11.09.2009 17:51

Ný söluhross




Nú þegar haustar breytast aðeins áherslur í hestamennskunni. Búið er að draga undan flestum kynbótahrossum og keppnishrossum og þau komin í haustfrí.  Í staðinn er verið að gera hóp af tryppum reiðfær og halda áfram með önnur.

Núna eru mörg góð söluhross á járnum hjá okkur og í þjálfun. Allt frá traustum reiðhrossum til úrvals keppnishrossa og ræktunargripa.

Endilega komið við á sölusíðunni okkar og lítið á úrvalið, þó svo það sé ekki nema sýnishorn af því sem við erum með til sölu. Fylgist með á næstunni því við ætlum að reyna koma sem flestu inn á síðuna sem er söluhæft.  Söluhæft segi ég, því við viljum bara bjóða hross til sölu hér á síðunni sem við erum sjálf ánægð með og teljum vera eiguleg hross.   


Lífleg sala hefur verið á Álfhólum í sumar og mörg hross komin til eða eru á leið til nýrra eiganda. 

Oft á tíðum þá höfum við ekki undan við að koma söluhrossum inn á síðuna. En hér eru nokkrar myndir af hestum sem hafa leynst hjá okkur í sumar og farnir til nýrra eiganda.


New sale horses

Now when the fall is coming we have a bit different emphasis in our horsemanship. We have put most of our breedingshow and competition horses to fall vacation. Their training will begin again in December or January. Instead we have group of youngsters that we are breaking and other horses that we are training more.

Now we have many good Sale horses in the stable. All from stable riding horses to super competition horses and breeding candidates.

Please check out our Sale webpage and take a look at our variety, even though it is not all of our sale horses. Stay tuned next couple of days because we will try to put all horses that are ready for sale on our homepage. Yes, we say "ready for sale" . we only offer horses that we are satisfied with and think are ownable horses.

Horse sale has been good here in Álfhólar this summer and many horses are on their way to new owners or are already there.

Sometimes we did not have time to put them on our homepage because they are already sold. Here are photos of horses that we have had this summer and did not reach our sale page but have already landed with new owners.  



Þetta er Eldgígur 5v foli frá Hrefnu Maríu. Stór og mikill hestur, gríðarlega sterkur og þolmikill foli.  Framtíðar keppnishestur sem farinn er til Þýskalands. Skemmtilega ættaður hestur undan Eldvaka frá Álfhólum og Gýgur frá Ásunnarstöðum, Blakksdóttur frá Hafnarnesi. Ræktun af gamla skólanum. Hann er annað afkvæmið sem við eigum undan þessari hryssu hitt er Herská Parkersdóttir.

This is Eldgígur 5 year old gelding from Hrefna María. Big and powerful horse, extremely  strong horse. Future competition horse that has left Iceland and is placed in Germany. His blood is intresting his father is Eldvaki frá Álfhólum and mother is Gýgur frá Ásunnarstöðum, daughter of Blakkur from Hafnarnesi. Breeding old school way. Eldgígur is her second offspring that we train the other one is Herská daughter of Parkef from Sólheimum



Þetta er Seiður frá Strandarbakka. Aðeins 4 vetra stóðhestur ræktaður af Eiði áður kenndur við Búland. Seiður er farinn til Þýskalands. Einstaklega geðgóður foli með góðar gangtegundir og fallegan limaburð. Seiður er undan Líbrant frá Baldurshaga (gráskjóttur stóðhestur sem fór út í fyrra vetur, Siggi Sig var með hann lengst af) og Galdursdóttur frá Sauðárkróki. Skemmtilegt að segja frá því að hesturinn heitir Seiður, móðir hans Norn og afi hans Galdur.... Spúkí ..!?

Okkur finnst mjög skemmtilegt er að fá fréttir af seldum hestum og myndir.  
Hér er nýji eigandinn af honum Þrym frá Álfhólum sem oftast var kallaður Valda-Blesi á þessum bæ. Þrymur var seldur í vetur og vegnar honum vel á nýjum stað.

This is Seiður from Strandarbakka. Only 4 year old stallion. Seiður is placed in Germany. He has really nice temperament with good gaites and nice leg action. His father is Líbrant from Baldurshaga (grey pinto stallion, placed in Swiss) and his mother is a daughter of Galdur from Sauðárkroki. It is fun to tell you about that the name Seiður means sorcery and his mother is called Norn that means Witch and his grandfather is called Galdur that means magic or witchcraft.... wooo spukíí..

We are happy to have news of our sold horses and photos. Here is the new owner of Þrymur frá Álfhólum. Þrymur was sold last winter and is doing well at his new home.



Svo er hann Rauðskeggur lentur í Svíþjóð og gaman að sjá að honum líkar vel við græna grasið hinum meginn við Atlandshafið.

And then there is news from Rauðskeggur. He has landed in Sweden and it is nice to see that he is adopting well and it seems that he likes the green grass just as well on the other side of the Atlandic Ocean.


 




Eldra efni

Flettingar í dag: 8820
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 905
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1754922
Samtals gestir: 102650
Tölur uppfærðar: 16.1.2025 11:50:20

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]