16.08.2007 00:18

Fyrsta skófllustungan


Jæja þá er verkið loksins hafið Siggi frændi, oft kenndur við Sigluvík mætti á gröfunni með frúna sína á trukknum og fullt af litlum verkstjórum!
 
Jamm, það er rífandi gangur á flestu, nema burðarþolsútreikningunum sem áttu að vera komnir fyrir mánuði síðan, þannig að í raun er ekki hægt að teikna sökkulinn fyrr en þeir koma! Dáldið geggjað dæmi af því að von er á húsinu eftir einn og hálfan mánuð og þá eiga sökklarnir að vera tilbúnir svo hægt sé að reisa!  Mar verður bara að krusse fingrene og vona að þetta gangi saman á næstu dögum

Annars er ég alveg bit á því hvað margir ramba inná síðuna á hverjum degi og ég sem hélt að næstum enginn vissi af henni nema örfáir útvaldir  Maður verður að fara að standa sig í stykkinu og henda inn fleiri söluhestum fljótlega og vera duglegri að uppfæra svo fólk gefist ekki uppá manni á fyrsta degi!

Eldra efni

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 15534
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1350841
Samtals gestir: 89333
Tölur uppfærðar: 11.9.2024 04:09:07

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]