08.11.2008 09:59

MóeyMeðeigandi minn að Móey hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og var heldur svekktur yfir því að ég nefndi hana aldrei á nafn, talaði bara um hinar 3v hryssurnar sem ég væri með.  Ég sagði honum ekkert að örvænta, hún væri ójárnuð ennþá og ekki komin eins langt og t.d Dagrún.  Tamningakonan hefði slasað sig og henni ekkert verið sinnt í tvær vikur meðan hún var að jafna sig.En fyrir 4 dögum rak ég undir hana og það komu aðrar gangtegundir í ljós en valhhoppið góða sem hún hafði fram að því beitt fyrir sig.Ég hef ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að prófa hana ennþá, en ég ætla nú kannski að hoppa  nokkrum sinnum á hana áður en ég sleppi henni aftur.

Móey var frekar óráðið folald.  Nokkurra klukkustunda gömul, gekk hún um á þessu flotta hágenga mýktartölti, man að mér fannst hún hreyfa sig eins og köttur, svaka mjúk.  Seinna meir var ég staðráðin í því að ég hefði bara séð ofsjónir og það væri ekkert varið í hana, því hún fór mest sín uppvaxtarár á hægu valhoppi nema eitt sinn er ég þrengdi að henni og ýtti aðeins við henni þegar hún var veturgömul, að ég sá einhverja hreyfingu sem minnti á móður hennar.    Eftir þriggja vikna tamningu liggur hún betur fyrir með tölt og brokk en móðir hennar gerði eftir sama tíma, hefur öflugra og burðarmeira bak en sú gamla hafði og á strax auðvelt með að bera sig rétt að (ekki svo að skilja að Móeiður hafi verið sein til, fékk 7.9og eitthvað fyrir hæfileika fjögurra vetra gömul klárhryssa eftir 4 mán í tamningu).  
Hvernig þetta þróast allt saman kemur bara í ljós en það er alltaf gaman þegar tryppin eru fljót til.

Eldra efni

Flettingar í dag: 687
Gestir í dag: 190
Flettingar í gær: 800
Gestir í gær: 249
Samtals flettingar: 1101331
Samtals gestir: 68101
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 08:50:39

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]