Færslur: 2009 Maí
31.05.2009 09:31
Vorverkin
Ég set hrossin alltaf út í litlum hópum til að fyrirbyggja slys og einn daginn þegar ég var að fylgja þeim í girðinguna tók ég eftir því að þessi hópur var skemmtilega samsettur svona litalega séð, allt fjögurra vetra hryssur nema Gjóska sú móskjótta er 5 vetra. Ég þarf ekki að örvænta því að hrossin mín einhæf á litinn ef þessar skila sér í ræktunina einhverntíma. Móey,Gjóska, Dagrún, Gæska og Sóllilja. Sumar af þeim eru nú að banka í það að verða sýningarhæfar, en ég væri nú alveg til í að það væri ein kynbótasýning í júlí.
Það var nú einmitt sjálfskipaður kynbótadómari í heimsókn fyrir fáeinum dögum og sá nokkur hross, en hann varð voða hrifinn af Móey litlu og Gjósku Gáskudóttur.
Þessari mynd var smellt af Móey fyrr í mánuðinum út um bílglugga. Fyrir svona mánuði síðan fannst mér hún hálfgerður krakki, styrklaus og ekki tilbúin í sýningu, en hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á hverjum reiðtúr núna síðustu vikurnar og sýning ekki svo fjarlægur möguleiki lengur, hún er bara að verða býsna skemmtileg og kominn töluverður burður í hana ( þessi mynd segir reyndar lítið um það hvernig hún er orðin núna, við skulum segja að hún sé svona "allt í lagi" á henni ;)
Loksins í vor fékk ég að halda henni Móeiði minni aftur og hún fór undir Fróða frá Staðartungu en hann heillaði mig í vetur á Svínavatni og enn meira í skautahöllinni. Mér finnst alveg kostur þegar hestar virka vel á ís. Ég skal játa að ég hélt alveg vatni yfir honum á landsmótinu síðasta og alveg mátulega hrifin af því að vera fengin til að halda Ronju undir hann þá, en það má nú alveg skipta um skoðun er það ekki ;)
Kybótasýningar eru byrjaðar og ég rúllaði einni í gegn í Hafnafriði, henn Gullveigu Glampadóttur. Það gekk þokkalega, 7,90 aðal en byggingin var nú ekkert að hjálpa (7,81) þó svo þetta sé myndarmeri sem allir sem koma í hesthúsið spyrja um. Hún var nú hamingjusamari í heimahögunum heldur en á sýningunni þegar þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum í stöðumati. En skeiðgírinn var í góðu lagi og fékk hún 8,5 fyrir þann þáttinn. Kannski er ég búin að liggja aðeins of mikið yfir því að bæta skeiðið á kostnað klárgangsins?
Hrefna María fór með hann Rauðskegg sinn frá Brautartungu, slaktaumatöltarann sinn og fékk á hann 9 fyrir brokk, tölt og fet meðal annars, 8,14 fyrir hæfileika á Víðidalssýningunni. Aðaleinkunn 7.95
Og Íkon keppnishesturinn hennar Rósu, vetraruppákomusigurvegari með meiru, fór í góða fyrstu einkunn fyrir hæfileika, m.a 9 fyrir tölt og vilja 8,10 fyrir hæfileika og 7,98 í aðaleink. Sýnandinn var knapinn á myndinni, John Kristinn Sigurjónsson.
Ég hef aðeins verið aktívari á keppnisvellinum núna en oft áður og þá oftast með Dívu sem stendur sig yfirleitt vel. Fór í Kópavog um miðjan mánuðinn og gekk vel, var í fjórða sæti eftir forkeppni en ákvað að sleppa úrslitum, langt að keyra og of mikið álag fyrir unga meri að fara í gegnum úrslit á öllum mótum sem hún tekur þátt í. Keppti aftur á henni á Hellu viku seinna og þar skráði ég hana í meistaraflokk og við fengum 7.07 í einkunn í forkeppni og 7.44 í úrslitum. Ekkert ósátt við það. Ákvað síðan að sleppa Reykjavíkurmeistaramótinu og huga að kynbótasýningu, ekki að það sé mikil breyting í sambandi við fótabúnað því ég hef alltaf verið með hana á áttum og kynbótahlífum í keppni utan einu sinni og það var eina mótið sem hún komst ekki í úrslit á. Það eins og ég segi stundum, "minna er meira"
Nei maður þarf víst eitthvað að leggja inní Gleðibankann, það gengur ekki endalaust að taka út, annars er nú ótrúlegt hvað það er nú oft mikið inná reikningnum hjá henni þrátt fyrir endalausar úttektir, vildi að bankareikningurinn minn hagaði sér eins!
Ég renndi mér líka með Dimmir á Gæðingamót Fáks fyrr í maí og það var ágætis æfing. Var reyndar talin alveg galin að fara með hann á mót án þess að prófa hann á hringvelli áður, og jú jú ég skal alveg viðurkenna það að ég hefði örugglega sett upp hentugra prógramm fyrir hann ef ég hefði gert það. Hann var full heitur til að leggjast almenninlega á brokkið og hvað þá að feta og lokaeinkunn var 8.22 þannig að það er bara að gera enn betur næst. Er að velta fyrir mér að sýna hann aftur í kynbótadóm, tel að hann eigi örugglega inni á nokkrum stöðum ennþá tölur, en ég hef ekki verið eins skipulögð í þjálfuninni á honum eins og ég var í fyrra, þannig að það er spurning hvað maður gerir.
Já ég hef ekki verið duglega að uppfæra undanfarið, eins og vinkona mín sagði við mig, gerist ekkert í sveitinni??? Það er reyndar ekki svo, það gerist stundum of mikið þannig að tíminn fyrir framan tölvuna verður afar lítill. Svo eru tölvumálin í ólestri hjá mér þessa dagana og þessi færsla skrifuð á gamlan traktor ef þannig má orða það og kannski orðið tímabært fyrir mig að laga "lappan" svo það sé hægt að setja inn einhverjar nýjar myndir við tækifæri af því sem er að ske, eins og nýjum folöldum og svona :)
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
05.05.2009 09:07
Keppni og Hvuttar
Skellti mér á mót á Selfossi um helgina, Íþróttamót Sleipnis. Það gekk bara nokkuð vel og eftir að hafa unnið B-úrslit á Herská Parkersdóttur í fjórgang endaði ég fjórða í A-úrslitum. Hrefna María og Rauðskeggur voru í öðru sæti en Svanhvít Kristjánsdóttir vann á Kaldalóns.
Í tölti kom ég 4-5 inn á Dívu en var alveg ákveðin að ríða mig upp í annað sætið og það tókst næstum því , endaði í 2-3.
Ég skil nú ekki alveg þankaganginn á þeim sem voru inní dómpall, því ég tilkynnti 3svar að ég væri á Dívu í tölti en ekki Ref, samt er honum ennþá tileinkaður árangur hennar :(
En allavega.... fékk þessa fínu mynd af Dívu senda frá Arnari sem kennir sig við Hrísnes
Eins og sumir hafa frétt, þá fékk ég stálpaðan hvolp upp í hendurnar fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Hann er úr sama goti og Kraftur sem ég missti undir mjólkurbílinn, sonur Pjakks og Snotru. Hann er efnilegur og áhugasamur hestahundur með smalagenið á hreinu. Viggó heitir hann en réttnefni væri líklega Dúmbó, svona miðað við eyrnastærð, það liggur við að hann geti flogið á eyrunum þau eru svo stór :D
Nokkru myndarlegri er albróðir hans, Darri hennar Auðar Matt. sem kommentar stundum hér á síðunni hjá mér, svaka flottur hundur.
Sauðburður er hafinn í sveitinni, byrjaði 24-25 apríl og ætli að það séu ekki svona 1/4 að verða borinn, þannig að það er fjör á fleiri vígstöðvum heldur en bara í hestunum!
Skrifað af Söru Ástþórsdóttur
- 1
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
Flettingar í dag: 811
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 3018
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 1420311
Samtals gestir: 93463
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 15:55:07
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]