Færslur: 2011 Desember

27.12.2011 00:13

Gleðileg Jól - Holiday Greetings





Kæru vinir nær og fjær!

Eigið yndislega jólahátið og megi nýja árið færa ykkur gleði, gæfu og góða heilsu. Þökkum samveru og góðar stundir á liðnu ári. 
Hittumst heil á því nýja!

Jólakveðja frá okkur öllum á Álfhólum!


Dear friends,
 
Merry Christmas to you all near and far. Wishing you good times, good cheer and a happy new year!


Holiday greetings from everyone at Álfhólar!

19.12.2011 21:47

Meiri snjó, meiri snjó....





Var að vafra á netinu um daginn, og fannst ekki vera neinar fréttir neins staðar..... gleymdi alveg að líta í eigin barm enda kominn mánuður síðan eitthvað kom hérna inn!

Eftir rigningarsamt en hlýtt haust skipaðist skjótt veður í lofti.  Svo fljótt að það munaði minnstu að ég missti af flugvélinni 25 nóvember til Þýskalands þar sem ég var boðuð með námskeið, vegna þess að ég þurfti að keyra undir löglegum hraða á Reykjanesbrautinni vegna hálku!  Alveg með eindæmum hvað maður lætur veturinn alltaf koma sér á óvart þótt það sé langt liðið á hann ;)

En vá, loksins fylgdi skemmtilegt útreiðarfæri vetrinum.  Það hefur nefnilega oft verið svo að hér hefur bara fryst á auða jörð og allt gaddfreðið og útreiðarfærið núll spennandi!



Það er verst ef að það hvellspringur á hrossunum hjá manni þegar það þiðnar!  Annars erum við frekar mikið að nota reiðhöllina þrátt fyrir færið, en það er gaman að láta skyrpa úr hófum á mjúkum snjónum annað slagið.  Allavega leiðiðst  Sóllilju  það ekki og mér leiðist það enn minna að ástarfundur hennar og ónefnds stóðhests hafi ekki gengið upp í sumar enda bara gaman að hafa þessa kátu pæju undir hnakk :)   



Ég ætlaði líka að taka ægilega myndasyrpu af Mánastein nýjárnuðum... svona áður en hann yrði enn og aftur haltur á einhverri löpp...... en það gleymdist víst að kenna myndatökumanninum á myndavélina, svo hann missti af öllum bestu mómentunum.  Hann fékk svo að heyra það eftir á að maður heldur takkanum inni, en ýtir ekki á við hverja mynd, þetta er sko vél sem á að taka 8 ramma á sekúndu en ekki bara einn!!! ;)

En kappinn hangir enn á löppunum og bætir sig vonandi bara fram að næstu myndatöku.  Hann er búinn að vera hálfgerð óheillakráka þessi hestur, slasaður á framlöpp á fjórða vetur, hóstandi langt fram eftir vetri í fyrra, og svo loksins þegar hann hætti að hósta fór hann að fá dularfulla helti í afturfót sem ekki fannst nein skýring á, nema við komumst að því að hann svaraði beygjuprófi á kjúku.  En hann á langt í land með rétt rúma 4 mánuði í tamningu þegar allt er talið og kominn á sjötta vetur :/



Það var aðeins grænna úti í Þýskalandi síðustu helgina í Nóvember þar sem ég dvaldi í boði Kathrin Kasper sem keypti hann Andvara Eldvakason fyrir einu ári síðan.  Þar var ég með helgarnámskeið fyrir ca 10 manns, ágætis tilbreyting :)



En þessi snemmbúni vetur hefur sína ókosti, því aldrei hefur þurft að byrja að gefa hrossum eins snemma.  Systurnar Gáta og Gæska passa vel uppá hvor aðra í stóðinu.  Það er reyndar búið að skilja þær að núna því Gáta er komin inná hús en Gæska er fylfull við Kraft frá Strönd.  Hún kom geld heim frá hesti í haust, og það var örþrifaráð þegar langt var liðið á september að halda henni og Kraftur sá hestur sem var ekki náskyldur henni og var innan seilingar.   Hvort það er gáfulegt að starta 1st verðlauna hryssu svona seint verður bara að koma í ljós.... en mér hefur tekist að rétta af hryssu sem var haldið um miðjan september fyrir fjórum árum en kastaði um miðjan júní í sumar, og hef ég þó ekki alltaf náð henni á folaldagangmáli.



Og svo var ég að dusta rykið af Gauk frá Strandarbakka eftir eins og hálf mánaðar hvíld.  Það voru meiri mistökin hjá eigandanum að setja þennan hest til mín í þjálfun með sölu í huga.... ég tími bara ekkert að selja hann!  Með skemmtiegri fimmgangshestum sem ég hef verið með, hefur hreinar og rúmar gangtegundir, og rífur vel í skeið þó það sé lítið þjálfað, enda hesturinn ekki tamin nema nokkra mánuði.

Nú, svo vonar maður að snjórinn fari hvergi og það verði flennifæri frameftir vetri :)


  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 8362
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1659
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 1436016
Samtals gestir: 93895
Tölur uppfærðar: 8.10.2024 19:43:33

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]