13.01.2009 00:09

Þessi fallegi dagur

Lena virðist geta uppgvötað töfraveröld allt í kringum sig með myndavélinni sinni.   Maður yrði ekkert undrandi að sjá álfa dansa á vatninu fyrir ofan Álfhólana sem bærinn heitir eftir, svo mikill töfrablær er yfir þessari mynd að mínu mati. Ég er búin að segja við hana að gleyma læknanáminu og fara í ljósmyndun í staðinn. 



Maja og Verena leggja af stað í reiðtúr, þekki ekki fararskjótana.



Og það er alveg skotið á mann úr launsátri....



Hah, bún að uppgvöta leyniljósmyndarann....



Tosa,tosa, reyna að hífann upp... hehe    Dimmir á sinni þriðju viku í vetrarþjálfunninni, sprækur og kátur að vanda.  Mér fannst samt hann betri í drullunni á föstudaginn, skrítinn hestur ;)



Herdís/Hervör (það er alveg að koma nafn á Parkersdótturina), tileinka hana góðri vinkonu minni sem reyndar er eigandi að móður hennar, en það er hún Dísa skvísa sem heitir Herdís ;)



Maja leggur Moldu á skeið, nei hún er ekki frá mér þessi, liturinn passar ekki.


Já dagsbirtan hefði alveg mátt vera lengri því það voru margir sem voru að fíla sig á fönninni, s.s Gáski, Rebbi, Dagrún og "Móskjóna" var að sveifla sér svakalega hjá Lenu.  Hún bað mig reyndar að rækta svona hest fyrir sig, nákvæmlega eins og hana. Já það væri nú gott ef maður gæti búið til þessi grey eftir pöntun, en ræktun er víst ekki svona einföld. 


Flettingar í dag: 420
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 3161
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 879325
Samtals gestir: 55654
Tölur uppfærðar: 30.11.2023 15:31:02

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]