04.06.2010 23:30

Þrumufleygur frá Álfhólum



Það er ekki um auðugan garð að gresja í sýningarhaldi með hross hér frá Álfhólum þetta vorið.  Öll hrossin hjá mér veiktust undir vorið eins og áður sagði, en hjá Jonna í Ármóti var hinn 4 vetra Þrumufleygur Þyrnirósar og Þóroddson í þjálfun í vetur. Það var riðið á tæpasta vað með að fara með hann í dóm en strax eftir sýninguna veiktist hann, fékk hita og komst þ.a.l ekki á yfirlitið. Þrumufleygur fékk meðhöndlun strax hjá dýralækni, hitinn hvarf strax og hann virðist vera nokkuð frískur og ekkert kvefaður.


                                                                                                                    Mynd Kolla GR

Þó var enginn beygur í honum fyrir brautinni á þriðjudeginum enda fjörviljugur og krafmtikill foli, sem lítið bítur á.  Sýningin gekk þokkalega nema skeiðið gekk ekki alveg upp og þótti Jonna það afar súrt að komast ekki á yfirlitið til að laga skeiðeinkuninna sem var bara uppá 6. Brautin í forsýningunni í Hafnarfirði var rosalega hörð og getur það breytt ýmsu með svona ung hross á skeiði sem var raunin hjá Þrumaranum, eins og við köllum hann.


                                                                                                                    Mynd Kolla Gr

Fyrir tölt, brokk, vilja og fegurð í reið fékk hann 8,5 og hæfileikaeinkunn var uppá  7.95  Okkur fannst hann heldur hart dæmdur fyrir byggingu, 7.76 en það getur auðveldlega lagast með auknum þroska á næsta ári. Aðaleinkunn 7.87. Meiri upplýsingar um hann HÉR.

John Kristinn er búinn að vera mjög ánægður með klárinn í allan vetur. Frá fyrsta mánuði í tamningu hefur hann verið hrifinn af hestinum segir hann fljótan til, hreingengan og viljugan.  Hreinlega hefur ekki verið hægt að ná klárnum af honum, svo sem engin ástæða til. John hefur tamið hestinn lista vel og segir hann folann vera besta tryppi sem hann hefur tamið og þjálfað.

Sjá fleirri myndir af Þrumufleyg HÉR



Þrumufleygur verður í góðri girðingu í nágrenni Álfhóla í sumar og áhugasamir geta hringt í Hrefnu Maríu 8611218 eða sent póst á [email protected]



                                                                                                                                                                Mynd Óðinn Örn

Eldra efni

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2387
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1629332
Samtals gestir: 100824
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 01:28:50

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]