12.11.2007 22:28

Okkar ástkæra mjólk(urkú)

Hvað er hún að fara að tala um núna, hugsar eflaust einhver núna, er hún alveg að missa sig,  fara að tala um beljur!!!??

Ó já, mér er um og ó þessa dagana þar sem ég sérlegur áhugamaður um íslensku mjólkina. Mjólk, eða þ.a.s undanrenna er mitt uppáhald (drekk að jafnaði 1 líter á dag sem gera 365 lítra á ári) og ég er alveg miður mín yfir þeim umræðum þessa dagana yfir fyrirhuguðum innflutningi á sænskum "skjöldum"

Á nú að fara að kasta gömlu góðu íslensku kúnni sem hefur skrölt með okkur í gegnum aldirnar i þröngum moldarkofum og verið eina lífsbjörg kotbænda fram á síðustu öld????

Kvótakerfið hefur haldið meðalnytinni niðri í mörg ár, því til hvers að pumpa kýrnar til að mjólka þegar ekkert fæst fyrir mjólkina?

Svo þegar það vantaði mjólk, þá stóð ekki í íslensku kúnni og hún jók nytina um 1000 kg á síðustu átta árum og er enn að bæta í.

Sem segir okkur að við erum ekki búin að reyna til fulls, hvers kúin okkar er megnug.

En við erum samt að hugsa um að skipta henni út fyrir einsleitar rauðskjóttar beljur sem duga að jafnaði í tvö ár en þá þarf að fella þær!

Ég er búin  að ferðast til nokkura landa, þó að ég kallist seint víðförul, og að sjálfsögðu fer ég og kaupi mér mjólk hvar sem ég fer, en mér finnst engin mjólk eins góð á bragðið eins og sú íslenska.  Og hvers á ég þá að gjalda ef innflutningur verður leyfður? Nú ,ég verð að vera eini sérvitringurinn á landinu og eiga nokkrar landnámskýr svo ég fái góðu mjólkina mína áfram. Verð líklega að fá mér skilvindu líka, því þótt sveitamjólkin sé best, þá er full mikill rjómi í henni fyrir minn smekk, og ég myndi líklega enda eins og hvalur ef ég drykki jafn mikið af henni eins og undanrennunni, og það fer ekki vel á því 

Það eru ákveðnir menn sem hafa hag af því að fá að flytja inn nýtt kúakyn, þvi þá þyrfti að endurnýja svo mörg fjós en það eru einmitt þessir menn sem hafa hæðst í þessum málum, í ljósi gróðrahyggju
( ussss, komin út á hálan ís, held ég segi ekki meir frá þessu fyrr húsið mitt er komið upp, þið skiljið......)

En ég vona að íslenskir bændur séu klókari en svo að láta blekkjast, og standi vörð um íslensku kúna og bæti hana bara enn frekar því hún er ekki búin að syngja sitt síðast og lengi má gott bæta.

Að lokum koma hér myndir af tvennum tvíburum sem fæddust sitthvorn daginn 15. og 16. október, þriðju tvíburarnir á árinu. Þeir sem ekki vita, þá eru tæplega 20 mjólkandi kýr á Álfhólum, en það er nú að mestu í verkahring móður minnar að hugsa um þær, þó svo mar´ sé nú ekki í vanræðum með að tækla mjaltavélarnar

Mússí, mússí.... 

Flettingar í dag: 1449
Gestir í dag: 344
Flettingar í gær: 381
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 769251
Samtals gestir: 44190
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 22:00:06

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]