Færslur: 2009 Janúar

30.01.2009 22:01

Lífið bak við rimlana


                                                                                                                                   Lena Valvik
Það kom dönsk stelpa hér við um daginn og sagði mér að blöðin í Danmörku væru full af fréttum um eymdina á Íslandi, Íslendingar hefðu ekki efni á að borða neitt annað en fiskinn sem þeir veiddu úr sjónum og já það lægi við að við værum flutt aftur í torfkofana góðu.  Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim sem eru búnir að missa vinnuna og eru með miklar skuldbindingar á herðunum en það eru samt ekki allir í vandræðum.  Krónan fallin, skelfilegt fyrir þá sem eru með erlend lán, ég svo sem ekki undanskilin, hitt er annað mál að krónan mátti alveg falla til að hjálpa til við útflutning sem er mikilvægur á þessum tímapunkti hvort sem það er fiskur, hross eða hvað sem er.  Gamli tíminn kominn í formi gjaldeyrishafta sem verða um óákveðinn tíma og hver veit hvað gerist þegar losna um þau.  Jú við erum kannski svoldið í búri eins og Dimmir hér á myndinni fyrir ofan og vitum ekki hvað gerist þegar búrið opnast.

Life behind bars

A Danish girl came here to Alfholar few days a go and told me that all of Danish newspapers are full of news of the Icelandic misery, that Icelanders can't afford to eat anything else than the fish that they get form the see and we where almost back in turf houses like the year 1850.
 I am not going to undermine the people who have lost their jobs and have lots of obligation on their shoulders, but there are not all Icelanders in trouble! Icelandic krona has fallen down, terrible for everyone that have foreign loans, I am also one of them, but there is a bright side of this terror. This has been very good for all export form Iceland whether it is fish, horses or something else.
 We also live with currency restrictions and who nows what happens when the government loses them.
 Maybe we are behind bars like Dimmir is here on the photo above. who knows what happens when the bars come down.





                                                                                         Lena Valvik
En best að tala um eitthvað skemmtilegra.  Morgunsól litfagra flýgur burt með Dimmbrá til Danmerkur og þaðan til Noregs þar sem þær munu deila sama hesthúsi, gaman fyrir þær.  Það er alltaf skemmtilegt að vita þegar þau fá að fylgjast að, hross sem hafa alist upp á sama haganum frá því að þau voru folöld.  Óneitanlega leiðir maður stundum hugann að því þegar maður rífur þessi grey úr sínu umhverfi og sendir þau útum allt að maður er að slíta vina og fjölskyldutengsl sem eru mikið sterkari á milli hrossa heldur en margur heldur.

But lets go to something more fun to talk about. The beautiful colored Morgunsól flys away with Dimmbrá to Danmark and from there to Norway, there they will share the same stable which is very good for them. It is always nice to know that the horses can be together, horses that have grown up in the same field since they where foals. Sometimes I think about how they feel when I take them from their normal environment and send them all over the world. Family connections and good friends are broken, the connections between them are stronger then most people can imagine.     


                                                                                                                                  Lena Walvik
Ímynd Flugars og Ísoldardóttir 4v hefur feikna efnilegt skeið, hefur svo sem ekki langt að sækja það en Flugar er með 9 fyrir skeið.

This is Ímynd from Álfhólar. Only 4 year old mare. Daughter of Flugar from Barkarstaðir and Ísold from Álfhólar. She is a very promising young mare with very secure and good pace. Her father has 9 for pace in breeding show.


                                                                                                                             Lena Valvik
Gullveig frá Lóni er líka á leiðinni til Noregs en hún verður í þjálfun fram á vor og klárar sig vonandi af í kynbótasýningu áður en hún fer yfir hafið.   Ljósmyndarinn Lena er líka farin yfir hafið, fór fyrir 10 dögum síðan, gekk ekkert að fá hana til að gefa lækninn uppá bátinn í þetta sinnið ;)  Eitthvað skildi hún eftir af myndum eins og sjá má, sem nota má til skreytinga fram eftir vetri :)

This is Gullveig frá Lóni, she is on her way to Norway to but not yet. I will train her to spring and hopefully she goes to breeding show before she goes over the sea. The photographer Lena from Norway is also gone to her home, she went home 10 days ago. I tried to talk her out of going to Med school and stay and ride horses but that didn't work ;) She left me lot of photos like you have seen, that I can use for decoration for a while.   English translation Hrefna María. 




19.01.2009 00:30

Hafa Danir alltaf rétt fyrir sér?

Við höfum stundum eldað grátt silfur á móti Dönum.  Þeir gáfu lítið fyrir útrásarvíkingana okkar sem við vorum svo ógurlega stolt af og gerðum ekki annað en að mæra í alla staði.  Dönunum fannst nú hinsvegar ekki mikil innistæða fyrir loftbólukaupum í Danmörku og víðar eins og kom síðar á daginn.  Við blinduð af víkingunum okkar fannst Danir bara fúlir og öfundssjúkir úti í velgengni okkar, þeir væru bara lúðar sem þorðu ekki neinu.  

Núna verð ég að viðurkenna að ég er smá öfundssjúk út í Dani sem hafa verið duglegir og áræðnir að ná af okkur góðum stóðhestum á síðustu misserum og er mér þá Álfasteinn efst í huga.  Eins og svo margir er maður búinn að lúra yfir landsmótsspólunni og þvílíkt tryppi þessi 4v bleikálótta Álfhsteinsdóttir frá Ketilsstöðum og þarna var alvöru skeið!  Ekki fjórtaktshringl sem aldrei slítur eins og hjá öðrum ofdæmdum (fyrir skeið) topphryssum en ég ætla svo sem ekkert að fara að velta mér uppúr þessari landsmótspólu meira að sinni.

                                                                                                                            Lena Walvik

Dagrún Álfasteins og Dimmudóttir var tekin á hús 5 janúar og þessar myndir, sjá albúm, teknar 9 dögum síðar.  Ég væri voða kát ef öll mánaðartömdu tryppin gengu og héldu á knapa með sama styrk og þessi unghryssa gerir og hún er bara gleðigjafi.  Hvort hún komi nokkurntíman til með að skeiða álíka eins og hálfssystir hennar er svo önnur saga og tíminn verður bara að leiða það í ljós, en töltið er allavega takthreint og dillimjúkt og...


                                                                                                                            Lena Walvik
Og brokkið skrefmikið og létt.

Og af öðru.....



                                                                                                                           Lena Walvik

Rebbi/Refur er bara í fínu stuði þessa daganna, þó svo að eitthvað hafi hann bætt á sig um jólin eins og sumir aðrir (hóst, hóst). Gaman að vera með einn fullorðinn sem hægt er að hnoðast svoldið með.  En hann er á áttunda vetur og aldursforsetinn í húsinu.


                                                                                                  mynd Lena Walvik eða Valgerður Valmunds.
Þessi
getur bara heitið þrír vinir eða eitthvað svoleiðis.  Hestarnir mínir verða að þola það að hann Pjakkur minn heilsi stundum uppá mig á baki ;)

Ætla í lokin að hrósa ykkur fyrir hvað þið eruð alltaf dugleg að kommenta :)

Does the Danish always know best ?

 

We have not always been the best friend of Denmark.  They didn't like our modern Vikings who went to Denmark and more countries to buy banks, the Magazine Nord and more things.  Danish shake their head and didn't believe in our Mighty Vikings, some wrote a report which our government put under a cheer with other reports written of well educated people who were trying to worn us about that the economic in Iceland was really not OK.  No, we said that Danish were just grumpy and boring and did envy us cause our Mighty Vikings were so brave to dear to take so grate risks.

 

Now I have to admit that I envy Danish. They have been brave and buying here several interesting stallions, some of them I had already used and wanted to use more, and some I was thinking of using in future.  In top of my mind is Álfasteinn, who went too early out of our country I think.  Like many I have been watching DVD from Landsmót over and over again and there is one 4 y old mare, daughter of Álfasteinn, I am really fond of, what a pace in such a young horse.

 

The yellow dune mare on the picture above is Dagrún born 2005, daughter of Álfasteinn, trained for just one month, strong and promising youngster. If she will ever pace like her half sister is a question, but at least the tölt is clear and soft and trot is also strong with high movements.  Very selfcarring horse like all the others Dimma´s offspring I have known.  

 

The other horse is Refur, the oldest horse in my stable, 7 years old and his first winter in training ( he have until now only been ride ca. 2 months in summertime since he was 5 years old).  A pleasure to ride him and good to have one on this age to make some difficult exercise with.




13.01.2009 00:09

Þessi fallegi dagur

Lena virðist geta uppgvötað töfraveröld allt í kringum sig með myndavélinni sinni.   Maður yrði ekkert undrandi að sjá álfa dansa á vatninu fyrir ofan Álfhólana sem bærinn heitir eftir, svo mikill töfrablær er yfir þessari mynd að mínu mati. Ég er búin að segja við hana að gleyma læknanáminu og fara í ljósmyndun í staðinn. 



Maja og Verena leggja af stað í reiðtúr, þekki ekki fararskjótana.



Og það er alveg skotið á mann úr launsátri....



Hah, bún að uppgvöta leyniljósmyndarann....



Tosa,tosa, reyna að hífann upp... hehe    Dimmir á sinni þriðju viku í vetrarþjálfunninni, sprækur og kátur að vanda.  Mér fannst samt hann betri í drullunni á föstudaginn, skrítinn hestur ;)



Herdís/Hervör (það er alveg að koma nafn á Parkersdótturina), tileinka hana góðri vinkonu minni sem reyndar er eigandi að móður hennar, en það er hún Dísa skvísa sem heitir Herdís ;)



Maja leggur Moldu á skeið, nei hún er ekki frá mér þessi, liturinn passar ekki.


Já dagsbirtan hefði alveg mátt vera lengri því það voru margir sem voru að fíla sig á fönninni, s.s Gáski, Rebbi, Dagrún og "Móskjóna" var að sveifla sér svakalega hjá Lenu.  Hún bað mig reyndar að rækta svona hest fyrir sig, nákvæmlega eins og hana. Já það væri nú gott ef maður gæti búið til þessi grey eftir pöntun, en ræktun er víst ekki svona einföld. 


11.01.2009 20:41

Sitthvað



Það er nú smá fyndið að ég var rétt búin að vista síðustu frétt að hún Lena norska hringdi í mig og sagðist ætla að koma aftur, það væri svo gaman hjá okkur hér ;)  Og til að halda Dimmbrá í þjálfun en hún varð fyrir valinu sem framtíðarhestur fyrir litlu systur hennar og fer til Noregs 24 janúar.  Það var heljar hausverkur fyrir Lenu að finna rétta hestinn en valið stóð milli Dimmbrá, Lindu og Morgunsól, allar fínar hryssur, hver á sinn hátt. Það má sjá meir um Dimmbrá undir
seldir hestar



Rós Gáskadóttir er líka á leiðinni til Noregs, en ekki fyrr en eftir ca 3 ár og þá vonandi fylfull, fær að alast upp í íslenska frelsinu þangað til.




En höfðinginn og fyrstu verðlauna stóðhesturinn Heikir frá Álfhólum hefur þegar kvatt skerið og kreppuna og er komin út til Sviss.  Dáldið skrítið að sjá hann líklega aldrei aftur. Hrefna María er með kveðjublogg fyrir hann á síðunni sinni hér


Annars ætla ég ekkert að kvarta yfir neinni kreppu, hesthúsið yfirfullt og verkneminn Verena komin á fullt með 5 tamingatryppi sem voru tekin út áttunda janúar.    Það er nóg af spennandi verkefnum og væntanlega á ég eftir að spjalla um það meir síðar.

Veðráttan kringum jólin og fyrstu vikunna á nýju ári hefur verið alveg einstök og túnin hér voru farin að taka grænan lit.  Þetta er frábær tíð fyrir útiganginn og ég er ekki frá því að ég komist upp með að gefa þeim minna fyrir vikið.



Um miðjan desember var hinsvegar allt á kafi í snjó hér og tamningatryppin kunnu vel að meta það að taka á sprett í snjónum.

01.01.2009 22:00

Nýárslitahugleiðingar

Ég ætla að byrja á því að óska ykkur Gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla áður en lengra er haldið.


Lena frá Noregi fór heim eftir mánaðardvöl á hér hjá okkur og skildi eftir sig mikið safn af flottum myndum.  Hún var líka dugleg að þjálfa og trimmaði hana Móskjónu Gáskudóttur (það gengur ekki þetta nafnagjafagetuleysi hjá mér) vel til, en hún hefur staðið óhreyfð frá því í vor þegar hún slasaðist illa á kjúku og reyndar hélt ég að það væri búið spil með hana og var alltaf á leiðinni með hana í stóðið til Dimmis og ætlaði bara að henda henni í folaldseignir.  Þeim samdi bara mjög vel stöllunum og Skjóna missti allnokkur kíló og fór að líta út eins og hestur, gekk bara oft þræl maskaralega með hana Lenu.  Það flaug stundum í hug mér að ég hefði betur tekið ofurtilboðinu sem barst í hana fyrir einu og hálfu ári en að hafna því í mínu stórmennskubrjálæði, en núna þessa dagana er ég bara voða fegin ;)

Ég hef stundum á tilfinningunni að fólk haldi að ég sé að rækta hross út frá litum, en staðreyndin er sú að ég hugsa nákvæmlega ekkert um liti þegar ég vel mér stóðhest.  Ég var bara svo heppin að hér voru til þokkaleg vindótt hross til að rækta útaf og bara tilviljun að sú hryssa sem ég held einna mest uppá af gamla stofninum hér er vindótt, sú hefur bara verið að skila frambærilegum og fínum klárhrossum með sterkan grunn þó að enginn hafi farið í skóna hennar Móeiðar ennþá, en ég er þá að tala um hana Mónu gömlu.
Að eiga móvindótta 1st verðlauna hryssu er ekkert slæmt og ekki heldur að eiga skjótta 1st Gáskadóttur sem gefur einhverra hluta vegna ekkert nema skjótt, en það að tvær af mínum bestu merum séu svona skemmtilegar á litinn er bara heppileg tilviljun.  

Ég held bara að ég hafi aldrei haldið undir einhvern stóðhest af því að hann er svona eða svona á litinn, ég væri þá löngu búin að halda undir Glampa frá Vatnsleysu, er veik fyrir svona hringeygðu frá því að ég var smástelpa, samt á ég ekkert einasta kvikindi með "blue eyes". Ekki skilja sem svo að ég hafi neitt á móti Glampa, síður en svo, hef kynnst mjög fínum hrossum undan honum, hef bara ekki nennt að keyra 500 km til að elta hann.  
Mér finnst moldótt líka afar spennandi litur, en ég er ekki búin að sjá draumagraðhestinn ennþá sem hefur þennan skemmtilega lit og þ.a.l er ekki til eitt einasta moldótt/leirljóst kvikindi í stóðinu hjá mér.   Þannig að sem betur fer á ég eitthvað af hryssum með spennandi liti því annars væri hætta á því að allt stóðið í Álfhólum væri allt rautt, brúnt eða jarpt miðað við stóðhestavalið hjá mér undanfarin ár, undanskildir Glymur og Álfasteinn sem voru þó ekki valdir vegna litarhafts :)

Í lokin, Maja danska og Kraftur heitinn í ljósum logum, ein af mörgum flottu myndunum hennar Lenu

  • 1

Eldra efni

Flettingar í dag: 16463
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 905
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1762565
Samtals gestir: 102676
Tölur uppfærðar: 16.1.2025 19:55:10

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]