25.01.2008 13:34

Nú er úti veður vont....

Þetta er nú ljóta veðurfarið, já nú er gott að vera búin að byggja þak yfir höfuðið og getað verið að vinna inni, segi nú ekki annað.  Búin að bæta í hópinn nokkrum hrossum, þ.a.á.m Parkersdóttur sem ég á og tveimur Tígursdætrum sem Saga var að trimma fyrir mig í haust. 

Parkersdóttirin, en fyrir áhugasama um hornfirska ræktun þá er móðir hennar undan Blakk 999 frá Hafnarnesi.  Hágeng og efnileg klárhryssa á fimmta vetur.

Og Ronja sú móvindótta er komin á hús líka.

Framkvæmdir í hesthúsinu eru samt langt frá því að vera búnar og ekki endalaus tími til útreiða.
Það er verið að klæða vegginn í reiðskemmunni þessa dagana auk veggjanna í hesthúsinu en Gylfi kom í gær að byrja að setja upp í þann hluta hússins sem var eftir. Ætlaði að vera mættur snemma í morgun en er veðurtepptur hjá Jóa vini sínum í Þykkvabæ, þannig ég veit ekki hvernig að gangur mála verður.  Skemman er full af dóti að hluta en er samt að þjóna sínu hlutverki enda ekki nema 2 útreiðahæfir dagar í vikunni sem leið.
 
Svona er nokkurnveginn endanlegt útlit á húsinu, það er samt eftir einhver frágangsvinna við hurðir, já og það vantar tvær hurðir líka, var lokað með yleiningum á meðan.  Ég var ekki búin að koma niður gerði áður en allt fylltist af snjó (þarna er að vísu mjög lítill snjór,þarf að taka nýjar vetrarmyndir þegar hundi er út sigandi) en hrossin hafa alveg verið ánægð með að leika sér í reiðhöllinni í staðinn.

Talandi um hunda,  þá er hundurinn minn á einhverju lóðaríi úti í sveit og hefur ekki sést í sólarhring!! Manni stendur ekki alveg á sama og ég fer að leita að honum um leið og ég kemst! !(En það er allt kolófært þessa stundina) Þessi hundur er bara besti hundur á Íslandi  og ég má ekki til þess vita að eitthvað komi fyrir hann.  Auðvitað finnst öllum sinn fugl fagur, en það er nú málið með þennan hund að hann nýtist mér algjörlega sem aðstoðartamningamaður, við tamningarnar og allt hrossahald, alger snillingur auk þess að vera svona flottur á litinn! 

Og alveg stórgóður til kynbóta, en Hrefna frænks á einmitt son hans, voða mikið krútt og alveg eins á litinn!

Eldra efni

Flettingar í dag: 285
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 15534
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1350982
Samtals gestir: 89339
Tölur uppfærðar: 11.9.2024 04:30:17

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]