18.10.2011 22:36

Létt yfirlit ársins 2011



Var í gamni að flétta upp í World Feng og skoða árangur okkar þetta árið.  Verð að viðurkenna að ég spái yfirleitt lítið í einkunnir fyrir þetta hitt, heldur reyni að gera mitt besta í það og það skiptið.
Fannst t.d frekar fyndið í vor þegar vinur minn hringdi í mig og sagði mér að ég mætti sko alls ekki sýna hryssuna sem ég var að fara að sýna, ég væri með svo hátt meðaltal á sýndum hrossum. Hann vissi nefnilega að ég hafði sagt að hún væri ekki tilbúin og færi ekki í fyrstu verðlaun þetta skiptið. Ég hló bara og sagðist ekkert vera að spá í því og sýndi hryssuna í sína 7.80 :)   Reyndar komst ég samt á lista, 3-4 sæti, í vor yfir þá knapa sem höfðu hæsta meðaltalið yfir sýnd hross, getum sagt að þar hafi verið gæði umfram magn, því hrossin voru ekki nema 7, annars er gömul frétt um þetta hér   http://eidfaxi.is/frettir/2011/06/mette-med-haesta-medaltal-thordur-med-flest-hross

Ég komst líka að því í þessari stuttu rannsókn að ég er ekki nema hálfdrættingur á við Hrefnu Maríu, en meðaltal hennar í kynbótasýningum ársins er tæplega 8.21.  Hún sýndi 3 hross Kolku frá Hákoti, Eirvör frá Hamrahóli og Grím frá Vakurstöðum, tvö alhliða hross og eitt klárhross.

Rúmlega 8.05 var hinsvegar meðaltal hjá mér á 8 sýndum hrossum sumarsins, en hlutfall klárhestana var hærra eða 5 á móti 3 alhliðahrossum. 

Svo fór ég að skoða hrossin frá Álfhólum og komst að því að það eru 11 hross sýnd á árinu með 8.01 í meðaleinkunn.  Tólfta hrossið Frumraun einnig skráð frá Álfhólum en er ræktuð af og í eigu Danna Smára og tilheyrir strangt til tekið ekki ræktun fjölskyldunnar og er því ekki tekin inní þennan útreikning.

Meðaltal hæfileika er 8.05, byggingu 7.94.  7 þessara hrossa eru klárhross, 4 með skeiðeinkunn. Af einstökum einkunnum er gaman að nefna að meðaltalið fyrir tölt er 8.68 :)

Meðalaldurinn er hins vegar ekki hagstæður í útreikningum og munar þar um 11 vetra gamla hryssu Flugu sem lækkar í dóm, og það gerir reyndar Gáski frá Álfhólum líka, 8 vetra gamall, en þessi hross eru fyrir löngu komin úr okkar eigu. Meðalaldurinn sýndra hrossa er því nokkuð hár, 6.90.

Svo maður haldi áfram að leika sér að tölum og tökum þau hross út sem við höfðum með að gera, þá voru það 8 hross og meðaltalið tæplega 8.10 í Aðaleinkunn, meðalaldurinn kominn niður í 6.25 og þar af eru 5 klárhross og 3 með skeiðeinkunn. Hæfileikaeinkuninn tæplega 8.14 og bygging 8.03.  



Dimmir hafði ekki farið í dóm síðan fimm vetra gamall þar til í sumar, en hann hækkar töluvert nú 8 vetra gamall, endar í 8.29 og með 8.57 fyrir hæfileika og er þ.a.l með hæstu hæfileikaeinkunn búsins og er annað hæst dæmda hross frá Álfhólum þó byggingareinkunn hjálpi lítið til við það.



Díva hálfsystir hans er hæst dæmda hrossið, en aðaleinkunn hennar var 8.33 og þar munaði um tíutvennuna fyrir tölt og vilja, 8.54 fyrir hæfileika. 



Klárhryssan Gjóska hækkar og fær 8 í einkunn, 8.05 fyrir hæfileika.



Sóllilja 6 vetra klárhryssa sýnd í fyrsta skipti með 8.15, 8.14 fyrir hæfileika.


Gæska 6v klárhryssa sýnd í fyrsta skipti vetra með 8.00



Indía 6 vetra  sýnd í fyrsta skipti 7.92



Þrumufleygur er 5 vetra hækkar dóm sinn frá því fjögurra vetra töluvert og hefur þriðju hæstu aðaleinkuninna 8.27, 8.42 fyrir hæfileika



Klárhryssan Gáta 5 vetra sýnd sína fyrstu ferð í 7.80


Þetta eru ekki hávísindalegir úteikningar en það getur verið gaman að spá í þetta. Kannski eru einhverjar vitleysur í þessum útreikningi, því talnagreind er greind sem mér var ekki gefið sérlega mikið af ;)

Já og vindótta folaldið efst á síðunni, er "wannabe star" undan Þrumufleyg og Móey Eldjárnsdóttur, hestfolald.

Eldra efni

Flettingar í dag: 8491
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 1659
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 1436145
Samtals gestir: 93896
Tölur uppfærðar: 8.10.2024 20:04:38

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]