03.09.2009 11:35

Suðurlandsmót



Um síðustu helgi lauk skemmtilegu suðurlandsmóti þar sem ég tók þátt í fimmgang opnum flokki, á Mætti frá Leirubakka, 6 vetra stóðhesti sem ég fékk í hendurnar í sumar.  Við fórum í forkeppni í 6.60 og enduðum í þriðja sæti í úrslitum.

Máttur stóð í ströngu vikunni áður, því þá fór ég með hann í kynbótadóm þar sem hann hækkaði töluvert fyrir hæfileika og endaði í 8.34,  8.17 í aðaleinkunn.  Hann er með 8,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 9 fyrir vilja. 

Southern championship

Last weekend was one of the biggest sport competition this year. It is called Suðrulandsmót or in English maybe Southern championship. I participated in five gait open class on the stallion Máttur from Leirubakka. He is a 6 year old stallion that I got for training this summer. In the preliminaries we got 6,60 and ended in 3rd place after the finals.

Máttur had a hard working week, because I took him to a breeding show the same week. He raised his scores a bit for ridden abilities and ended up with 8,34 and 8,17 for total score. He has 8,5 for tölt and general expression and 9 for spirit. 




Hann fékk aðeins 7,5 fyrir skeið en það var skoðun margra að sú einkunn hefði alveg mátt vera 8 eftir yfirlit.

Einn dag fékk Máttur til að hvíla sig og svo var hann kominn á hringvöllinn, get ekki annað en sagt að geðslagið í þessum hesti og viljinn til að leggja sig fram í verkefnin er í góðu lagi.

He only got 7,5 for pace but it was on many people's mind that it should have been 8.

Máttur got one day of to rest and then we went to the overall track. I can not say anything other that is spirit and temperament are excellent and is eager to do everything for you.


Stundum er skrítið hvernig hlutirnir eru, því þegar ég var beðin um að taka hann að mér um mitt sumar var ég síður en svo hrifinn að fá stóðhest í þjálfun með allri þeirri vinnu sem því fylgir og reyndi í lengstu lög að humma það fram af mér, en Máttur er í eigu sömu aðila sem eiga Dívu með mér svo þeir hafa ágætis tök á mér ;)   Núna er hann hins vegar komin í mikið uppáhald hjá mér þessi hestur og kannski engin furða.

Sometimes it is strange how things develop, when I was asked to take a stallion in training middle of the summer and I was not jumping of joy of it because it is a lot of work to have and train a stallion over the summer. But I know the owners a lot so I could not say no, but now Máttur is one of my favorite and no wonder.



                                                                                                                           Mynd Lena Walvik

Að auki mætti ég með Dívu í tölt meistara þar sem við enduðum í 4-6 sæti eftir forkeppni og þ.a.l beint inní A-úrslit.  Úrslitin lét ég fram hjá mér fara í þetta skipti því tæknilega var Díva komin í haustfrí hjá mér og eiginlega dottin úr allri þjálfun. Mér fannst hún bera yfir sér of mikinn haustbrag til að geta skartað eitthvað í keppni og því átti ég bara eftir að draga undan henni.  En Hrefna og Sara Rut skoruðu á mig að fara með hana og hún fékk sína bestu einkunn sumarsins mér algerlega að óvörum, 7.37.

Lena Walvik frá Noregi var í viku heimsókn hjá okkur og tók helling af flottum myndum eins og hún er vön.

In additionally I took my 5 year old Díva to the master class Tölt. We ended up in 4-6 place . But Diva is technically  on a fall break and almost in no training shape so I did not participated in the finals.  But I got my highest scores this season 7,37 in the preliminaries.

Lena Walvik from Norway came here for a visit for a week and as usual she took  tons of great photos.





Hrefna María gerði góða ferð á honum Rauðskegg sínum og vann slaktaumatöltið.  Þetta var þeirra síðasta mót því í dag hélt Rauðskeggur litli upp í langt ferðalag sem mun enda í Svíþjóð á laugardag. Rauðskeggur er góður og skemmtilegur hestur, mikill ljúflingur og án efa eftir að bræða hug og hjörtu nýrra eiganda líkt og okkar. 

Hrefna María had a good trip to the Southern championship also. She won the T2 (loos rain tölt) on her stallion Rauðskeggur.  It was there last champion because today the small Rauðskeggur went on a long journey that will end in Sweden next Saturday. Rauðskeggur is a good and enjoyable horse, really much of a sweetheart and will without a doubt become new owners favorite like ours. 

   




Eldra efni

Flettingar í dag: 8820
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 905
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1754922
Samtals gestir: 102650
Tölur uppfærðar: 16.1.2025 11:50:20

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]