Dimmir frá Álfhólum

Jarpur, fæddur 2003.

Faðir:
Tígur frá Álfhólum (8.13)
Móðir Dimma frá Miðfelli (7.90)

Héraðssýning á Gaddstaðaflötum 2011:       
                                              
Bygging: 7.86
Hæfileikar: 8.57
Aðaleinkunn: 8.29    

Blub 111          
 
   

Héraðssýning á Gaddstaðaflötum

Dagsetning móts: 30.05.2011 - 11.06.2011 - Mótsnúmer: 06 
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2003.1.84-674 Dimmir frá Álfhólum

Sýnandi: Sara Ástþórsdóttir

Mál (cm):

141   133   136   63   141   40   47   43   6.7   31.5   19  

Hófa mál:

V.fr. 9,2   V.a. 7,5  

Aðaleinkunn: 8,29

 

Sköpulag: 7,86

Kostir: 8,57


Höfuð: 7,5
   F) Krummanef   

Háls/herðar/bógar: 7,5
   1) Reistur   C) Lágt settur   D) Djúpur   

Bak og lend: 8,0
   2) Breitt bak   A) Beint bak   

Samræmi: 8,0
   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 8,5
   2) Sverir liðir   

Réttleiki: 7,0
   Afturfætur: F) Kýrfætt   
   Framfætur: A) Útskeifir   

Hófar: 8,5
   1) Djúpir   4) Þykkir hælar   

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 8,5
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   

Brokk: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Öruggt   

Skeið: 8,0
   3) Öruggt   

Stökk: 8,5
   1) Ferðmikið   2) Teygjugott   

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   

Fegurð í reið: 9,0
   4) Mikill fótaburður   

Fet: 7,5

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 7,5

Dimmir er frábærilega geðgóður, flugviljugur og var mjög auðveldur í tamningu, afar taugasterkur og hreinskiptinn hestur sem aldrei hefur svo mikið sem sett bakið í knapann hvað þá meir.  Býr yfir virkilega skemmtilegri jafnvígri alhliða ganghæfni og er flugrúmur á öllum gangi. 

Byggingin er sterkleg, bakið er stinnt og sterkt enda var hann ekki í vandræðum með að halda á knapa frá fyrsta degi.  Fótagerð er hraust.
Frambygging telst í meðallagi en hann er samt 5cm hærri á herðar en lend og þ.a.l rennur ekki fram á hann hnakkurinn. Skrokkurinn er alltaf sívalur og léttur á öllum árstíma.
Réttleiki fóta er mjög góður burtséð frá tölum.  Hann hefur alltaf verið laus við allt ágripavesen sem er stór kostur þegar alhliða hestur á í hlut.

Dimmir er einnig spennandi kostur fyrir ræktendur sem eru að leita að góðum stóðhesti með öðruvísi ættartré. Hann er jú undan Tígur sem er úr gömlu hornfirsku heimaræktuninni í Álfhólum út af Nökkva frá Hólmi og undan fótaburðahryssunni Dimmu frá Miðfelli sem er undan Hrafni frá Hrafnhólum og Flosadótturinni Brönu frá Miðfelli sem er af hornfirsku kyni líka. Það eru flestir sammála að hann beri með sér sterkan svip þessa kyns.
Hann er lítið skyldur þeim ættlínum sem eru ríkjandi í dag.  Hann er ekkert út af Orra eða með annað Sauðárkróksblóð, ekki skyldur Ófeig frá Flugumýri og svo mætti lengi telja.  Hrafn frá Holtsmúla er þó langafi hans og aðeins kemur Hörður frá Kolkuósi fyrir í ættartöflunni hans.Dimma móðir hans skilaði 5 fyrstu afkvæmum sínum öllum á kynbótabrautina þ.a fjórum í fyrstu verðlaun. Meðaleinkunn þeirra fyrir tölt, fegurð í reið og vilja er nálægt 9 en það eru þeir eiginleikar sem ég horfi mest til þegar ég skoða einkunnir kynbótahrossa.  Myndin er af Dívu systur Dimmis í töltkeppni 5 vetra gömul, 2009 en þá skoraði hún 7.37 hæðst í forkeppni.

Dimmir from Álfhólar is mostly from the Hornafjörður breeding line so he is really exiting choose for breeders who have intrest in rare broodlines.  He has really grate caracter, was easy in training, has good movements  and really equal gates that can makes him sucsessful compation horse in future!  He is strongly built, with good legs and espesially his back who I think is most strongest I know and  it is like he is made to carry a rider!  My goal is to breed selfcarring horse and he is really like that! 

Verð á folatolli undir Dimmir sumarið 2012 er 60.000 með vsk og umsýslugjaldi.

Vetur 2010, Dimmir á sjöunda vetur. 

Elstu tvö afkvæmi hans eru á öðrum vetri.  Þau skiptast nokkuð jafnt með ýmist ríkjandi klárgang eða alhliðageng. Þau sem eru alhliðageng virðast hreingeng og styttingslaus.  Hin sýna mikð rými og svif á brokki og yfirleitt áberandi fótaburð en eru geng fyrstu dagana eða vikurnar.  Fljótt á litið virðast lundgæði Dimmis erfast vel, því eru fljót að spekjast og auðveld í umgengni."Augað er spegill sálarinnar"  Þau eru flest falleg til augnanna, afkvæmi Dimmis eins og hún...........Dimmrós, Dimmis og Þyrnirósardóttir, hálfsystir Þrumufleygs frá Álfhólum.Kanóna er undan Dimmi og aldraðri Kolkuósshryssu, Kolku frá GröfHún er fínleg og fríð, hún Kanóna og sýnir mikla græjutakta í lónseringu.Mímir f 2009 undan Mær frá Álfhólum.  Móvindótt stóðhestefni sem er kominn til Sviss.Meyja, alsystir Mímis f 2008 jarpvindótt.Þrumugnýr fæddur 2009 undan Þyrnirós.  Held ég geti sagt það með góðri samvisku að ég hafi aldrei séð folald sýna jafn botnlaust rými á tölti og skeiði eins og þessi sýndi fyrstu vikurnar.Á fljúgandi skeiði veturinn 2009


Alltaf samstarfsfús og glaður.

Þarna er Dimmir á fimmta vetur. Þegar lundin er traust, þá er ekki mikið mál að henda sér á bak án reiðvers!


 
Flettingar í dag: 349
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 3161
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 879254
Samtals gestir: 55654
Tölur uppfærðar: 30.11.2023 14:48:42

ÁLFHÓLAR | SARA ÁSTÞÓRSDÓTTIR | 861 HVOLSVÖLLUR - ÍSLAND | Tel: (+354) 898 8048 | [email protected]