01.08.2007 14:27

Sumarið líður allt of fljótt!

Já tíminn er ótrúlega fljótur að líða, það er bara kominn 1. ágúst allt í einu!!!  Það hefur aðeins séð fyrir endann á veðurblíðunni í sumar en ekki hægt að kvarta stóran enn sem komið er.  Hesthúsaframkvæmdir eru í augnsýn og vonandi verður byrjað á grunninum innan fárra vikna. Draumurinn er auðvitað að vera kominn í draumaaðstöðu fyrir veturinn  

Tryppatúrar eru í algleymingi, Leó og Kanastaðabændur komu með um 40 hross yfir til mín þannig að það er 70 hrossa stóð sem við rúntum með um sveitir landsins, dágóður hópur!

Kannski rétt að ég segi frá því að þær Sara Rut, tamningakonan mín og Hrefna María skelltu sér á opið Sleipnismót um daginn og lentu báðar í úrslitum. Hrefna með Zorro í B-Flokk og Heiki í A-Flokk og Sara jr. í Unglingaflokk. 
Sara Rut er oft kölluð Djúníorinn, eða Rúturinn til aðgreiningar frá þeirri gömlu (mér). Hún er að vísu ekki svo mjög hrifinn af seinna nikkinu.  Það kom til vegna þess að við vorum með vinnumann frá Úkraínu í fyrra og eitt sinn sá hann mynd af Söru í einhverju Eiðfaxa blaði og fannst það svo sniðugt að hann æpti upp fyrir sig, SARA RÚÚÚT og síðan breyttist það í Rúturinn með tímanum. Kannski ekki svo voðalega fallegt nikk á svona flotta stelpu

Sara á Mósart etur kappi við Teit og Hvin frá Egilstaðakoti á brokki

Hrefna og hinn hrafnsvarti Zorro stóðu sig vel að vanda
Heikir fór mikinn á brokki og tölti

Eldra efni

Flettingar í dag: 7287
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 3452
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2114057
Samtals gestir: 110949
Tölur uppfærðar: 23.4.2025 17:21:09

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]