05.04.2010 09:00

Allra sterkustu og Móðir Náttúra


                                                                                                                             Mynd Dalli
Um helgina fór fram Ístöltsmótið Allra Sterkustu í Laugardalnum og þangað höfðum við Díva boðsmiða eftir sigurinn á Svellköldum um daginn.  Forkeppnin gekk ekki alveg hnökralaus fyrir sig og einkunnin 7.50 rétt dugði okkur inn í B-úrslit.


                                                                                                                                 Mynd Dalli
Og það var hart barist fram á síðasta metra og ég var mun ánægðari með Dívu í úrslitum en í forkeppninni, en það dugði samt ekki til og níunda sætið kom í okkar hlut.



Daníel Jónsson og Fontur frá Feti unnu B-úrslit en á eftir komu:

6.-8. Barbara Wenzl og Dalur frá Háleggsstöðum    7,83   
6.-8. Snorri Dal og Helgi frá Stafholti            7,83
6.-8. Birna Káradóttir og Blæja frá Háholti        7,83
9.    Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum        7,78   
10.    Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum    7,67   
11.    Jakob Sigurðsson og Alur frá Lundum         7,61  



Og aftur var það Nátthrafn, Kjarksonurinn glæsilegi og Dóri sem sigruðu með nokkrum yfirburðum.

1.    Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi    9,22   
2.    Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti    8,83
3.    Lena Zielenski og Gola frá Þjórsárbakka        8,78   
4.    Þórdís Erla Gunnarsdóttir  og Ösp frá Enni    8,39   
5.    Daníel Jónsson og Fontur frá Feti        8,06

Það er nú dáldið athyglisvert hvað hann Kjarkur litli frá Egilsstaðarbæ er búinn að skila mörgum ofurtölturum þrátt fyrir að hafa aldrei hlotið nafnbótina "Tískuhestur" og verið frekar umdeildur.  Ég var nú alltaf á leiðinni að nota hann meira en einhvern veginn varð aldrei af því og svo var hann bara allt í einu kominn úr landi!



Þann 20 Mars var svo Barkarmótið, árlegt töltmót í Víðidal.  Ég dubbaði fimmgangshestinn Mátt frá Leirubakka upp fyrir töltkeppnina og við enduðum í fjórða sæti með yfir 7 í einkunn í einkunn í úrslitum.

Ég var varla komin inn úr dyrunum heima eftir mótið, þegar síminn hringir og ég fæ boð frá Neyðarlínunni um að gos sé hafið í Eyjafjallajökli og allir eigi að hypja sig að heiman.  Og þar sem ég var ennþá með kerruna aftan í, þá fyllti ég hana af úrlvalshryssum og brenndi af stað til forða mér og mínum undan flóði sem aldrei kom og hefði væntanlega aldrei orðið neitt hamfaraflóð þrátt fyrir að þessar varúðarráðstafanir yrðu gerðar.  Gömlu mennirnir á næsta bæ, höfðu vitið fyrir fræðingunum og voru ekki par hrifnir af þessari dómadagsvitleysu, að vera reka þá á fætur um miðja nótt fyrir eitthvað lítið saklaust eldgos.



En ljósmyndarar geta hoppað hæð sína í loft upp fyrir frábæru myndefni næstu vikurnar vonandi.  Ég stal þessum tveim síðustu myndum frá einhverjum á Feisbúkk, og vona að ég sé ekki að brjóta nein höfundaréttarlög með því að setja þær hér.

Ætli Fimmvörðuháls sé ekki í ca 40 km fjarlægð héðan í beinni loftlínu, en þrátt fyrir nálægðina sjáum við bara lítinn bjarma á kvöldin þar sem jökullinn byrgir sýn. (Gömul mynd)

Það er svoldið sérstakt hvað við erum varnarlaus gagnvart Móður Náttúru þrátt fyrir að við teljum okkur vera tæknivædd og tilbúin að segja fyrir um alla mögulega hluti.   Ég hef dregið þá ályktun að ef það hefði gosið undir jökli og það hefði komið flóð, þá hefði maður verið betur staddur heima uppá háum hól heldur en að flækjast eitthvað á milli staða.  Staðreyndin er sú að það var allavega búið að gjósa í hálftíma áður en rýmingaráætlun fór af stað og fræðingarnir trúðu ekki bændalýðnum sem hringdi og tilkynnti um gosið, af því að það sæist bara ekkert gos á mælunum sem þeir höfðu fyrir framan sig!

Eldra efni

Flettingar í dag: 489
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2387
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1629350
Samtals gestir: 100824
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 01:52:49

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]