02.05.2008 14:43

Það er gömul mýta að halda því fram að Landeyjarnar séu ljótar, engin fjöll og ekkert skraut.  Hér eru tvær myndir teknar heiman frá mér í kvöldsólinni í apríl og dæmi hver fyrir sig.

Eyjafjallajökull og glyttir í Mýrdalsjökulinn vinstra meginn.

Og drottningin, hún Hekla.

Ég segi fyrir mig að mér finnst alltaf sunnlensku fjöllin flottust og eins og með falleg málverk þá njóta þau sín best þegar horft er á þau úr ákveðinni fjarlægð.

Sauðburður byrjaði hér rétt eftir 20 apríl en þá báru um 15 kindur eftir einnar náttar ævintýri við hrút sem stökk úr hólfi hjá okkur, ekkert smá öflugur tappi!  Svo byrjuðu sæðingakindurnar rétt fyrir mánaðarmót og nú hafa tæplega 50 kindur borið.  Langflestar tví og þrílemdar eins og þessi sem bar í gær.

Allir að sofa, voða krútt.

Vaknað af værum blundi og best að drífa sig í mjólkina, fyrstur kemur, fyrstur fær!!

Þetta er náttúrulega ljóta ruglið að vera að brasa í þessum rollubúskap og láta það draga frá sér alla orku á versta tíma, en samt... er pínu gaman líka!

Eldra efni

Flettingar í dag: 385
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 19689
Gestir í gær: 330
Samtals flettingar: 1214214
Samtals gestir: 79426
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 02:53:33

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]