10.10.2013 22:19

Sprengigígurinn sem hvellsprakk...eða?



Það er alltaf skemmtilegt þegar að hestar rísa uppúr öskustó, eins og þessi blesótti hefur sannarlega risið í áliti hjá mér.  Hann fekk það mikla nafn Sprengigígur þegar hann var folald og átti heldur betur að sprengja skalann sem kynbótahestur enda vígalegur með eindæmum, en það er óhætt að segja það að hann hafi hvellsprungið í byrjun tamningar á fjórða vetur og eistun fóru í hundana! 

Blesi var saltaður í meir en ár og var svo tekinn til handargagns 5 vetra, aðallega notaður í hrossasmalamennsku af henni Verenu svona ef það ske skildi að það væri hægt að kveikja eitthvað á honum.  Jú eitthvað hækkaði hann í áliti hjá mér þegar ég tók hann út hjá henni um haustið, en ég fór ekkert sjálf í hnakk á þessum tíma af skiljanlegum ástæðum og prófa hann ekkert fyrr en í byrjun ágúst sl. Hann var þá búinn að vera þjálfaður síðustu 8 mánuðina eða svo af henni Söru Rut en hún lék sér aðeins með hann í 5 gang í sumar.  Tilefnið var að það átti að sölusýna hann og ég varð eiginlega svoldið hissa þegar ég kom á bak, því síðasta minningin var nú ekki beisin úr hnakknum ;) 

Alla vega, ég varð voðalega fegin að hann skildi ekki henta í þetta verkefni sem var verið að hugsa um hann í, því ég fann strax að þarna var hægt að gera alveg fullt í viðbót fyrst að viljinn var loksins kominn og fór aðeins að kíkja betur á hann í haust.  Hann var alltaf magnaðri og magnaðri með hverri vikunni, samt fór ég ekki oftar en 1 sinni til 2svar á bak honum í viku (merkilegt hvað þeir þjálfast stundum vel í haganum líka ;) og honum hefur alveg tekist að fá hárin á mér til að rísa í reiðtúrum, og það tekst fáum!   


Og svo er ekki verra að hann er alveg aulaheldur á skeiði (er virkilega engin betri þýðing á idjot proofed!) Hann hefur líka svaka góða beisliseiginleika, en þar sker oft á milli hvort manni hversu vel manni líkar við hrossin.

Hvað getur maður svo lært af þessu?  Taka mark á folöldum og gefast ekki upp þó útlitið sé kolsvart um tíma?  Umm jamm allavega í þessu tilfelli :)

Já og af því að athyglisbrestur getur háð mér verulega þessa dagana þá gleymdist að setja allar upplýsingar á vieoið, en Sprengigígur er sem sagt 6 vetra gamall undan Glym frá Skeljabrekku og Gýgur frá Ásunnarstöðum.  Sú var undan Blakk 999 frá Hafnarnesi þannig að það er dass af hornfirsku blóði þarna.  Það gat líka ekki annað verið að hann yrði viljugur hann Sprengigígur því þetta var alveg ofsaviljug hryssa.  Gýgur er fallin en undan henni er ein hryssa í ræktun, Herská Parkersdóttir, ekki hátt dæmd frekar en móðir sín, en hágeng og ég hafði oft mjög gaman af henni.




Eldra efni

Flettingar í dag: 489
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2387
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1629350
Samtals gestir: 100824
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 01:52:49

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]