04.06.2012 01:32

3 x 9,5!!! - Góð byrjun á Kynbótasýningum



Þrumufleygur á hægu tölti í yfirliti! 9 fyrir hægt og 9,5 fyrir Tölt!

Þrumufleygur skyrpti vel úr hófunum á Selfosssýningunni á dögunum og uppskar hvorki meir né minna en 3 x 9.5, fyrir Tölt, Brokk og Vilja og geðslag.  Ekki amalegt það, en þó dugar þessi einkunn honum ekki inná Landsmót sem kynbótahesti sem sýnir það svart á hvítu hvað klárhross eiga erfitt með að fóta sig í kerfinu þó að þau séu afbragðsgóð, nema að byggingareinkunn sé í hæstu hæðum.  Ekki það að Þrumufleygur býr klárlega yfir skeiði, sýndi það í uppvexti þar sem hann ferjaði sig oft á milli staða á flugaskeiði og á fyrri árum tamningar.  En það hefur gengið erfiðlega að sýna það á hvítum vikurvelli og því var bara ákveðið að setja fimmta gírinn í salt og leggja upp með aðrar áherslur.


En Þrumufleygur er engu að síður kominn með farmiða á Landsmót í B-flokki fyrir Fák og svo herma nýjustu fréttir að Álfhólar verði með Ræktunarbússýningu á ný og svona apparat er nottla ómissandi á þeim vettvangi :)



IS2006184674 Þrumufleygur frá Álfhólum
Örmerki: 352206000061211
Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt
Ræktandi: Rósa Valdimarsdóttir
Eigandi: Rósa Valdimarsdóttir
F.: IS1999188801 Þóroddur frá Þóroddsstöðum
Ff.: IS1987187700 Oddur frá Selfossi
Fm.: IS1984287011 Hlökk frá Laugarvatni
M.: IS1996284669 Þyrnirós frá Álfhólum
Mf.: IS1993184988 Ögri frá Hvolsvelli
Mm.: IS1979284670 Vaka frá Álfhólum
Mál (cm): 141 - 130 - 136 - 63 - 143 - 38 - 47 - 43 - 6,6 - 29,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,7 - V.a.: 8,5
Sköpulag: 7,0 - 7,5 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 7,0 - 9,0 - 8,5 = 8,04
Hæfileikar: 9,5 - 9,5 - 5,0 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 7,0 = 8,43
Aðaleinkunn: 8,27
Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson




Og hér má svo sjá Videó úr forsýningunni.



Litla systir Þrumufleygs stóð sig líka svaka vel og næli sér 5 vetra gömul í 3 níur, fyrir tölt, vilja og fegurð í reið, auk þess 9 fyrir hægt tölt.  Hún er í eigu þeirra Húsafellsfélaga, Róberts og Sigurðar sem eiga t.d helminginn í Dívunni.  Má segja að þeir félagar séu þokkalega hestheppnir ;)

IS2007284669 Álfarós frá Álfhólum
Örmerki: 352206000055986
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Róbert Veigar Ketel, Sigurður Tryggvi Sigurðsson
F.: IS2000125300 Bragi frá Kópavogi
Ff.: IS1986186020 Geysir frá Gerðum
Fm.: IS1983210001 Álfadís frá Kópavogi
M.: IS1996284669 Þyrnirós frá Álfhólum
Mf.: IS1993184988 Ögri frá Hvolsvelli
Mm.: IS1979284670 Vaka frá Álfhólum
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Selfossi
Mál (cm): 143 - 138 - 64 - 143 - 27,0 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 7,0 = 8,00
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 5,5 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 7,5 = 8,22
Aðaleinkunn: 8,13      Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson





Og önnur Bragadóttir nældi sér í farmiða á Landsmót, en það er hún Eldglóð 5 vetra undan Gásku gömlu.  Hún var seld í fyrrahaust, og hann var ekki minna heppinn eigandinn, Gísli á Geirlandi sem eignaðist þessa stóru og stæðilegu alhliða hryssu. 

Skemmtilegt dæmi um það að 2+2 verða ekki alltaf 4, en Gáska hefur aldrei átt fimmgangs hross með nýtanlegt skeið fyrr en þessa hryssu.  Bragi var ekki sá vakrasti í bransanum, fór að mig minnir hæst í 7 fyrir skeið.  Annars er þetta 3ja Gáskuafkvæmið sem fer í fyrstu verðlaun, búið að sýna allt undan henni sem tamið er, 6 stykki, hin 3 eru klárhross rétt fyrir neðan áttuna öll með 8.5 fyrir tölt og fegurð í reið svo dæmi sé tekið.

IS2007284672 Eldglóð frá Álfhólum
Örmerki: 352206000056416
Litur: 1610 Rauður/dökk/dr. skjótt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Geirland ehf
F.: IS2000125300 Bragi frá Kópavogi
Ff.: IS1986186020 Geysir frá Gerðum
Fm.: IS1983210001 Álfadís frá Kópavogi
M.: IS1995284672 Gáska frá Álfhólum
Mf.: IS1973135980 Gáski frá Hofsstöðum
Mm.: IS1990284669 Blíða frá Álfhólum
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Selfossi
Mál (cm): 145 - 141 - 64 - 147 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,2
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 9,0 - 7,0 - 8,0 - 7,0 = 8,06
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 8,22
Aðaleinkunn: 8,15      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir

Það var greinilega alveg óvitlaus ákvörðun að nota Braga á sínum tíma, og ég stend í þeirri trú að ég eigi bestu Bragadóttirina eftir þó ég hafi selt tvær góðar.  Sú er sammæðra Dívu undan Dimmu frá Miðfelli og fékk strax nafnið Dimmuborg sem folald, það var eitthvað svo stórkostlegt við hvernig hún bar sig að en því miður fer sú gersemi aldrei undir hnakk en sem betur fer get ég ræktað undan henni þrátt fyrir að hún sé úr mjaðmalið.



Það stóð til að Mánasteinn færi í dóm, allavega framan af vetri.  Þegar harðanði undir, fór gamalkunnug helti í afturfæti að gera vart við sig, en hann svaraði beygjuprófi á kjúku á vinstri aftur í fyrra sumar.  Ég barði hausnum samt í steininn og hélt kannski að hann hefði stigið á stein þegar hann kom haltur úr reiðtúr einhverju sinni, og sendi hann í sund meðan hann væri að jafna sig. Kom voða flottur úr þeirri þjálfun og í svaka stuði fyrsta skiptið sem ég lagði á hann, en svo fór allt niðurá við aftur og Guðmar tók á honum beygjupróf sem hann svaraði enn og aftur greinilega.  Þá nennti ég ekki meir og setti hann í saltpækilinn, fór svo með hann í byggingardóm í vor og hann kom bara þokkalega út úr því eins og ég bjóst við eða 8 slétta, hæst 8.5 fyrir samræmi og fætur. Reyndar kom höfuðeinkunnin mér mjög á óvart, hefði frekar búist við 8.5 en 7.5 og útskýringuna slök eyrnastaða get ég ekki með nokkru móti skilið!  Hann er að verða hálfgert olnbogabarn þessi blessaði hestur, sem er alger synd því það er svo mikið í honum og tryppin undan honum líta vel út líka.

IS2006184667 Mánasteinn frá Álfhólum
Örmerki: 352206000046915
Litur: 8600 Vindóttur/mó einlitt
Ræktandi: Sara Ástþórsdóttir
Eigandi: Sara Ástþórsdóttir
F.: IS1986186025 Tígur frá Álfhólum
Ff.: IS1979184667 Nátthrafn frá Álfhólum
Fm.: IS1979284670 Vaka frá Álfhólum
M.: IS1998284673 Móeiður frá Álfhólum
Mf.: IS1989176289 Kjarkur frá Egilsstaðabæ
Mm.: IS1986284671 Móna frá Álfhólum
Mál (cm): 140 - 128 - 136 - 62 - 143 - 39 - 45 - 41 - 6,3 - 30,0 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,1 - V.a.: 7,6
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 7,5 - 7,5 = 8,00
Hæfileikar: 
Aðaleinkunn: 
Hægt tölt:       Hægt stökk: 
Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir



Nýjustu fréttirnar eru að hún Indía Leiknis og Svertudóttir, í eigu Hrefnu Maríu, fór í fyrstu verðlaun núna í seinni vikunni á Hellu, fyrir yfirlit stendur hún með 8.10 í aðaleinkunn.  Hún ætlar að erfa það frá móður sinni, Rósu að vera hestheppin því þær tvær hryssur sem hún hefur ræktað eru báðar komnar í fyrstu verðlaun.

Dómur fyrir yfirlit.

IS2005284670 Indía frá Álfhólum
Örmerki: 352206000061253
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Hrefna María Ómarsdóttir
Eigandi: Hrefna María Ómarsdóttir
F.: IS1999181675 Leiknir frá Vakurstöðum
Ff.: IS1985157020 Safír frá Viðvík
Fm.: IS1988258049 Lyfting frá Ysta-Mói
M.: IS1991284671 Sverta frá Álfhólum
Mf.: IS1986186025 Tígur frá Álfhólum
Mm.: IS1981284667 Mugga frá Álfhólum
Mál (cm): 142 - 138 - 64 - 144 - 28,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,5 - V.a.: 7,8
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 = 8,24
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 6,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,01
Aðaleinkunn: 8,10
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Hrefna María Ómarsdóttir




Og talandi um Rósu, þá stóð efstur í unglingaflokki Fáks á dögunum, hann Íkon frá Hákoti undir stjórn Rakelar Jónsdóttur frænku okkar. Frábært hjá þeim og spennandi að fylgjast með gangi mála hjá þeim á Landsmóti.  Það er að fæðast talsvert af folöldum undan Íkon hérna á Álfhólum þessa dagana og þetta eru allt léttbyggð og reisuleg folöld, gaman að því.  Hef trú á því að þessi hestur sé frábær söluhestafaðir með sitt einstaka geðslag, auðvelda ganglag og rúma, mjúka tölt.

Díva fékk sinn Landsmótsmiða á dögunum á Reykjavíkurmeistaramótinu.  Ég var reyndar lítið stolt með þá sýningu, miklir feilar í öllum atriðum og einkuninn eftir því, 7.70 sem er nú heldur lítið á hennar mælikvarða. En það er svona þegar maður stekkur beint út úr fjárhúsinu á miðjum sauðburði og ætlar að gera stóra hluti óæfður og undirbúinn, þá er ekki við miklu að búast þó hrossið sé gott ;)  En við ætlum okkur að standa okkur töluvert betur á stóru mótunum í sumar, það er verið að fara yfir tæknileg atriði og undirbúningur gengur bara vel :)

Og svona í lokin af því að ég kom inná sauðburðinn, þá var þetta alger metsauðburður, þurfum að panta 20 merki í viðbót og vorum samt með 20 auka merki miðað við í fyrra, þannig að það komust um það bil 40 lömbum fleira á legg í vor en í fyrra, 280 lömb í stað 240, samt hefur fénu ekki fjölgað meir en kannski um 5-8 stykki (ásetningurinn varð aðeins ríflegur og einhverjar kindur sluppu undan manninum með ljálinn). Gemsarnir voru óvenju frjósamir, báru allir nema 1 (35 af 36) og stór hluti þeirra tvílemdur!  Og eldri skjáturnar skiluðu sér flestar með 2-3 lömb, tvær hafa ekki borið enn, kemur í ljós hvort þær koma með óvæntan glaðning í réttir í haust eða eru geldar.

Daddara...... sem sagt allt að gerast þó að lífið á heimasíðunni hafi verið lítið undanfarið :)

Eldra efni

Flettingar í dag: 9521
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 905
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1755623
Samtals gestir: 102650
Tölur uppfærðar: 16.1.2025 12:38:06

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]