19.08.2007 23:41

Allt að gerast


Jæja, þá blasir eyðileggingin við á þriðja degi og við Pjakkur sjáumst varla þarna í holunni!

En að kvöldi fjórða dags leit þetta nú allt saman betur út, búið að bera helling í og snillingarnir, Valdi frændi og Ivan Krasovsky fyrrverandi ráðsmaður komnir á þjöppuna.

Já, það er nóg að gera þessa dagana og heldur lítið riðið út.  Ætlaði að vera voða brött og skráði mig á Suðurlandsmótið með Mozart minn, en komst að sjálfsögðu ekki neitt og sé ekki beinlínis fram á að ég mæti neitt á mót á næstunni.  Þannig að ég sendi Hrefnu frænku með hann í bæinn en það er nottla ekki hægt að hafa stelpuna hestlausa.  Hún tók aldeilis U-beygju fyrir nokkrum dögum og seldi hann Zorro sinn öllum að óvörum en þau hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt síðustu 5-6 árin
.
Þarna eru þau að stíga saman sín fyrstu skref á Landsmóti 2002, Zorro 6v og Hrefna aðeins eldri

Og fótbrotin varð hún svo skeifuhafi á honum á Hólum 2005!

Ég óska að sjáfsögðu nýjum eigendum velfarnaðar, en þess má geta að Zorro var í þriðja sæti í fjórgangi unglinga á Suðurlandsmótinu í dag.

Eldra efni

Flettingar í dag: 6078
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 3452
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2112848
Samtals gestir: 110941
Tölur uppfærðar: 23.4.2025 15:55:23

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]