ár í röð!" sagði Hrefna um daginn hlægjandi eftir að hringt var í hana henni boðið sæti sem kynbótahross, það gerist nú ekki á hverjum degi.
En svona er þetta og aldrei að vita hvað árið 2014 ber í skauti sér. Stefnan er tekin á LM 2014 með Kolkuna. :)))
Mynd tekinn í gær af Kolku - Enjoying life!
Já hún er að hafa það huggulegt þessa dagana, fær að vera ein með nokkrum nýköstuðum úti á túni bak við hús. Ánægð með lífið og tilveruna og fær að borða fylli sína á hverjum degi og ráðsmennskast með hinar hryssurnar eins og henni er einni er lagið. Ekkert vallar skak í bráð hjá henni ... eða hvað? Aldrei að vita hvaða flugu eigandinn fær í hausinn! #simplythebest
Stefnan var tekin á að koma fram með hana í A - flokki gæðinga hjá Fáki í vor.
Mynd tekin í forsýningu A-flokks.
Nú í lok maí var Gæðingakeppni Fáks haldin og stóðu þær stöllur sig vel í frumraun sinni á hringvelli. Forsýningin gekk ljómandi vel og uppskáru 8,49 - margir sem sáu sýninguna voru aðeins hissa á að talan hafi ekki verið hærri því sýningin var mjög góð. En eftir að hafa rýnt í dómarablöðin var nokkuð augljóst að fet einkunin var það sem dró hana mikið niður. :)
En Kolka og Hrefna náðu sér í úrslitasæti og mættu galvaskar í úrslitin sem voru gríðarlega hörð og spennandi þar sem ofboðslega sterkir hestar átu kappi saman.
Mynd Kolka og Hrefna á brokki í úrslitum. Auðvitað fór knapinn í sitt fínasta púss hvítar og tjaldaði var til öllum semilíusteinum sem finnast getur á beisli og hjálm :)
Úrslitin gengu vel og skilaði Kolka öllu sínu eins og henni er einni lagið - fullum afköstum á öllum gangtegunum, jákvæð og ótrúlega skemmtileg.
Hrefna María setti inn status á facebook sem tilvalið er að birta hér og lýsir kannski hryssunni og upplifuninni að sitja svona gæðing vel :
,,Er búin að eiga frábæran vetur með þessu gulli. Hver einasti reiðtúr verið einstakur og oftast endað einhver staðar lengst frá húsi því ég hef ekki tímt að sitja á henni lengur og fengið mér göngutúr heim. Vinir mínir fengið ófá símtöl og ég segi þeim að ég sé í "algjöri losti yfir hryssunni" og þurfi að "frysta mómentið" og hvað eina...Ég varð aðeins klökk eftir úrslitin í A-flokki á laugardaginn þegar ég rölti með hana heim eftir að hún skilaði öllu sínu eins og henni er lagið, full af orku og þjálni á öllum gangtegundum. Við vorum meðal bestu A-flokkshesta landsins og var þetta frumraun hennar á hringvelli, einkunn 8,67 og 4 sæti. Tveir stóðhestar með yfir 8,90 í hæfileikum voru á undan okkur, Gróði og Ágústínus, og svo legend-ið hann Stakkur frá Halldórsstöðum. Eftir okkur voru einnig frábærir hestar.En það lang BESTA var... tilfinning að sitja á þessari hryssu, hún var ólýsanleg, mikið ofboðslega var þetta gaman! Fúsleikinn og sálin hennar er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst og hugsa að ég kynnist bara einu sinni á ævinni í hrossi... eins og ég hef oft sagt í vetur þegar ég kem heim í hús "hross eru bara ekki svona" !!Hef aldrei trúað sérstaklega á að til séu sálufélagar og annað slíkt... en eitthvern vegin finnst mér eins og Kolka mín og ég komumst nálægt því... Og það sé fyrir ástæðu sem þessi hryssa endar í höndunum á mér... gæti verið örlög??Var að reyna útskýra þetta fyrir einni vinkonu minni og þá datt mér í hug kvikmyndin Avatar... "það er bara eins og flétturnar okkar tengist saman"... finnst ég geta séð á henni þegar ég horfi á hana hvernig henni líður inní hesthúsi, veit yfirleitt hvernig hún er áður en ég fer á bak, ég finn hvað hún er að hugsa þegar ég sit á henni og hún finnur strax ef það er rólegur dagur og hvenar orkan á að vera uppi. Tala svo við hana í huganum þegar hún bíður mér of mikla orku og hún skilur mig.Geðslagið og fúsleikinn í þessari svörtu drottningu er það sem fær mitt hjarta til að slá hraðar"
Hrefna og Kolka á fljúgandi skeiðsiglingu.
Einkunnir Kolku voru mjög jafnar fyrir allar gangtegundir og skorið iðulega milli 8,6-8,8 fyrir allt. Loka einkunin var 8,67 og 4. sætið á eftir gríðarlega sterkum hestum og ekki má gleyma þeim sem eftir komu.
Kynbótadómur 2013
Eftir gæðingakeppnina fékk hún gott frí í eina og hálfa viku eða svo. Þegar Hrefna byrjaði að trimma hana aftur var Kolkan heldur betur í stuði og eftir "örlitlar" vangaveltur var eins og það eina rétta væri að renna henni í kynbótadóm aftur... Já afhverju ekki ? Hrefna var sannfærð um að hún hafi aldrei verið betri og ætti hún að þekkja hana orðið þónokkuð vel.
En hvað ætlaru að bæta ?? Hún er svo hátt dæmd!! .. já heyrðist á mörgum stöðum. Tilfinningin hennar Hrefnu sagði henni að hún getur farið í 9 fyrir nánasta allar gangtegundir samtímis á góðum degi.
En hvað ætlaru að bæta ?? Hún er svo hátt dæmd!! .. já heyrðist á mörgum stöðum. Tilfinningin hennar Hrefnu sagði henni að hún getur farið í 9 fyrir nánasta allar gangtegundir samtímis á góðum degi.
Hrefna heldur í Kolku í byggingardómi Hella 2013. Svarta drottningin.
Hrefna fór með Kolku á kynbótasýningu í loka vikunni á Hellu núna í byrjun júní. Hryssan var fílefld. Glansandi og vel sæl. Vonast var til að hún myndi hækka jafnvel fyrir hófa en úr var að hún hélt sinni byggingareinkunn óbreyttri sem er ekkert slor 8,44 - þar af 9 fyrir háls og samræmi og 9,5 fyrir bak og lend.
Hrefna fór með Kolku á kynbótasýningu í loka vikunni á Hellu núna í byrjun júní. Hryssan var fílefld. Glansandi og vel sæl. Vonast var til að hún myndi hækka jafnvel fyrir hófa en úr var að hún hélt sinni byggingareinkunn óbreyttri sem er ekkert slor 8,44 - þar af 9 fyrir háls og samræmi og 9,5 fyrir bak og lend.
Kolka í fordóm á tölti 8,5 fyrir tölt. 9 fyrir fegurð í reið.
Og brokk 9. Hefur alltaf fengið 9 fyrir brokk.
9,5 fyrir Vilja og geðslag.
Aðaleinkunn 8,66Sköpulag: 8,44 | Kostir: 8,81 |
Höfuð: 8,0 5) Myndarlegt Háls/herðar/bógar: 9,0 1) Reistur 5) Mjúkur 6) Skásettir bógar Bak og lend: 9,5 2) Breitt bak 3) Vöðvafyllt bak 7) Öflug lend 8) Góð baklína Samræmi: 9,0 1) Hlutfallarétt 2) Léttbyggt 4) Fótahátt 5) Sívalvaxið Fótagerð: 7,0 I) Votir fætur Réttleiki: 8,5 Afturfætur: 1) Réttir Hófar: 8,0 3) Efnisþykkir I) Slútandi hælar Prúðleiki: 8,0 | Tölt: 8,5 2) Taktgott 3) Há fótlyfta Brokk: 9,0 1) Rúmt 2) Taktgott 5) Há fótlyfta Skeið: 9,0 1) Ferðmikið 2) Takthreint 3) Öruggt Stökk: 8,5 Vilji og geðslag: 9,5 2) Ásækni 4) Þjálni 5) Vakandi Fegurð í reið: 9,0 1) Mikið fas 3) Góður höfuðb. 4) Mikill fótaburður Fet: 7,5 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 7,5 |
Svifmikið brokk!
Yfirlitsýningin gekk ágætlega þó svo ekki varð úr hækkun. En Hrefnu langið að breyta nokkrum tölum og í draumaheimi hefði hryssan dottið aftur í 9 tölt eins og hefur fengið, síðan finnst okkur brokkið alveg getað borið 9,5 eins og á yfirlitsýningunni og svo hefði verið afskaplega skemmtilegt að sjá 10-una fyrir vilja og geðslag. Okkar mat er að hún getur alveg borið þessa stóru tölu líkt og aðrir gæðingar sem hafa hlotið hana. Hún hefur komið 5 sinnum fram á braut og aldrei hefur sýning klikkað, LM sigurvegari 2011 og hæst dæmda hryssan 2012 og sýnist stefna í það sama 2013!! Eyrun fram og ávalt fjör og jákvæð lund.
"Gaman að neita að vera í Landsliðinu 2 ár í röð!" sagði Hrefna um daginn hlægjandi eftir að hringt var í hana henni boðið sæti sem kynbótahross, það gerist nú ekki á hverjum degi.
En svona er þetta og aldrei að vita hvað árið 2014 ber í skauti sér. Stefnan er tekin á LM 2014 með Kolkuna. :)))
Mynd tekinn í gær af Kolku - Enjoying life!
Já hún er að hafa það huggulegt þessa dagana, fær að vera ein með nokkrum nýköstuðum úti á túni bak við hús. Ánægð með lífið og tilveruna og fær að borða fylli sína á hverjum degi og ráðsmennskast með hinar hryssurnar eins og henni er einni er lagið. Ekkert vallar skak í bráð hjá henni ... eða hvað? Aldrei að vita hvaða flugu eigandinn fær í hausinn! #simplythebest
Skrifað af Álfhólar
- 1
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
Flettingar í dag: 1408
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 1097
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1561731
Samtals gestir: 98344
Tölur uppfærðar: 13.11.2024 13:24:54
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]