Færslur: 2012 Janúar

18.01.2012 20:26

Nýir eigendur

Nýja árið tekur á móti okkur með rysjóttu veðri, en afar fallegum dögum inná milli.  Árið 2011 hefur verið viðburðarríkt en að fara að gera það sérstaklega upp er að bera í bakkafullann lækinn því flestum stórviðburðum hafa verið gerð góð skil í fyrri fréttum.

Salan var ekkert til að hrópa húrra fyrir framan af ári en þó var að fara eitt og eitt hross fram á sumar.  En þegar haustaði hljóp heilmikið líf í hana og mörg hross skiptu um eigendur og hér eru nokkur dæmi:



Xenia og móðir hennar Dr. Anja eignuðust Vöku hennar Hrefnu Maríu núna í haust.
Þær mægður hafa verið í sambandi við okkur og gengur vel með Vöku í útlandinu sem er alltaf gaman að heyra. 

Hér er video af Vöku og Hrefnu síðan á Ístölti 2011



 

Kraftur frá Strönd skipti líka um eigendur og er á leið til Swiss núna í vetur. Hann verður þó framan af í þjálfun þangað til hann fer út. 



Hinn stóri og myndarlegi Solandus er kominn út til Slóveníu.  Solandus er albróðir bleikblesóttu Sóllilju. Traustur og góður fjóragangari. Hér er skemmtilegt video af honum á youtube.


Sóldís var að lenda í Swiss núna í vikunni ásamt Hilmi frá Álfhólum sem því miður engin mynd er til af. Góð reiðhross sem eflaust eiga eftir að gleðja hina nýju eigendur mikið enda með eindæmum elskuleg og góð hross. 


Kathy góð vinkona okkar frá Þýskalandi féll fyrir frábærri hryssu hjá vinum okkar í Ármóti. Ása frá Ármóti er hrikalega efnileg alhliða hryssa sem eflaust á eftir að vera mjög sterk í sportinu í framtíðinni. Hún er alsystir Ás frá Ármóti. Hér er mynd af henni og Ásu og John. 



...og hér er nýr eigandi kominn á bak. Ása fer utan núna í febrúar. 



Og Katharina vinkona Kathy fann sína draumahryssu í hesthúsinu á Álfhólum í sömu ferð, hina léttu og litfögru Litbrá frá Baldursshaga.



Og maður verður víst að týma einu og einu uppáhalds....Eldglóð Gásku og Bragadóttir fer þó ekki lengra en í næstu sýslu, en verður hér fram á vor fram yfir sýningar.



Fyrstu verðlauna hryssan Vaka frá Kanastöðum fór síðsumars.



Víkingssonurinn Nói vakti lukku hjá nýjum eigendum sínum í Þýskalandi, en það fuku nokkrir svona reiðhestar og hryssur hingað og þangað. Yljar manni alltaf um hjartarætur þegar maður fær email og skilaboð frá nýjum eigendum "Er ist ein tolles Pferd!! :)"  ... I love him to death, he is so nice... 

Við leggjum okkur í líma við að bjóða aðeins góð, traust, vel tamin hross sem okkur líka vel við sjálfum, til sölu og reynum að finna rétta hestinn handa hverjum. Við teljum það vera grunninn að að góðu orðspori.  Við hikum ekki við að neita að selja, ef okkur finnst áhugasamur kaupandi ekki passa fyrir hestinn sem við bjóðum.  Það er svo mikilvægt þegar mikið er selt í gegnum netið að það ríki fullkomið traust og það sé ekki stokkið á hverja einustu sölu sem kemur upp, án þess að spá í hvort hrossið komi til með að henta viðkomandi.

En það kemur hestur í hests stað og hérna fyrir neðan eru nokkur dæmi um hross sem eru á sölu hjá okkur...



Ketill frá Vakurstöðum, frábær fjórgangari og töltari sem hentar öllum. Mikið unninn hestur með einstakt geðslag og farsælan ferill í keppni að baki. Meira um Ketil HÉR



Einn af Söru uppáhalds, Gaukur frá Strandarbakka, klárlega efni í alvöru fimmgangshest.  Video HÉR og HÉR



Stormur frá Kanastöðum, traustur, risastór og skreffallegur alhliða hestur, Eðlistöltari. Meira um Storm  HÉR



Svo fyrir þá sem vilja komast hratt á tölti í framtíðinni er hér ein undan Asa frá Kálfholti, hryssa á sjötta vetur, Lind frá Baldurshaga.  Video HÉR  tekið eftir 3 vikna vetrarþjálfun en hún var þá búin að vera í fríi frá því í Júlí með tilheyrandi aukakílóum.  Var fyrst tamin í fyrravetur og á mikið inni.

Allar upplýsingar [email protected]
  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 1182
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1097
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1561505
Samtals gestir: 98331
Tölur uppfærðar: 13.11.2024 11:37:53

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]