25.06.2009 20:47

Í nýjum heimiGáska eignaðist sitt níunda skjótta afkvæmi nú á dögunum.  Það er bleikskjóttur hestur undan Keili sem er í eigu Húsafellsfélaga, Róberts Veigars og Sigurðar T. Íslandsmeistara í stangastökki.

Það verður nú einhver bið eftir því að verða Íslandsmeistari í einhverju eins og eigandinn, ef miða á við misheppnaðar tilraunir folans unga við að klöngrast á lappir!Áts..ekki alveg að meika það en........en allt hefst nú að lokum :)

Það er hálfgerð ráðgáta hvers vegna ég fæ bara skjótt undan Gásku því að hún er undan svartri hryssu en óneitanlega er afar skemmtilegt finna hana alltaf með eitthvað litfagurt sér við hlið, sama undir hvaða hest maður heldur.
(Svo reynir maður að halda fram að litir skipti engu máli ;)

Gáska fékk að heimsækja Kappa frá Kommu þetta árið, fyrsta skipti sem ég held henni undir klárhest, og spennandi að sjá hvaða "sportari" kemur út úr því.
 


Af öðrum afkvæmum Gásku er það að frétta að Gjóska var sýnd í vor og fór í 7,83 í aðaleinkunn, en hún er klárhryssa eins og flest Gáskuafkvæmin.  Það að hún fór ekki hærra í sinni fyrstu ferð á brautina, gerir mig löglega afsakaða með að leika mér á henni eitt ár enn, gera atlögu að áttunni næsta vor og spreyta mig jafnvel með hana í fjórgang seinna í sumar.Yngri systirin Gæska Tígursdóttir fór í fínan byggingadóm 8.11 en reiðdómur bíður betri tíma.  Gáski, Gjóska og Gæska hafa öll fengið 9 fyrir fótagerð enda með sterkar fætur eins og mamman þó hún hafi bara fengið 8,5.  Og fjögur öll hafa fengið 8 fyrir frampart þó að mamman hafi bara 7,5 ;) Hún Gæska fékk ekkert nafnið sitt fyrir neina tilviljun.  Hún tók upp hjá sjálfri sér að gera sér dælt við manninn þrátt fyrir að vera algerlega óbandvön. (Jonni og Gæska knúsast í "denn")

Ég fékk einu sinni heimsókn í mýrina frá konu sem telur sig sjá meira heldur en við venjulega fólkið og þegar hún sá þessa hryssu tveggja vetra í haganum, sagði hún að Álfabörnin úr Álfhólunum væru alltaf á baki þessari.   Hummm, ekki lagði ég stóran trúnað á þetta fyrr en að tamningu kom, þá kom í ljós að hún teymdist bara ágætlega þrátt fyrir að hafa aldrei verið gerð bandvön og henni var riðið út í reiðtúr annan daginn sem það kom hnakkur á bakið á henni!  Ég skal alveg viðurkenna það, að þá leiddi ég hugann að Álfasögukonunni góðu.

Og smá viðbót, Gæska sú rauðskjótta er örugglega eitt af fáum hrossum af yngri kynslóðinni sem getur engan veginn rekið ættir sínar til Sauðárkróks, Flugumýrar-Ófeigs eða Hrafns frá Holtsmúla.  Sú móskjótta er líka frekar gamaldags kynjuð en þar má finna Ófeig í gegnum Hrannar föður hennar, en engan Hrafn eða Sauðárkrók.

Eldra efni

Flettingar í dag: 605
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 800
Gestir í gær: 249
Samtals flettingar: 1101249
Samtals gestir: 68049
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 08:28:21

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]