18.09.2007 23:09

Hesthúsframkvæmdir

Eins og ég hef áður minnst á, þá teiknaði verkfræðingurinn sökkulinn fyrir mig á mettíma loksins þegar útreikningar komu til landsins og rúmri viku síðar komu fyrstu steypubílarnir í hlað á Álfhólum, eða sl. föstudag!

Svona virkar þetta sem sagt!

Baldur Eiðsson yfirsmiður og byggingastjóri stjórnar traffíkinni lengst t.h, ónefndur dælumaður í miðjunni og Steindór undirsmiður t.v.

Wojek og Tryggvi, ekki spyrja mig hvað þeir eru að gera!

Sem sagt, fyrst eru steyptir svona plattar fyrir súlurnar,

svo koma sökklarnir á milli og ofaná plattana. Þessi mynd er tekin í dag og eins og sjá má gengur bara vel að slá upp sökklunum enda alvöru menn þarna á ferð (Baldur, ég fer að rukka þig fyrir auglýsingar)

Og svona lítur það út eftir tvo mánuði, þegar þið grúbbpíurnar mætið í innflutningsteiti   Æi þið verðið að fyrirgefa, það er kominn smá kvöldgalsi í mig, búin að vera að reyna í allt kvöld að komast inná vefsvæðið til að geta sett inn fréttir og fyrst núna hafðist það.  En svona grínlaust, þá er ég dáldið svög fyrir innréttingum frá Vélaborg, Röwer Rüb heita þær. Er einhver sem þekkir eitthvað til þeirra, gott eða slæmt?

Svo að lokum má ég til með að hrósa ykkur fyrir að vera dugleg að skrifa í gestabókina og láta vita af ykkur, bara gaman af því og ég vona bara að sem flestir kvitti fyrir innlitið,  fínt að vita hverjir eru að njósna um mann
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 455
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 4737345
Samtals gestir: 768419
Tölur uppfærðar: 20.8.2019 03:36:47

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | ALFHOLAR@ALFHOLAR.IS