06.11.2007 17:57

Ho,Ho,Ho,We say Hey Hey Hey !

Jæja, komin tími á smá fréttir, er það ekki?  Það eru sjálfsagt einhverjir farnir að halda, miðað við síðustu færslu að veðráttan hafi sett mig í algert þunglyndi og nú sé allt farið fjandans til!  Nei, bara aldeilis ekki, og ef svo hefði verið þá hefði hann Barði reddað því með nýja júróvísion laginu sínu Ho, Ho..........alveg snilld, eins og ég hefði samið það, ekta teknótæfulag, já maður fílar þetta ennþá, komin á fertugsaldurinn

En af hesthúsframkvæmdum er þetta að frétta aðfóðurgangarnir voru steyptir á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan í myrkri og ausandi rigningu og hagléli. Það heppnaðist bara ótrúlega vel miðað við aðstæður, en mesta vinnan var, að daginn eftir þurfti ég að tæta fjórar heyrúllur og leggja yfir ganginn, því að það var von á 8 stiga frosti og leiðinlegt að láta tæplega 200fm steypu molna niður í frostinu! Þetta var alger púlvinna, troða því í alla króka og kima, en sérstaklega að taka það af aftur, rennandi gegnblautt í blindroki og rigningu á þriðjudaginn var, úff ég var alveg búin í bakinu daginn eftir.  En platan bjargaðist og ekki millifersentimeter af frostskemmd!

Svo var verið að klára lagnavinnuna fyrir bæði frárennsli og rafmagn, það rétt slapp fyrir horn vegna veðurs og nú flýtur vatnið allt af grunninum beint ofaní skurð og safnast ekki lengur saman fyrir utan húsið öllum til ama og leiðinda.


Þarna er milliveggurinn  svo að rísa en hann var svo steyptur í gær.  Gaman að sjá húsið loksins vera að rísa uppúr jörðinni.  Svo er búið að vera að keyra meiri möl endalaust í kringum það og inní reiðhöllina og hún er nærri því tilbúin. Fundum frábæra moldarblandaða fína möl, á sama stað og hin mölin er tekin.  Var búin að sjá fyrir mér svaka vinnu við að blanda saman mold og sandi, en þarna fékk ég það allt saman blandað af náttúrunar hendi og keyrt beint inná gólf!

And the good news are.... Það verður byrjað að reisa á föstudag   og þeir ætla að taka sér í mesta lagi 3 vikur í að reisa og ganga frá hurðum og gluggum, þanning að það verður vonandi hægt að byrja að innrétta í lok nóv eða byrjun des.

Það hafa væntanlega einhverjir glöggir tekið eftir steyputeinunum sem standa uppúr steypunni en það er semsagt ákveðið að steypa frontana og Gylfi Geirs smíðar svo hurðir og milligerði fyrir mig.

Jæja, læt þetta duga í bili þangað til næst
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1355
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 4943129
Samtals gestir: 787088
Tölur uppfærðar: 28.5.2020 01:41:46

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS