01.01.2008 00:40

Dótakassinn




Ég veit að mörgum liggur forvitni á að vita hvernig hesthúsmál standa, hef ekki verið dugleg að koma með fréttir af gangi mála að undanförnu, en kannski verið duglegri að taka til hendinni í hesthúsinu yfir hátíðarnar þegar færi og veður gafst. 
Fyrri myndin er tekin rétt fyrir jól en sú seinni í gærkvöldi að nýafstöðnu múrverki(ekki búin að taka til eftir mig einu sinni). Verð nú samt að játa það að hefði ég vitað að þetta væri svona mikið moj að henda þessu steiningalími á frontanna, þá hefði ég hreinlega lakkað huggulega yfir mótauppsláttarförin og sagt að ég hefði séð þetta í einhverju húsatískublaðinu að þetta væri alveg gasalega smart! Humm, en það er orðið aðeins of seint í rassinn gripið því verkið hafið og ekki um annað að ræða en að klára það. 

Já ég fíla mig í risastórum dótakassa að vera þarna úti í hesthúsi það er alltaf hægt að hafa eitthvað fyrir stafni og ef manni leiðist múrverkið þá fer maður bara að setja plastið í innréttingarnar sem Gylfi kom og byrjaði á að setja upp rétt fyrir jól.

Húsið sjálft er ekki fullklárað enn.  Þeir komu frá Landsstólpa fyrir jól og lokuðu öllum gluggum í hesthúsinu, en það er ennþá opið í reiðskemmunni og þar með ekki sérlega gott að vinna í hesthúsinu þegar er mikið frost eins og var um daginn 15 stig, sæll eigum við að ræða það eitthvað!!!  Ég reyndi mitt besta til að fá smiðina til að ganga í Votta Jehova með mér og þá þyrftum við ekkert að halda nein jól og gætum bara klárað hesthúsið í staðinn, en þeir voru ekkert sérlega hrifnir af því, létu sig hverfa á fimmtudag fyrir jól og ekki sést uppfrá því! !! Það munaði nú samt minnstu að ég gengi í vottana, svo sein var ég að taka við mér að það væru að koma jól, sem þeir vita best sem vanir eru að fá jólakort frá mér, en þeir fengu engin þetta árið, ákvað að sleppa að senda þau heldur en að þau væru að koma til viðtakenda einnhvern tímann á nýári.

Og að lokum, í tilefni að það eru komið nýtt ár,**Gleðilegt ár 2008!**
Flettingar í dag: 1551
Gestir í dag: 355
Flettingar í gær: 381
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 769353
Samtals gestir: 44201
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 23:04:47

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]