08.10.2008 21:02

Hraðtamningastöðin.is

Jæja er ekki komin tími á smá hestafréttir!

Það hefur viðrað misvel til útreiða nú í haust og eins gott að hafa góða inniaðstöðu núna, ó já! 
Það er töluvert af spennandi efnivið sem er verið að fást við þessa dagana og haustin eru alveg tilvalinn tími til frumtamninga.  Það er tilhlökkunarefni og sérlega spennandi að taka til tamninga fyrsta tryppið undan einni aðaleftirlætis  ræktunarhryssunni.   Móey Móeiðar og Eldjárnsdóttur kemur fyrir sem fluglétt og fljúgandi geng hryssa.  Kom inn á laugardaginn var og er að verða reiðfær nú þegar.  Vinnuheiti á henni er "The Dancing Queen" emoticon


Dagrún Dimmudóttir er komin vel af stað og brunar um á öllum gangi og rífur vel upp lappirnar.Gæska Gáskudóttir er orðin reiðfær á mettíma, þ.e fjórum dögum, stendur algerlega undir nafni sínu og er bara mjög lofandi alhliða tryppi.Sólandus er kominn á skeifur í fyrsta skipti og lítur vel út, stikar ákveðinn áfram í reiðtúrum á stórstígu brokki, og töltið ekki langt undan.

En tryppi eru alltaf tryppi og þó að þau séu skemmtileg, er alltaf gott að komast á bak fulltömdum góðum hesti."Oft verður góður hestur úr göldum fola"
Þessa mynd birti ég áður í sumar þegar ég talaði með söknuði um tamningaferðir sem farnar hafa verið og þarna er einmitt verið að leggja á hann Rebba (Ref) Pegassusson sem er undan hryssu af gamla stofninum og heitir Nótt frá Álfhólum.  Hann var talsvert tortrygginn fyrst í tamningu og ekki á allra meðfæri en í dag er þetta einn besti hesturinn í húsinu og gefur góð fyrirheit og ekki laust við að hann kitli einhverjar keppnistaugar sem hafa ekki verið virkar hjá mér í nokkur ár.  Ef að veðrið verður skaplegt áfram þá er aldrei að vita nema að ég taki "action" myndir af kappanum svo fólk haldi ekki að ég sé að bulla með hann emoticon  
Verð að viðurkenna það að þó að hann sé orðinn 7 v gamall þá var ég varla búin að leggja á hann sjálf fyrr en í hestaferðinni núna um verslunarmannahelgina.  Ég er til að mynda ekki enn með á hreinu hvort hann sé fimmgangs eða bara opinn fjórgangari, svo lítið þekki ég hann.  Töltið er allavega dillimjúkt og eitthvað er hann vakur allavega hvað sem það verður.   Er búin að vera svo slök með hann af því hann hefur aldrei verið á toppnum á sölulistanum. 


"And the winner is"Þessa dagana er Gáski staddur hjá mér í léttri þjálfun (og læra leikfimi í reiðhöllinni).  Þó svo hann eigi að vera síðastur í forgangsröðinni hjá mér af þjálfunarhrossunum þá get ég nú sjaldan haldið aftur af mér, sérstaklega þegar veðrið er gott eins og það var í dag, tekið hann fram yfir allt og notið þess að spretta úr spori á honum. 
Það lýsir honum kannski best þegar ég þeysti fram úr Maju tamningakonu og kallaði á hana  " I feel like flying!"   og hún svaraði að bragði  "Jeh, and you look like!!!"   Frekar kaldhæðnislegt að þessi klárhestýpa sem hann er og ég hef alltaf verið að leita að, hafi ég selt frá mér sem folald alveg óvart emoticon   
En jæja ég á slatta af flottum folöldum undan honum, sé bara eftir því að hafa ekki notað hann í sumar líka, svona geta ráðunautin ruglað mann í ríminuemoticon    Er reyndar nokkuð viss um að hann er langt frá því búinn að segja sitt síðasta í tölum talið og ekki ólíklegt að hann eigi eftir að láta að sér kveða á keppnisvellinum líka síðar meir.

Flettingar í dag: 376
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 3161
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 879281
Samtals gestir: 55654
Tölur uppfærðar: 30.11.2023 15:09:58

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]