Færslur: 2009 Mars
21.03.2009 06:51
Fjör í sveitinni
Eða eiginlega ætti þessi frétt að heita "Heimasíða í tilvistarkreppu" miðað við dugnað umsjónarmanns að undanförnu við að uppfæra, já eða þannig sko.
Og til að sanna það að við erum enn á lífi þá setti ég inn eina mynd af okkur Verenu sem var tekin í gær, og eins og sjá má erum við bara nokkuð hressar enda ekki annað hægt þegar myndatökumaðurinn er hún Valgerður vinkona í Grindavík, sem kom við í gær að ná í hestinn sinn sem við vorum með í tamningu fyrir hana :)
Verena mátti líka vera kát með daginn, en hún var í frumtamningaprófi með 3 tryppi sem hún er búin að vera að temja hjá mér í vetur sem gekk bara ágætlega. Sérstaklega var gaman að fylgjast með henni vera með Sóllilju Sóldaggardóttur í verkefninu laus í hringgerði, já eða eigum við að segja laus í reiðhöll, því sem stendur er ég ekki með neitt hringgerði. En það skipti engu máli því hryssan dansaði og lék sér við tamningarmanninn eins og það væri ósýnilegur spotti á milli þeirra svo flott var leiðtogahlutverkið og gagnkvæm virðing þeirra á milli og fengu þær fullt hús fyrir eftir því sem ég best veit.
Jamm, annars gengur lífið bara sinn vanagang í sveitinni, dagurinn farinn að lengjast og þá vill nú oft verða að vinnudagurinn lengist með. Þjálfunin á flestum hrossunum hefur gengið stórslysalaust, litlu hryssurnar á fjórða vetur þær Móey, Dagrún og Gæska halda allar áfram að vera lofandi. Gæska Gásku og Tígursdóttir kemur kannski mest á óvart, því hún er búin að vera svo hrikalega róleg og mannelsk í uppvexti en hún er svaka viljug og sem stendur viljugust af þessum þremur, alveg ofboðslega samvinnuþýð og vinnufús. Já stundum er ekki allt sem sýnist.
Það kom reyndar aðeins bakslag í þjálfunina á Dagrúnu þegar ég uppgvötaði kúlu á kviðnum á henni sem leit við fyrstu sýn út fyrir að vera rifbeinsbrot, en er líklega samkvæmt skilgreiningu dýralæknis, slitinn vöðvi sem hefur gróið einhvern veginn saman með tilheyrandi örvefsmyndun. Þetta hefur þá væntanlega gerst á sama tíma og nágrannastóðhesturinn beit hana á háls þegar hún var veturgömul, það eru þá sem sagt tveir slitnir vöðvar í tryppinu! Það væri alger bömmer ef öll þessi leiðindarmeiðsli yrði til þess að ég næði ekki sýningu á henni því ef að Díva systir hennar þykir lyfta löppunum, já þá ættuð þið að sjá þá bleikálóttu litlu í stuði ;)
Og Móey, er eins og ég lýsti henni fyrir meðeigandanum, töltið er svo mjúkt að það er eins og maður sitji bara á töfrateppi nokkrum sentimetrum fyrir ofan jörðina, hún er svo skreflétt en með mjög stinnt og gott brokk að auki.
Söluhrossunum hefur eitthvað fækkað inná síðunni og það stendur til að ráða bót á því svona þegar færi gefst til.
Í lokin, ein mynd af okkur Dimmi á Svínavatni á gamaldags fljúgandi skeiði. Við gerðum ferð þangað um þarsíðustu helgi og dvöldum í góðu yfirlæti hjá Jonna og frú á Hæli. Flott veður og skemmtilegt mót. Sýningin hjá mér gekk ekki alveg upp, Dimmir var full heitur í braut og fékk arfa slaka einkunn fyrir brokk sem hann var ekkert inná því að sýna, 8,34 út og var í sæti 14-16 af 58 keppendum. Kannski á ég bara að vera sátt við útkomuna, en hver er það þegar hann veit að hægt er að gera betur?
Af hverju segi ég gamaldags skeiði? Jú, ég heyrði það útundan mér að ráðunautar séu farnir að tala um nútíma skeið og gamaldags skeið. Nútímaskeiðið á að leyfa meiri fjórtakt heldur en gengur og gerist og maður sér það greinilega á landsmótspólunni að hross sem varla slíta spor eru að fara í svaklegar tölur á skeiði þannig að þetta er kannski bara það sem koma skal. Ég veit ekki hvað skal segja, en í öllum þeim dómaraleiðurum sem ég hef lesið þá er skeið tvítakta gangtegund með svifi! Í hlutarins eðli er skeið hins vegar alltaf með örlitlum fjórtakti, því annars væri hesturinn við að stytta sig í hverju spori og kæmist ekki uppá neina ferð. En það á að vera það lítið að manneyrað á bara að heyra tvítaktinn, tja eða það hélt ég alla vega :S
02.03.2009 02:46
Klakadrottningar
Refur fór inn í öðru holli, en fyrir annars svona viljugan hest eins og hann, var svellið honum algerlega ofviða og vinurinn festist bara í handbremsu sem hann losnaði ekkert úr hvað sem á dundi. En einkunin lofaði góðu fyrir framhaldið, 6,20 og rétt fyrir utan úrslit sem var bara velviðunandi sérstaklega þar sem hann var að vinna langt undir getu.
Litla systir Dimmis, hún Díva sem er bara á fimmta vetur, var hins vegar mun glaðlegri en Refurinn og eftir að hún hafði áttað sig á svellinu þurfti ég lítið annað að gera en að sitja og láta fara vel um mig, hún sá um restina sjálf og útkoman var ekki langt frá markmiðinu sem var að sjálfsögðu að fara beint í A-úrslit, en hún kom efst inní B-úrslit einungis 0.04 kommum á eftir næsta hesti, með einkuninna 6.63. Við náðum ekki að halda sætinu og duttum niður í 7unda, kannski sem betur fer. Ég þurfti þá ekki að finna upp afsökun til að ríða ekki A-úrslitin, því það hefði mér aldrei dottið í hug að leggja á svona ungt tryppi!
Til fróðleiks eru hér úrslitin úr opna flokknum en öll úrslit er hægt að sjá á hestafrettir.is
Opinn flokkur:
A úrslit
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Lena Zielinski Eining f. Lækjarbakka Brún 8 Geysir 7,43 8,22
2 Hulda Gústafsdóttir Völsungur f. Reykjavík Brúnstjörn. 16 Fákur 7,40 7,94
3 Erla Guðný Gylfadóttir Erpir f. Mið-Fossum Jarpnös. 10 Andvari 6,67 7,78
4 Bylgja Gauksdóttir Piparsveinn f. Reykjavík Brúnn 6 Andvari 7,10 7,44
5 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7,17
6 Artemisia Bertus Flugar frá Litla-Garði Rauðstjörn. 9 Stígandi 6,90 7
B úrslit
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7
2 Sara Ástþórsdóttir Díva f. Álfhólum Jörp 5 Geysir 6,63 6,78
3 Edda Rún Ragnarsdóttir Ábóti f. Vatnsleysu Brúnn 7 Fákur 6,50 6,67
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir f. Grafarkoti Brúnn 7 Þytur 6,33 6,61
5 Maria Greve Trú f. Álfhólum Rauðtvístjörn. 9 Gustur 6,50 6,5
6 Ragnhildur Haraldsdóttir Ösp f. Kollaleiru Brún 12 Hörður 6,30 6,44
Það var alveg tvöföld ánægja að ríða þessi úrslit þvi þarna var líka Maria á henni Trú sinni sem hún er nýlega búin að kaupa.
Henni gekk betur fyrir tveim helgum en þá vann hún 1sta vetrarmótið í Gusti og þar hafði hún ekki amalegri keppinauta en t.d Þrist frá Feti ;)
Um síðustu helgi var einnig haldin vetraruppákoma i Fáki og þar vann hún Rósa móðursystir mín á stóðhesti sem er í þeirra eigu, Ikon frá Hákoti. Vel af sér vikið hjá þeirri gömlu :)
.
En það er ágætt stundum að líta uppúr amstri dagsins og á dögunum skelltum við frænkur okkur á Þorrablót með sveitungunum í Njálsbúð, virkilega fjörugt og skemmtilegt blót sem stóð fram undir morgunn.
- 1
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]