15.11.2009 00:18

Tíminn fljúgandiVá, eigum við að ræða það eitthvað.....Sumarið nýliðið og dekurhrossin varla komin í haustfrí, nýklippt og fín ( ég ræðst alltaf á faxið á haustin sumum til mikillar hrellingar), að það er bara komin miður nóvember og maður fer að telja dagana þangað til að gæðingarnir komi inn aftur, t.d jarpa uppáhaldið sem var nú eiginlega byrjuð í haustfríinu sínu þegar þetta video er tekið, búin að klippa sjálf af sér toppinn og bæta hressilega á sig. 

Ekki það að hesthúsið sé búið að vera tómt í haust, nóg af tryppum og söluhrossum rúlla í gegn en margt af því fer svo í frí í Desember til að rýma til fyrir hrossum sem koma til vetrarþjálfunar.  Stundum leynist óvæntir gæðingar í hópnum eins og þessi brúnstjörnótti sem ég er að prófa þarna í þriðja skipti.

Time flies too fast!

Woww should we discuss this further...  The summer has just passed and our own competition/show horses are on their fall break, new cut main and hoofs. I always cut their maine and hoofs allot when I give them their break, some people think that's crazy but I think it gives it more grooving. And now it is middle of November and I am already counting the days until theses "fancy" horses come again for training. For example this bay mare of mine, Díva, that was technically already began in her break  when this video was taken. She had cut of her bang herself and gain some extra weight.
 
The stable has however not been empty this fall. Plenty of youngsters in training and sale horses in training. Some of this horse go then to a break in December and are trained again next summer. So we have enough room for the horses that are coming in to winter training. Sometimes I find unexpected things in this horse group. Like this black one with the star.
Það er svoldið fyndin saga á bak við hann.... Rósa keypti hann frá Akurey fyrir 5 árum síðan og er undan hesti héðan sem hét því skemmtilega nafni Rósinkranz og var undan Vöku gömlu sem hefur gefið hérna mörg góð hross og Þokka frá Bjarnanesi.  Já hún Vaka litla sem var skírð í höfuðið á ömmu sinni var alveg gríðarlega fallegt folald sem brunaði vinkilhágeng á öllum gangi og það kom ekki í ljós fyrr en vorið eftir að Rósa hafði keypt köttinn í sekknum.  Vaka litla var alls engin hryssa heldur hestur!!!

Svo kom að tamningu og eftir ca tveggja mánaða tamningu þótti "Vaka litla" frekar púkó og lítið sem minnti á sprangið yfir þúfurnar forðum daga.  Svo honum var eiginlega hent í mig og sagt að ég mætti bara eiga hann og Verena hélt árfram þjálfuninni í haust.  Ég er heldur léleg buissness manneskja og klikkaði algerlega á því að fá það undirritað að hann tilheyrði núna mínu eignasafini, kannski af því að ég var sjálf búin að gefa upp vonina um annað en að þetta yrði meðal frístundahestur í besta falli, hummm... 
Taumléttur, taktgóður, sjálfberandi og hágengur, er hægt að biðja um eitthvað meira, ja nema kannski aðeins meiri stærð fyrir mig. 


There is a great story behind this one. Rósa (Sara mother's sister and Hrefna María's mom) bought this one from Akurey a farm her nearby 5 years ago. His father is a horse from us and his name was Rósinkranz and his mother was Vaka from Álfhólar (mare that have given us few 1.st price offsprings) and his father was Þokki frá Bjarnanesi. "She" was a really nice looking foal, fly on tölt with crazy high movements and was named in the head of his grandmother "Vaka junior". But it was a little bit of surprise the following spring when it came clear that "Vaka junior " that we thought was a mare was indeed a stallion!!!!!

Then "she" was just castrated and when he was old enough we started training him. After ca. 2 months of training was "Vaka junior" just average and did not show us the greatness that we saw in him as a foal. So Rósa ALMOST just gave me (Sara) him and Verena has been training him this fall. I am for sure a really bad business woman to have not got her signature for him (maybe because I just thought he would just be a nice riding horse, nothing more.. )   

But "Vaka junior" has been like a Cinderella story. He is just an amazing horse. So light on the rains, clear beat, self carring, high lifting movements, ready for the track in Tölt competition, really talented horse. Can you ask for more???


Eldra efni

Flettingar í dag: 1557
Gestir í dag: 167
Flettingar í gær: 2895
Gestir í gær: 453
Samtals flettingar: 1179512
Samtals gestir: 78153
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 14:00:52

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]