30.01.2009 22:01

Lífið bak við rimlana


                                                                                                                                   Lena Valvik
Það kom dönsk stelpa hér við um daginn og sagði mér að blöðin í Danmörku væru full af fréttum um eymdina á Íslandi, Íslendingar hefðu ekki efni á að borða neitt annað en fiskinn sem þeir veiddu úr sjónum og já það lægi við að við værum flutt aftur í torfkofana góðu.  Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim sem eru búnir að missa vinnuna og eru með miklar skuldbindingar á herðunum en það eru samt ekki allir í vandræðum.  Krónan fallin, skelfilegt fyrir þá sem eru með erlend lán, ég svo sem ekki undanskilin, hitt er annað mál að krónan mátti alveg falla til að hjálpa til við útflutning sem er mikilvægur á þessum tímapunkti hvort sem það er fiskur, hross eða hvað sem er.  Gamli tíminn kominn í formi gjaldeyrishafta sem verða um óákveðinn tíma og hver veit hvað gerist þegar losna um þau.  Jú við erum kannski svoldið í búri eins og Dimmir hér á myndinni fyrir ofan og vitum ekki hvað gerist þegar búrið opnast.

Life behind bars

A Danish girl came here to Alfholar few days a go and told me that all of Danish newspapers are full of news of the Icelandic misery, that Icelanders can't afford to eat anything else than the fish that they get form the see and we where almost back in turf houses like the year 1850.
 I am not going to undermine the people who have lost their jobs and have lots of obligation on their shoulders, but there are not all Icelanders in trouble! Icelandic krona has fallen down, terrible for everyone that have foreign loans, I am also one of them, but there is a bright side of this terror. This has been very good for all export form Iceland whether it is fish, horses or something else.
 We also live with currency restrictions and who nows what happens when the government loses them.
 Maybe we are behind bars like Dimmir is here on the photo above. who knows what happens when the bars come down.





                                                                                         Lena Valvik
En best að tala um eitthvað skemmtilegra.  Morgunsól litfagra flýgur burt með Dimmbrá til Danmerkur og þaðan til Noregs þar sem þær munu deila sama hesthúsi, gaman fyrir þær.  Það er alltaf skemmtilegt að vita þegar þau fá að fylgjast að, hross sem hafa alist upp á sama haganum frá því að þau voru folöld.  Óneitanlega leiðir maður stundum hugann að því þegar maður rífur þessi grey úr sínu umhverfi og sendir þau útum allt að maður er að slíta vina og fjölskyldutengsl sem eru mikið sterkari á milli hrossa heldur en margur heldur.

But lets go to something more fun to talk about. The beautiful colored Morgunsól flys away with Dimmbrá to Danmark and from there to Norway, there they will share the same stable which is very good for them. It is always nice to know that the horses can be together, horses that have grown up in the same field since they where foals. Sometimes I think about how they feel when I take them from their normal environment and send them all over the world. Family connections and good friends are broken, the connections between them are stronger then most people can imagine.     


                                                                                                                                  Lena Walvik
Ímynd Flugars og Ísoldardóttir 4v hefur feikna efnilegt skeið, hefur svo sem ekki langt að sækja það en Flugar er með 9 fyrir skeið.

This is Ímynd from Álfhólar. Only 4 year old mare. Daughter of Flugar from Barkarstaðir and Ísold from Álfhólar. She is a very promising young mare with very secure and good pace. Her father has 9 for pace in breeding show.


                                                                                                                             Lena Valvik
Gullveig frá Lóni er líka á leiðinni til Noregs en hún verður í þjálfun fram á vor og klárar sig vonandi af í kynbótasýningu áður en hún fer yfir hafið.   Ljósmyndarinn Lena er líka farin yfir hafið, fór fyrir 10 dögum síðan, gekk ekkert að fá hana til að gefa lækninn uppá bátinn í þetta sinnið ;)  Eitthvað skildi hún eftir af myndum eins og sjá má, sem nota má til skreytinga fram eftir vetri :)

This is Gullveig frá Lóni, she is on her way to Norway to but not yet. I will train her to spring and hopefully she goes to breeding show before she goes over the sea. The photographer Lena from Norway is also gone to her home, she went home 10 days ago. I tried to talk her out of going to Med school and stay and ride horses but that didn't work ;) She left me lot of photos like you have seen, that I can use for decoration for a while.   English translation Hrefna María. 




Eldra efni

Flettingar í dag: 847
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 3018
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 1420347
Samtals gestir: 93464
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 16:20:11

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]