21.07.2009 02:53

Að vera til


                                                                                                        mynd Valgerður Valmundsstóttir
Ekkert er eins gaman í hestamennskunni eins og njóta þess að vera á góðum hesti úti í náttúrunni :)   Sumarið er tími rekstratúranna.  Við erum búin að fara í 3 stutta hérna niður að Hólsá, þar eru hreint frábærar útreiðarleiðir, moldargötur og grasbakkar.   Svo væri auðvitað gaman að komast eitthvað til fjalla en spurning hvað það er gáfulegt þegar ca 70 % af hópnum sem er í þjálfun eru fjögurra og fimm vetra hross. Þá finnst manni dagsferðirnar vera hentugastar.


                                                                                                    
mynd Valgerður Valmundssdóttir

Dekurdollurnar tvær, Gjóska og Díva sáu alveg um að minna mann á tilgang þess að vera í hestamennsku ef ske skildi að maður hefði gleymt því.

Ég var svo ótrúlega heppin að fá hana Valgerði vinkonu í heimsókn með myndavélina og smella nokkrum myndum af okkur í túrnum síðasta laugardag.

Flettingar í dag: 1421
Gestir í dag: 344
Flettingar í gær: 381
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 769223
Samtals gestir: 44190
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 21:38:46

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]