29.06.2010 12:42

Tæplega 70% vindótt !



Sumir hafa haft þá skoðun á mér að ég sé upptekin af litum og það að hrossin séu af hornfirskum uppruna.... en það er nú samt engan vegin rétt.  Ekkert nema tilviljun að ein að besta gamla ræktunarhryssan (Móna) er móvindótt og hefur margsnúinn skyldleika í Hornafjörðinn gaf yfirleitt góð hágeng hross, hvort sem þau voru vindótt eða ekki og það að hæst dæmda hryssan hér í Álfhólum, með 8,22 er móvindótt klárhryssa, dóttir hennar með 9,5 fyrir tölt, Móeiður Kjarksdóttir.  Og eins og margir vita þá er móðurætt Kjarks að mestu úr Hornafirðinum líka.

Ég hef aldrei elt uppi einhvern graðhest og haldið undir hann af því að hann er svona eða svona á litinn, þá væri ég löngu búin að ná mér í leirljósa genið einhvers staðar.  En sorrý, það er bara enginn leirljós  eða moldóttur hestur í nágrenninu sem ég hef fallið fyrir. 

Hvort að ég hefði notað Mánastein tveggja vetra eins og ég gerði ef hann hefði verið brúnn eða skal ég ekki fullyrða um..... jú sennilega, hann var lofthár og fallegur, hreyfði sig flott og var undan mömmu sinni.

   

En það er auðvitað tvöföld ánægja að fá svona sperrileg folöld í fallegum lit, eins og hann Frakk hérna sem er unda skjóttri hestakaupa guggu ;) Fregn SauðárkróksFálkadóttur.   Þegar við tókum veturgömlu tryppin inn í vor þá var oftar en ekki, þessi látinn halda sýningu fyrir gesti og gangandi enda skreffallegur með eindæmum.  En Frakkur sprangar ekki lengi um íslenska grundu því hann er seldur til Finnlands og ætlar að auka kyn sitt þar innan fárra ára ef allt fer fram sem horfir.



Eigandi þessa svarta hests taldi hann fallegasta folaldið fætt hjá honum það árið... hann pantaði með tvær hryssur í sumar en guggnaði vegna hestapestarinnar, vildi hafar hryssurnar í sjónmáli en ekki þvælast með þær landshorna á milli.  Samkvæmt síðustu fréttum átti hann að fá að halda kúlunum eitthvað áfram.



En eigandi þessarar litfögru framfallegu snótar lét enga hestapest stoppa sig og mætti með móðurina aftur og tvær aðrar til.



Þessi fæddist kvöldið fyrir öskufallið 13 maí en það skaðaði hann ekkert þó hann yrði svartur af ösku í smá tíma.  Undan Irsu Kýrholts-Hrannarsdóttur frá Kanastöðum.



Og hér er einn móvindóttur sem ætti að geta skyrpt úr hófum þegar fram líða stundir. Móðir er Rún frá Eystra-Fíflholti, ekki ættstór hryssa en hefur eignast eina ágæta hryssu undan Tígur gamla, föður Mánasteins, Ronju sem einnig er móvindótt.



Rúsínan í pylsuendanum þetta árið var svo önnur af tveim fæddum hryssum hér þetta árið (enn sem komið er) undan Ögrun.  Alveg hrikalega sæt. 

Þessi tryppi og folöld virðast hafa gott gang og hreyfingar upplag, hvort þau sem þau sýnast vera fimmgangs eða þróast meira í klárganginn.  Öll sýna gott tölt í upphafi ævinnar.

Það skemmir ekki fyrir að hann er afar örlátur á vindótta grunnlitinn og það eru tæplega 70% af afkvæmunum allskonar vindótt.

Mánasteini hefur verið sleppt í hólf með hryssum og það eru nokkur pláss laus hjá honum og ekkert mál að bæta inná hann fram yfir miðjan Júlí.  Verð er 45.000 með öllu.

Það er svo planið að taka góðan þjálfunarsprett á honum í september og október vegna þess hvernig síðasti vetur fór í vaskinn,  þannig að ég býst við að taka hann úr merum um miðjan ágúst.
Miðað við svingið á honum í haganum virðist hann vera búinn að ná sér alveg í löppinni sem hann slasaðist á í fyrra þannig að ég er bara björt á þetta.




Eldra efni

Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2387
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1629418
Samtals gestir: 100828
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 02:35:44

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]