19.09.2007 11:58

Yfirlit

Jæja, smá úttekt á ræktuninni og því sem fór í dóm í sumar.  Ég verð nú að horfast í augu við það að frændsystkyni mín hafa vinninginn þetta sumarið, komu sitthvorri hryssunni í fyrstu verðlaunin.  Verð bara að hugga mig við það að hafa komið að ræktun mæðra þeirra  Eins og kannski glöggir hafa þegar tekið eftir eru myndir og video af sumum þessara hrossa á video og myndalinknum.

Diljá hennar Hrefnu Maríu er undan Ísold frá Álfhólum og Reginn Hrafnssyni frá Ketu.  Hún er algjör hagaljómi og kom mér ekki á óvart að hún myndi fljúga í fyrstu verðlaun!  Þetta er samt ekki alveg nógu góð mynd af henni, en það er eitthvað lítið til af  myndum af henni enn sem komið er.
Það er eiginlega alveg synd og skömm að Reginn skyldi ekki hafa verið notaður meira hérna, ég átti líka mjög fallega dreyrruða hryssu undan honum sem ég missti fyrir tveim árum.  Hann var alveg frábær hestur, gæðingur sem hafði þetta létta og káta yfirbragð sem maður sér ekkert allt of mikið af.  Hann fór til Danmerkur án þess að nokkur vissi af og var felldur þar stuttu seinna held ég, hálf sorglegt með hann, kallgreyið
Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8.5
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.87
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8.5
Skeið 7.5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 6.5
Hæfileikar 8.26
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8.11
Artemis hans Valda fékk þennan fína klárhryssudóm í haust.  Feykna fasmikil tölthryssa sem á örugglega inni 9 fyrir fegurð í reið þegar brokkið kemur til baka aftur.  Hún er undan hinum flotta fjórgangara Pegasus frá Skyggni og Urði frá Álfhólum sem er undan Ögra frá Hvolsvelli og Unni Tígursdóttur.  Urður var ekki tamin fyrr en á sjötta vetur, kom fljótt til, en varð eitthvað útundan vegna pláss og tímaleysis þannig að hún fór bara í ræktun aftur.  Ég veit svo sem hvaða kostum hún er búin og er alveg óhrædd að nota hana í ræktun þó það vanti á hana tölur.  Artemis er fyrsta afkvæmið sem tamið er undan Urði.
Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 8
Sköpulag 7.94
Kostir
Tölt 9
Brokk 7.5
Skeið 5
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 7
Hæfileikar 8.04
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8


Sigurrós er undan Eldvaka frá Álfhólum og Ögrun Ögradóttur.   Kolsvört og falleg hryssa sem ég seldi til Noregs í vetur en var í sýningarþjáfun hjá John og var rennt í gegnum dóm áður en hún yfirgaf klakann. Ögrun er líklega eina afkvæmi Ögra frá Hvolsvelli sem ekki var tamin.  Falleg hryssa sem er sammæðra Gásku og er að gefa virkilega falleg hross.
Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8.5
Fótagerð 8
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 8
Sköpulag 8.02
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8
Skeið 6
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 8
Hæfileikar 7.97
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 7.5
Aðaleinkunn 7.99


Ronja, litla krúttið mitt  Kynbótadómurunum fannst hún ekki alveg eins falleg og mér finnst hún! En þeir skipta kannski um skoðun ef ég sýni þeim hana aftur Og það er líka eins gott að hún hækki fyrir vilja líka, því að ef eitthvað hross sem ég hef sýnt á 9+skilið fyrir vilja, þá er það þessi meri, annað finnst mér bara hreinn dónaskapur!  Þarna er alvöru vilji og orka!  Þessi er undan Tígur gamla og  Rún frá Eystra-Fíflholti sem eitthvað lítið er vitað um ættina af nema að Hugur frá Hofstaðaseli var afi hennar, vindóttur Hrafnssonur.
Sköpulag
Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 7.5
Bak og lend 8.5
Samræmi 8
Fótagerð 7
Réttleiki 7.5
Hófar 7.5
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.63
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8.5
Skeið 5.5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8
Hægt tölt 8
Hægt stökk 7
Aðaleinkunn 7.85


Gáski Geisla og Gáskusonur.  Hann fór ekki alveg eins hátt strax og vonir stóðu til, en það hindraði mig ekki í að setja 10 merar til hans í sumar.  Hann er ekki ósvipaður ásetu og mamma hans og  það er nóg fyrir mig! 
Sköpulag
Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 9
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 6
Sköpulag 8.09
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 7
Hæfileikar 7.71
Hægt tölt 7.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 7.87Mári undan Geisla frá Sælukoti og Mónu frá Álfhólum.  Ég hef líklega aldrei farið með svona lítið tamið hross í dóm fyrr en þetta var tilraun engu að síður.  Mári er lofandi fjórgangari með frábæra reiðhestskosti.  Alltaf þegar ég er spurð hvort ég eigi einhvern verulega flottan reiðhest til sölu, dettur mér alltaf Mári í hug.  En hann á þegar nýjan eiganda og víst ekki hægt að selja hann mörgum sinnum
Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7.5
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 8
Hófar 8
Prúðleiki 6
Sköpulag 7.78
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8
Fegurð í reið 8
Fet 7.5
Hæfileikar 7.54
Hægt tölt 7.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 7.63
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 455
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 4737345
Samtals gestir: 768419
Tölur uppfærðar: 20.8.2019 03:36:47

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS