Færslur: 2007 Ágúst
28.08.2007 00:39
Hryssur+Stóðhestar
Jæja, tími á smá skrif! Ekkert stórt í fréttum svosem, það er búið að ganga frá grunninum, bera í og þjappa, allt klappað og klárt, en engar teikningar tilbúnar enn svo hægt sé að steypa Já það er eins gott að maður er ekki að standa í svona framkvæmdum oft á ævinni, tómt vesen, úff, ég vil bara fá að ríða út og temja í friði, ekki þurfa að vera í símanum allan daginn og röfla e-ð.
Það eru sjálfsagt einhverjir að spá í undir hvað ég hafi haldið í sumar, best að ég komi þeim upplýsingum á framfæri hér með. Gáski var í heimahögunum og fékk u.þ.b 10 merar frá mér, Tígur gamli 3, ég get notað hann svo takmarkað út af skyldleika Dimmir 3, hann er Tígurssonur og ekki auðveldara að finna undir hann hryssur sem ekki eru náskyldar honum, frekar en þann gamla.
Svo eru hestar útum allt sem manni langar að nota. Móeiður fór undir Stála frá Kjarri (var leigð), Gáska líka og ég á bara 50% í ófæddu fyli. Ég er svo sniðug að ég læt bara aðra um að taka áhættuna með þessa dýru hesta og sé svo til hvernig það kemur út en þessir folatollar eru oft alveg hrikalega dýrir. Móna gamla er fylfull við Baug frá Víðinesi, Ylfa fór undir Leikni frá Vakursstöðum, Dimma og Sóldögg fóru undir Dug frá Þúfu, já nú eru einhverjir hissa á Sörunni, haldandi undir hreinræktaðan Orrabauk því hann er jú undan hálfsystkynum undan Orra. Þannig var nú mál með vexti að ég gekk með það í maganum að halda Dimmu undir Svein-Hervar, en hann var ekki á svæðinu. Ég sá Dug á Hellu í vor og leist vel á hann og ákvað að slá til. Svo þegar ég sá Dug í návígi, þá gat ég ekki betur séð en að hann væri glóbrúnn og pantaði strax með aðra meri. Búin að vera að bíða lengi eftir flottum hesti með leirljósa genið! Sverta fór undir Kjerúlf frá Kollaleiru. Rósa heldur Þyrnirós þetta árið, en hún og Ísold fóru undir Fursta frá Stóra-Hofi.
Það eru sjálfsagt einhverjir að spá í undir hvað ég hafi haldið í sumar, best að ég komi þeim upplýsingum á framfæri hér með. Gáski var í heimahögunum og fékk u.þ.b 10 merar frá mér, Tígur gamli 3, ég get notað hann svo takmarkað út af skyldleika Dimmir 3, hann er Tígurssonur og ekki auðveldara að finna undir hann hryssur sem ekki eru náskyldar honum, frekar en þann gamla.
Svo eru hestar útum allt sem manni langar að nota. Móeiður fór undir Stála frá Kjarri (var leigð), Gáska líka og ég á bara 50% í ófæddu fyli. Ég er svo sniðug að ég læt bara aðra um að taka áhættuna með þessa dýru hesta og sé svo til hvernig það kemur út en þessir folatollar eru oft alveg hrikalega dýrir. Móna gamla er fylfull við Baug frá Víðinesi, Ylfa fór undir Leikni frá Vakursstöðum, Dimma og Sóldögg fóru undir Dug frá Þúfu, já nú eru einhverjir hissa á Sörunni, haldandi undir hreinræktaðan Orrabauk því hann er jú undan hálfsystkynum undan Orra. Þannig var nú mál með vexti að ég gekk með það í maganum að halda Dimmu undir Svein-Hervar, en hann var ekki á svæðinu. Ég sá Dug á Hellu í vor og leist vel á hann og ákvað að slá til. Svo þegar ég sá Dug í návígi, þá gat ég ekki betur séð en að hann væri glóbrúnn og pantaði strax með aðra meri. Búin að vera að bíða lengi eftir flottum hesti með leirljósa genið! Sverta fór undir Kjerúlf frá Kollaleiru. Rósa heldur Þyrnirós þetta árið, en hún og Ísold fóru undir Fursta frá Stóra-Hofi.
19.08.2007 23:41
Allt að gerast
Jæja, þá blasir eyðileggingin við á þriðja degi og við Pjakkur sjáumst varla þarna í holunni!
En að kvöldi fjórða dags leit þetta nú allt saman betur út, búið að bera helling í og snillingarnir, Valdi frændi og Ivan Krasovsky fyrrverandi ráðsmaður komnir á þjöppuna.
Já, það er nóg að gera þessa dagana og heldur lítið riðið út. Ætlaði að vera voða brött og skráði mig á Suðurlandsmótið með Mozart minn, en komst að sjálfsögðu ekki neitt og sé ekki beinlínis fram á að ég mæti neitt á mót á næstunni. Þannig að ég sendi Hrefnu frænku með hann í bæinn en það er nottla ekki hægt að hafa stelpuna hestlausa. Hún tók aldeilis U-beygju fyrir nokkrum dögum og seldi hann Zorro sinn öllum að óvörum en þau hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt síðustu 5-6 árin
.
Þarna eru þau að stíga saman sín fyrstu skref á Landsmóti 2002, Zorro 6v og Hrefna aðeins eldri
Og fótbrotin varð hún svo skeifuhafi á honum á Hólum 2005!
Ég óska að sjáfsögðu nýjum eigendum velfarnaðar, en þess má geta að Zorro var í þriðja sæti í fjórgangi unglinga á Suðurlandsmótinu í dag.
16.08.2007 00:18
Fyrsta skófllustungan
Jæja þá er verkið loksins hafið Siggi frændi, oft kenndur við Sigluvík mætti á gröfunni með frúna sína á trukknum og fullt af litlum verkstjórum!
Jamm, það er rífandi gangur á flestu, nema burðarþolsútreikningunum sem áttu að vera komnir fyrir mánuði síðan, þannig að í raun er ekki hægt að teikna sökkulinn fyrr en þeir koma! Dáldið geggjað dæmi af því að von er á húsinu eftir einn og hálfan mánuð og þá eiga sökklarnir að vera tilbúnir svo hægt sé að reisa! Mar verður bara að krusse fingrene og vona að þetta gangi saman á næstu dögum
Annars er ég alveg bit á því hvað margir ramba inná síðuna á hverjum degi og ég sem hélt að næstum enginn vissi af henni nema örfáir útvaldir Maður verður að fara að standa sig í stykkinu og henda inn fleiri söluhestum fljótlega og vera duglegri að uppfæra svo fólk gefist ekki uppá manni á fyrsta degi!
01.08.2007 14:27
Sumarið líður allt of fljótt!
Já tíminn er ótrúlega fljótur að líða, það er bara kominn 1. ágúst allt í einu!!! Það hefur aðeins séð fyrir endann á veðurblíðunni í sumar en ekki hægt að kvarta stóran enn sem komið er. Hesthúsaframkvæmdir eru í augnsýn og vonandi verður byrjað á grunninum innan fárra vikna. Draumurinn er auðvitað að vera kominn í draumaaðstöðu fyrir veturinn
Tryppatúrar eru í algleymingi, Leó og Kanastaðabændur komu með um 40 hross yfir til mín þannig að það er 70 hrossa stóð sem við rúntum með um sveitir landsins, dágóður hópur!
Kannski rétt að ég segi frá því að þær Sara Rut, tamningakonan mín og Hrefna María skelltu sér á opið Sleipnismót um daginn og lentu báðar í úrslitum. Hrefna með Zorro í B-Flokk og Heiki í A-Flokk og Sara jr. í Unglingaflokk.
Sara Rut er oft kölluð Djúníorinn, eða Rúturinn til aðgreiningar frá þeirri gömlu (mér). Hún er að vísu ekki svo mjög hrifinn af seinna nikkinu. Það kom til vegna þess að við vorum með vinnumann frá Úkraínu í fyrra og eitt sinn sá hann mynd af Söru í einhverju Eiðfaxa blaði og fannst það svo sniðugt að hann æpti upp fyrir sig, SARA RÚÚÚT og síðan breyttist það í Rúturinn með tímanum. Kannski ekki svo voðalega fallegt nikk á svona flotta stelpu
Sara á Mósart etur kappi við Teit og Hvin frá Egilstaðakoti á brokki
Hrefna og hinn hrafnsvarti Zorro stóðu sig vel að vanda
Heikir fór mikinn á brokki og tölti
Tryppatúrar eru í algleymingi, Leó og Kanastaðabændur komu með um 40 hross yfir til mín þannig að það er 70 hrossa stóð sem við rúntum með um sveitir landsins, dágóður hópur!
Kannski rétt að ég segi frá því að þær Sara Rut, tamningakonan mín og Hrefna María skelltu sér á opið Sleipnismót um daginn og lentu báðar í úrslitum. Hrefna með Zorro í B-Flokk og Heiki í A-Flokk og Sara jr. í Unglingaflokk.
Sara Rut er oft kölluð Djúníorinn, eða Rúturinn til aðgreiningar frá þeirri gömlu (mér). Hún er að vísu ekki svo mjög hrifinn af seinna nikkinu. Það kom til vegna þess að við vorum með vinnumann frá Úkraínu í fyrra og eitt sinn sá hann mynd af Söru í einhverju Eiðfaxa blaði og fannst það svo sniðugt að hann æpti upp fyrir sig, SARA RÚÚÚT og síðan breyttist það í Rúturinn með tímanum. Kannski ekki svo voðalega fallegt nikk á svona flotta stelpu
Sara á Mósart etur kappi við Teit og Hvin frá Egilstaðakoti á brokki
Hrefna og hinn hrafnsvarti Zorro stóðu sig vel að vanda
Heikir fór mikinn á brokki og tölti
- 1
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
Flettingar í dag: 8678
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 1659
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 1436332
Samtals gestir: 93897
Tölur uppfærðar: 8.10.2024 20:48:44
ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]