12.12.2007 23:38

Skroppið austur á sunnudag...

Hrefna María skrifar...

Já já maður hefur gert lítið annað á sunnudögum en að renna austur á Álfhóla og sækja hross og skila hrossum. Enginn breyting var þar á síðasliðinn sunnudag en ég, pabbi og Fannar bróðir fórum austur með tóma kerru og fylltum hana að hrossum til baka.

Þegar afleggjarinn að Álfhólum nálgaðist heyrðist allt í einu VÓóóóóóóóóóó.... í okkur öllum í bílnum... Ég trúði varla mínum eigin augum shiturinn maður....



Já húsið hennar Söru er sko tilkomu mikið.... séð frá veginum... (til vinstri á myndinni).





Sigga hafði orð á því þegar pabbi og Fannar komu inn í kaffi að þeir litu út eins og jólasveinar þar sem þeir voru svo vel klæddir pabbi í hárauðri úlpu og Fannar í skærbláum galla, alveg eins og jólasveinar...

Það skemmtilega við þetta comment hjá Frú Sigríði að þeir voru bókstafslega alveg eins og jólasveinar þegar við örkuðum út í mýri að ná í hrossin....

Karl faðir minn ætlaði sko að skoða sína hesta, meta ástandið á þeim og taka ef til vill þá inn ef þeir eru mikið hnjóskaðir og þess háttar... (Fannar hefur stundað sína hestamennsku með pabba þannig að hann á hestana með honum).

Hrossin voru í Álfhól og þar í kring en það eru örugglega um hundrað hross þarna á þessum haga þannig að maður þarf aðeins að leita til að finna rétt hross....

Eftir smá stund sé ég hestana hans... og bendi þeim á þá þar sem þeir stóðu í hóp með öðrum hrossum... Svo heyri ég í þeim... "jájá Blossi er sko í rosa flottu standi Hrefna.. jájá hann er rosa feitur og fínn og engir hnjóskar í honum".. ég lít við og segi "já er það" en þá eru þeir að þukla á Sóldöggu merinni hennar Söru!!! hehe jájá algjörir jólasveinar... svo heyrði maður þetta er Blossi, nei þetta er ekki Blossi, hvar er Leiftur er þetta Leiftur Hrefna??? uhhh eruð þið bara ekki búin að eiga þessa hesta í mörg ár... J en ég fyrirgaf þeim það aðeins að þekkja ekki Lella þar sem þeir hafa bara átt hann í eitt ár... og Sara þurfti að koma og sýna þeim hvar hann væri ... þar sem ég þekki hann ekki... hef bara einu sinni tvisvar séð hann... hummm jájá



Jólasveinarnir að störfum... Gæska litla var í því að bögga Fannar hahahaha... hún ýtir bara í rassinn á manni og veður yfir mann. Hún er 2vetra OFspakt trippi sem reyndar aldrei hefur verið spekt..

En gaman af þessu... Ég er brjálaðslega, klikkaðslega abbó út í þig kona!! Shiturinn hvað húsið er flott og REIÐHÖLLIN ... váaaaaaaaaaaaaa... Vó hvað var gaman að standa inní þessum herlegheitum.... Er farin að sjá eftir að hafa ekki bara látið byggja 10 pláss í viðbót fyrir mig..hummm og átt smá í þessu með þér... hehehe

Það verður sko þjálfað og þjálfað inn í þessari reiðhöll... og getur látið vinnufólkið þitt svitna þó það sé vont veður ...

kveðja úr Ölfussinu eins og stendur,

Hrefningur.... :)

Flettingar í dag: 320
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 3161
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 879225
Samtals gestir: 55654
Tölur uppfærðar: 30.11.2023 14:27:03

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]