27.06.2013 00:41

Hesthúsið tekið í gegn

Nú er ekki leiðinlegt að hefja sumartamningarnar á fullu. 

Ráðist var í að taka hesthúsið í gegn frá A til Ö síðustu daga og þar með talið reiðhöllina líka. Byrjað var að taka upp gólfið og þrífa reiðhöllina. Hér er verið að taka gólfið :)Og hafist handa við að þrífa höllina :) Síðan tókum við og hreinsuðum allt hesthúsið, mokað út og allt þrifið hátt og lágt, alla króka og kima. Sara Rut með háþrýstiþvottinn á hreinu eins og svo margt annað :)Reiðhöllin eftir þvott og fyrir málningu! 

Að lokum voru veggirnir í reiðhöllinni málaðir hvítir og erum við afskaplega ánægðar með þá útkomu. Verkstjórinn lét ekki sitt eftir liggja hér á fullu að mála reiðhöllina ! Hér er loka útkoman, Sara Rut með pensilinn í hendi. 

Það birtir mikið yfir öllu með svona sumar hreingerningu og er ekki frá því að það birti bæði yfir mönnum og dýrum í svona hreinni og fínni aðstöðu, góður stemmari í dag að reka reiðhrossin og tamningatryppin inn :) 

Annars er heilmikið að frétta og vonust við til að geta fært ykkur þær beint í æð núna í sumar! 

Bestu kveðjur frá stelpunum í Hólunum ;) 


Flettingar í dag: 341
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 767175
Samtals gestir: 43550
Tölur uppfærðar: 22.9.2023 14:40:38

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]