30.07.2009 10:52

Folöld 2009



Fyrsta folald Ronju undan Fróða frá Staðartungu er eitt af mörgum sniðugum folöldum í ár.



Vildi bara að ég hefði átt góða myndavél þegar hann dansaði þarna fyrir mig, ekki einhverja sem tekur 1 mynd á sekúndu og ekki einu sinni í fókus :(   Það verður breyting á núna þar sem hún Hrefna María er búin að kaupa sér eina svaðalega flotta vél sem er nú kannski hægt að stelast í.

Sá bleikálótti hefði nú mátt fá eitthvað af litnum hennar mömmu sinnar, en engu að síður er ég mjög ánægð með hann, kattmjúkur og rúmur á öllum gangi og ég þarf ekkert að væla yfir fótaburðinum.

Fyrstu vikuna fannst mér hann mátulega fallegur en hann var orðinn mjög gerðarlegur og framfallegur þegar ég fór með Ronju undir hest í síðustu viku, en hún fór undir Auð frá Lundum.  Humm, já reyndar á ég hann nú ekki alveg sjálf því hann er fæddur í hlutafélagi þessi með þeim Húsafellsfélögum Sigga og Robba.




Móaló kalla ég einu hryssuna sem ég fékk undan Dimmi í sumar, en hún er undan Mónu gömlu. Nafnið skrítna fann ég upp þegar ég sá hana fyrst, hún var eins og lítil könguló og svo heitir mamman Móna svo þetta var auðvelt :D

Mér líkaði það vel sem ég sá í Fróðasyninum hennar Ronju að ég keyrði alla leið vestur á Snæfellsnes og hélt Mónu undir Fróða frá Staðartungu.  Hún er nú orðin gömul greyið en ég vona að ég nái einu í viðbót frá henni.   Dimmu keyrði ég líka undir Arð frá Brautarholti í vikunni sem leið til þess að búa til alsystkyni Dívu :)
  

Eldra efni

Flettingar í dag: 1011
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3018
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 1420511
Samtals gestir: 93467
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 17:36:53

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]