23.03.2008 13:52

Tryppaúttekt!

Það verður að segjast eins og er, að veðurguðirnir hafa verið tiltölulega hliðhollir okkur undanfarnar tvær vikur eða svo með örfáum undantekningum.  Það liggur við að maður spyrji sig, hvers vegna að byggja reiðhöll?? Já, maður er svo fljótur að gleyma öllum vondu veðradögunum þegar sólin fer að skína!  Fékk heimsókn á Föstudaginn Langa, Rósu, Hrefnu og Jonna, Hrefna var vopnuð þessari fínu myndavél og við Jonni lögðum við nokkur tryppi og svo var smellt af...

3ja mán tamin Tígursdóttir á fimmta vetur, móðirin er Líf Piltsdóttir.  Montin alhliða hryssa sem var seld á staðnum

Sonja undan Svertu og Húna frá Hrafnólum á sjötta vetur.

Feita-Skjóna fékk líka að fara í myndatöku þrátt fyrir að vera vikustaðin eftir smá slys.  Ég get ekki annað en verið sátt við útkomuna eftir aðeins tveggja mánaða tamningu.(Feita-Skjóna er að sjálfsögðu móskjótta Gáskudóttirin )

Parkersdóttirin er að koma til.

Svo var "hluthafafundur" og úttekt í Dívufélaginu í gær og ég bíð spennt eftir að fá myndir sendar af þeim fundi sem ég mun birta hér.

Nú eins og margir vita skunduðum við í Reiðhöll Gusts á Dimbilvikusýningu með nokkrar hryssur frá Álfhólum.  Það slapp til þrátt fyrir engan undirbúning og brottfall hæst dæmdu hryssunar úr hópnum á síðustu stundu.  Vil þakka þeim sem tóku þátt, Maríu Greve, Jonna og Viggó Sig  að ógleymdum tónlistarstjóranum Hrefnu Maríu (þú sleppur samt ekki svona auðveldlega næst, humm!)

En allavegana, læt þetta duga í bili og GLEÐILEGA PÁSKA

Eldra efni

Flettingar í dag: 2354
Gestir í dag: 197
Flettingar í gær: 2895
Gestir í gær: 453
Samtals flettingar: 1180309
Samtals gestir: 78183
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 15:04:04

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]