07.07.2009 01:31

FM 2009



Jæja, nú er lífið að komið í sinn vanagang eftir stuttan skreppitúr á Fjórðungsmót á Kaldarmelum.   Þar fengum við Díva tækifæri til að keppa við bestu töltara landsins sem gekk bara nokkuð vel.   Ég var svo hógvær að setja mér aðeins það markmið að komast í B-úrslit, því þetta var jú fyrsta stórmótið hennar og hryssn varla búin að slíta barnsskónum. Markmiðinu var náð og við enduðum í níunda sæti með einkuninna 7.20 í forkeppni.  Humm, næst setur maður markið enn hærra!

Það hafa verið haldnir miklir fundir um framtíð Dívu, því hún er jú hlutafélagseign.  Einn hluthafinn fékk nefnilega þá grillu í höfuðið að hann væri alveg að fara að deyja, stálsleginn maðurinn og hann yrði að drífa sig og fá folald svo ræktunin gæti hafist.  En síðasti fundurinn var haldinn á Kaldármelum og þar var sæst á að vera með Dívuna í keppni eitt ár enn og sýna hana aftur í kynbótadóm næsta vor. Sjá fleiri myndir teknar af vinkonu minni Valgerði Valmundsstóttur á Hrauni í albúmi hér 

Ég dvaldi í góðu yfirlæti hjá pabba, Ástþóri og konunni hans, Kötu í Dal og Dívan fékk spónalagaða svítu hjá Gunnari í Hrísdal og kann ég þeim hinar bestu þakkir fyrir mig.



Folöldin hafa fæðst heldur seint hjá mér þetta árið, hryssurnar fóru ekki að kasta af alvöru fyrr en eftir 10 júní.  Mig vantar góða uppskrift af því hvernig á að framleiða merfolöld, því ca 85% af fæddum folöldum eru hestar :(

Hvort að ónefndur móbrúnn Dimmisson fetar einhvern tíman í fótspor frænku sinnar Dívu get ég ekki sagt til um en sportlegur og léttur er hann og hefði alveg mátt vera hryssa.  Ég segi meir frá folöldum síðar.

Eldra efni

Flettingar í dag: 8820
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 905
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1754922
Samtals gestir: 102650
Tölur uppfærðar: 16.1.2025 11:50:20

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]