16.06.2014 10:56

Stóðhestar 2014

Við verðum með nokkra góða hesta í girðingu í sumar sem hægt verður að leiða hryssur undir. 

Þrumufleygur verður í girðingu hjá okkur strax eftir Landsmót. Verð á folatolli með öllu er 125.000 kr. 

Hér er video af honum tekið á vordögum:


Hér er annað video af klárnum af æfingu fyrir Stóðhestaveisluna núna í vetur: 






Annar spennandi hestur sem verður í girðingu hjá okkur er áðurnefndur Eldhugi frá Álfhólum, undan Kappa frá Kommu sem hefur verið að skila eftirtektarverðum afkvæmum að undanförnu og Gásku frá Álfhólum sem hefur skilað öllum afkvæmum sínum á tamningaraldri í góðan dóm (nema Eldhuga). Afar efnilegur foli sem virðist lofa góðu sem kynbótahestur ef eitthvað er að marka fyrsta afkvæmi hans.  Verð á folatolli með öllu er 70.000 kr.   ATH Áætlað er að Eldhuga verði sleppt í hólf 18 Júní og það væri gott þeir sem eiga pantað komi með hryssurnar sem fyrst.  Gerum samt ráð fyrir því að hægt sé að setja inn til hans.



Eldborg Eldhugadóttir undan Dimmuborg frá Álfhólum.  


Íkon frá Hákoti verður einnig í girðingu hjá okkur og hægt að leiða undir hann. Verð á folatolli með öllu er 50.000 kr. 



Dimmir frá Álfhólum er í heimahögunum og verð á folatolli með öllu er 65.000 kr. Hægt að koma með meri hvenær sem er.



Djarfur frá Álfhólum er mjög sjarmerandi 3ja vetra foli sem mikil spenna er fyrir, undan Dimmu frá Miðfelli og Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum,  en það gerir hann að hálfbróður Dívu frá Álfhólum og Dimmis.  Hann er búinn að vera í húsnotkun í Hafnarfirði en það verður áfram hægt að komast í húsmál til hans í Sandhólaferju næstu vikuna og hann kemur heim rétt fyrir Landsmót. 



Eldra efni

Flettingar í dag: 636
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 15534
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1351333
Samtals gestir: 89372
Tölur uppfærðar: 11.9.2024 06:19:03

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]